Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 16. október 2006 21 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbein- ingar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðrétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Virkjanaframkvæmdir Framkvæmdir eru hafnar við Fjarðarárvirkjun í Seyðisfirði, 7,4 megavött að stærð í tveimur þrepum niður á láglendi frá stóru miðlunarlóni á Fjarðarheiði. Fram- kvæmdin var ekki sett í umhverfis- mat þrátt fyrir kröfur Náttúru- verndarsamtaka Austurlands, Landverndar og ýmissa einstakl- inga um hið gagnstæða. Meira að segja iðnaðarráðuneytið taldi slíka kröfu eðlilega. Umhverfisstofnun hafði ekki fyrir því að senda full- trúa sinn á vettvang til að kynna sér áhrif framkvæmdarinnar. Samningar Seyðisfjarðarkaupstað- ar við Íslenska orkuvirkj- un ehf um vatnsréttindi og orkusölu frá virkjun- inni til Hitaveitu Suður- nesja eru leyniplögg. Meira að segja sveitar- stjórnarmenn á Seyðis- firði fengu ekki afhent eintök af samningunum og urðu að láta sér nægja að hraðlesa þá á fundi þar sem þeir voru bornir upp til samþykktar. Fjarðardalur ásamt Fjarðará með um 25 margbreytilegum foss- um er megindjásn í náttúru Seyðis- fjarðar. Margir þessara fossa blasa við af alfaraleið. Stýring á rennsli fossanna rýrir óhjákvæmi- lega gildi þeirra til náttúruupplif- unar og verndun þeirra óskertra varð- ar alla Íslendinga og þá mörgu sem koma til landsins sjóleiðis. Mannvirki með stöðvarhúsum og pípugörðum fram með alfaraleið til og frá Seyðisfirði munu setja mark sitt á Fjarðardal um ókomin ár fyrir utan mikið og áber- andi jarðrask á meðan á fram- kvæmdum stendur. Fjarðará átti að mati undirritaðs að vernda óskerta sem náttúruperlu ásamt umhverfi sínu og nýta Fjarðardal til útivistar og kynningar í þágu ferðaþjónustu. Fjarðarselsvirkjun litla frá 1913 raskar ekki ánni svo teljandi og er tilvalin til kynning- ar sem sögulegar minjar. Það var lágmarkskrafa að fyrirhuguð virkjun færi lögboðna leið í mat á umhverfisáhrifum. Tryggvi Harðarson, nú fram- bjóðandi í 3. sæti Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi, skrif- aði grein í Fréttablaðið 9. október sl. undir fyrirsögninni „Fjarðarár- virkjun fyrirmynd”. Í málflutn- ingi hans birtist okkur enn ein útgáfan af ráðleysi Samfylkingar- innar í umhverfismálum. Tryggvi var bæjarstjóri á Seyðisfirði á síð- asta kjörtímabili en hélt heimilis- festi sínu í Hafnarfirði. Eins og hann segir frá í greininni notaði hann bæjarstjóratíð sína á Seyðis- firði m.a. til að koma á leynisamn- ingunum um virkjun Fjarðarár og ráðstafa raforkunni þaðan í púkk fyrir álver í Helguvík. Þessi fram- bjóðandi Samfylkingarinnar telur vinnubrögð við undirbúning Fjarðarárvirkjunar til sérstakrar fyrirmyndar og telur að þar hafi náttúran fengið forgang. Nú hyggst hann nota þessi afrek sín eystra, virkjun á náttúruperlu án umhverfismats, sem sérstakt agn til að afla sér stuðnings í Suðvest- urkjördæmi. Um leið bætir hann við enn einni skrautlegri fjöður í náttúruverndarstefnu Samfylk- ingarinnar. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Sala Icelandair og fögnuður almennings Haukur R. Hauksson bregst við frétt- um úr viðskiptalífinu Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 4. október síðastliðinn mátti lesa frétt um Hannes Smárason forstjóra FL Group, þar sem segir m.a. að mikilvægt sé að koma Icelandair aftur í hendur almennings. Maður spyr sig ósjálfrátt, mikilvægt fyrir hvern eða hverja? Að vísu segir Hannes hreint út: „Við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi, sem er okkar hlutverk.” Þá veit almenningur það. Um að gera að kaupa flugfélagið fyrir tugi milljarða svo að ákveðinn hópur manna geti unað glaðir við sitt. Eftir sæti almenningur með gamlar vélar í væntanlegri samkeppni við fjölda flugfélaga og ferðaskrifstofa s.s. Heimsferða, er koma með sínar eigin vélar inn á markaðinn á næsta ári. Heimskur væri almenningur ef hann legði svo mikið sem krónu í þetta fyrirtæki. Ker hætti við kaupin og sneri sér að öðrum verkefnum með bros á vör að eigin sögn. Slíkt hið sama ætti almenningur að gera. Höfundur er kennari. Ásatrú Sigurður Þórólfsson fjallar um kenningar ásatrúar Ég er sjómaður. Fylgist ekki reglulega með íslensku sjónvarpi. Hinsvegar tekur mamma mín upp á myndband sjónvarpsefni sem ég hef áhuga á. Þar á meðal tiltekna umræðuþætti sem voru á dagskrá NFS. Núna var ég að horfa á einn slíkan þátt og langar til að leiðrétta ranghugmynd sem þar kom fram. Þátturinn fjallaði um trúmál. Lögsögumaður Ásatrúarfélagsins hélt því fram að í ásatrú sé ekki gerður munur á réttu og röngu. Hann hélt því líka fram að í ásatrú fylgi mönnum ekki í næsta lífi hvernig þeir haga sér í jarðlífi. Það ásatrúarfólk sem ég þekki er að sönnu undrandi á þessum kenningum en hefur ekki orðið vart við að þær hafi verið leiðréttar opinberlega. Einn svaraði mér þannig: „Ég vissi ekki að þetta væri lögsögumaður Ásatrúarfélagsins. Ég gekk út frá því sem vísu að þetta væri einhver sem vildi skaða ásatrú.“ Þó að ásatrúarmenn almennt viti fyrir hvað ásatrú stendur þá er brýnt að upplýsa almenning um hið rétta í málinu. Siðaboðskapur ásatrúar er einfaldlega einn af hornsteinum heiðni og ástæðan fyrir því að margir heillast af og fá áhuga á ásatrú. Ég hvet fólk til að lesa Hávamál. Gestaþátturinn vitnar beint í sjálfan Óðin og tekur af allan vafa um siðaboðskap ásatrúar. Sömuleiðis er hugmyndafræði ásatrúar uppfull af hinum mörgu heimum sem menn lenda í að loknu jarðlífi til sam- ræmis við hvernig þeir breyta í jarðlífi. Sigurður Þórólfsson, sjómaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.