Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 70
Hin þokkafulla Sabina Sciubba er væntanleg á Airwaves ásamt hljómsveit sinni, Brazilian Girls. Stein- þór Helgi Arnsteinsson ræddi við Sabinu, sem hafði margt forvitnilegt að segja. Brazilian Girls var stofnuð í New York-borg upp úr síðustu aldamót- um en ásamt Sabinu, sem syngur, skipa sveitina þrír piltar. En hvað- an kemur nafnið á hljómsveitinni? „Allir elska brasilískar stelpur. Bandarískar stelpur hefði ekki notið nógu mikillar velgengni né heldur þýskar stelpur,“ svarar Sabina með kynþokkafullum suður-evrópskum hreimi. Nýja platan tilfinningaríkari Sabina er nokkuð alþjóðleg, hálf þýsk og hálf ítölsk, en hún syngur á alls fjórum tungumálum; ensku, frönsku, ítölsku og þýsku. Hún semur auk þess flesta textana sjálf. Sabina segir þó að þetta sé ekki gert til þess að hún líti út fyrir að vera gáfuð. „Þetta er minn raunveruleiki og á alls ekki að líta út fyrir að vera hrokafullt. Ég vil ekki syngja á einu tungumáli og það væri heimskulegt af mér að velja eitt tungumál.“ Tónlist Braz- ilian Girls er líka afar fjölbreytt þar sem mörgum tónlistarstefn- um ægir saman. Aðalsmerki hljómsveitarinnar er samt dans- rokk þar sem taktfastir tónar og mikið stuð ríkir. „Við búum líka stundum til okkar eigin nöfn, til dæmis emó-elektró,“ bætir Sabina við og segir að nýja platan sé mikl- um mun tilfinningaríkari en fyrri platan. „Ætli þarnæsta plata verði þá ekki bara ópera eða söngleik- ur?“ segir Sabina og hlær. Húmor og kynþokki á tónleikum Tónleikar skipta miklu máli fyrir Brazilian Girls enda segir Sabina að hljómsveitin hafi orðið til og mótast í kringum tónleika á skemmtistaðnum Nublu í New York. „Það sem ég hef heyrt frá öðrum er að tónleikar okkar séu fullir af orku og mun hrárri en upprunalegu upptökurnar okkar, jafnvel pönkaðri.“ Sabina setur líka sjálf upp mikla sýningu. Hún segist skipta oft um búninga sem bera bæði með sér húmor og kyn- þokka. „Mér finnst gaman að koma fólki til þess að hlæja. En ef mér dettur ekki í hug búningur sem er nógu brjálaður þá sýni ég bara leggina á mér.“ Sabina er þó ekki til í að lofa kynþokkafyllstu tónleikum Airwaves í ár. „Nei, þá er ég að búa til of miklar vænting- ar. Við skulum frekar segja að við verðum með hræðilegustu tón- leika í sögu Airwaves,“ segir Sabina, sem bætir að lokum við að hljómsveitin hlakki mikið til heim- sóknarinnar. „Já, ertu að grínast? Þetta eru þeir tónleikar sem við höfum hlakkað mest til síðustu sex mánuði. Við gætum þess vegna afboðað allt annað.“ Myndu afboða allt vegna Airwaves BRASILÍSKU STELPURNAR Vöktu athygli í fyrra fyrir fyrstu breiðskífu sína og skemmti- lega tónleika. Í ár kom út platan Talk to La Bomb sem þykir undirstrika hæfileika hljómsveitarinnar í að skapa gott dansrokk. [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Það er hægt að lýsa þessari plötu í einni setningu. The Libertines án Petes Doherty. Það er akkúrat það sem þetta er, og þannig hljómar þetta líka. Carl Barat hefur staðið í skugga fyrrverandi félaga síns alveg frá því að sveit þeirra splundraðist upp, aðallega vegna eiturlyfja- og hegðunarvandræða Dohertys. En það er ekki vegna hæfileika sem Doherty hefur verið meira í kastljósinu, heldur vegna þess að einhvern veginn náði sá lúði að næla sér í fyrirsæt- una Kate Moss. Svona var þetta ekki áður en Kate Moss kom til sögunnar. Þá voru þeir félagar báðir hylltir sem lagahöfundar. Sumir blaðamenn í Bretlandi slepptu sér svo gjörsamlega að þeir voru strax byrjaðir að líkja samstarfi þeirra við samstarf Pauls McCartney og Johns Lennon. En Doherty klúðraði því auðvitað, eins og öllu sem hann kemur nálægt. Þessi plata er þannig, eins og Babyshambles-platan, framhald af The Libertines frá röddinni sem var alltaf aðeins minna sjarmer- andi en hin. Allt er hljóðritað á staðnum, eða a.m.k. látið hljóma þannig, og hljómurinn afar ruslaralegur. Eins og á plötum The Libertines er allt gert til þess að fanga tilfinninguna í æfingahús- næðinu, þar sem liðsmenn tala sín á milli í upphafi eða enda laga. Lögin eru svo fæst meira en 3 mín- útur að lengd og sum þeirra nokk- uð grípandi. Ég get ekki ímyndað mér annað en að aðdáendur The Libertines eigi eftir að gleypa algjörlega við þessari plötu. Ég get samt persónulega ómögulega skilið hvað það er við þessa tónlist sem fær bresku þjóð- ina til þess að standa á öndinni? Það má svo sem hafa gaman af þessu, og ég er nokkuð viss um að á sjöunda bjór myndi maður jafn- vel þykjast kunna textann og syngja með. Ég var til dæmis nokkuð hrifinn af lögunum Bang Bang You´re Dead og Gin & Milk (sem mig grunar að fjalli um Doherty). En svo þegar maður heyrir þetta í dagsbirtu með fullu ráði heyrir maður þetta eins og þetta er. Enn ein platan frá tilfinn- ingaríkum ungum Breta sem hefur líklegast aldrei sett neitt nýrra á fóninn hjá sér en Sex Pist- ols. Vissulega hæfileikaríkur laga- höfundur, en líka maður sem fer ekki nægilega langt að brúninni til þess að gera þessa plötu tíma- lausa. Birgir Örn Steinarsson Í skugga Dohertys DIRTY PRETTY THINGS WATERLOO TO ANYWHERE Niðurstaða: Plata frá „hinum gæjanum“ í The Libertines sem hljómar alveg eins og það sem komið var áður. Carl Barat kann enn að semja fín lög, en platan grípur mann engum heljartökum. Söngkonan Madonna hefur yfir- gefið Afríkuríkið Malaví án þess að taka David Banda, eins árs drenginn sem hún vill ættleiða, með sér. Ættleiðingin hefur ekki enn gengið í gegn og því þurfti Madonna að skilja hann eftir í Malaví. Madonna dvaldi í Malaví í níu daga þar sem hún starfaði að mannúðarmálum. Talið er að David fái að heimsækja Madonnu, sem á hús í Bandaríkjunum og Bretlandi, á meðan ættleiðingin gengur í gegn. Gæti hún tekið allt að tvö ár að verða að veruleika. David verður þriðja barn Mad- onnu. Fyrir á hún soninn Rocco og dótturina Lourdes. Skildi þriðja barnið eftir MADONNA Söngkonan Madonna hefur yfirgefið Malaví án David Banda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Brad Pitt ætlar sér að leika í kvik- mynd sem gerð er eftir hinum vin- sælu bresku spennuþáttum State of Play. Leikarinn er þessa dagana að semja um að taka að sér hlut- verk blaðamannsins Cal McCaffrey, en þættirnir fjölluðu um hóp blaðamanna sem rannsak- aði grunsamlegt dauðsfall. Þætt- irnir voru sýndir við miklar vin- sældir í Sjónvarpinu fyrir tveimur árum og þeir hlutu Bafta-verð- launin á sínum tíma. Brad Pitt leikur þessa dagana í myndinni A Mighty Heart sem fjallar um ævi blaðamannsins Daniels Pearl. Leikur aftur blaðamann BRAD PITT Ætlar að leika í kvikmynd gerðri eftir breskum sjón- varpsþáttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY- IMAGES Frábær skemmtun fyrir allan hópinn. Tilboðspakkar Keramik og pizza frá kr 1190 á mann. Barnaafmæli Bekkjaferðir FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ MERYL STREEP OG ANNE HATHAWAY UNG OG ÓREYND STELPA KEMUR TIL NEW YORK OG FÆR FYRIR TILVILJUN VINNU SEM AÐSTOÐARKONA HJÁ RITSTJÓRA STÓRS TÍSKUBLAÐS. ÆÐISLEGA SPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ,,STÓRSKEMMTILEG HRYLLINGSMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SEM KEMUR EKKI Í VEG FYRIR SVEFN HJÁ SMÁFÓLKINU!" F.G. FB VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 2 vikur á toppnum í USA! Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com EMPIRE V.J.V. Topp5.is L.I.B. Topp5.is “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE DEVIL WEARS PRADA kl. 5.30, 8 og 10.30 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.50, 8 og 10.10 CRANK kl. 8 og 10.15 DEVIL WEARS PRADA kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 4, 6 og 8 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.30, 8 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 10 GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 3.45 DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10 TEXAS CHAINSAW MASSACRE kl. 8 og 10 B.I. 18 ÁRA DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.