Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 20
20 16. október 2006 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Í DAG | ��� ��� ����� �� � ��� ���� ������� www.minnsirkus.is/sirkustv ��� �� Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn því að meint leyniþjón- ustustarfsemi á Íslandi eftir að kalda stríðinu lauk verði skoðuð. Þetta sagði Geir H. Haarde efnislega við fjölmiðla í sl. viku. Á Alþingi vék Björn Bjarnason sér ítrekað undan því að svara hvort slík starfsemi hefði verið í gangi eftir 1991. Nú liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar í grein Þórs Whitehead um meint ólöglegt eftirlit með vinstri mönnum eftir lok kalda stríðsins. Hvers vegna óttast Sjálfstæðisflokkurinn að það verði rannsakað? Njósnir um vinstri menn Nýlegar upplýsingar sagnfræð- inga sýna án tvímæla að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins, þar á meðal þingmenn og ritstjórar, voru hleraðir, og upplýsingum um stjórnmálaskoð- anir fjölmargra Íslendinga var komið í hendur bandarísku leyniþjónustunnar. Það var ógeðfelld lögleysa. Það er hins vegar upplýst staðreynd í dag. Upplýsingar skortir hins vegar um hvort, og hvernig, íslensk leyniþjónusta starfaði eftir að kalda stríðinu lauk. Það mál krefst rækilegrar skoðunar af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi neituðu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins því áratugum saman meðan kalda stríðið stóð að njósnað væri um vinstri menn. Grein Þórs White- head er skrifleg sönnun þess að fullyrðingar Sjálfstæðisflokksins voru grófar blekkingar. Spurt er: Eru það líka ósannindi hjá sjálfstæðismönnum að vinstri menn hafi ekki sætt neinum rannsóknum eftir 1991? Í öðru lagi hefur dómsmálaráð- herra sjálfur upplýst á heimasíðu sinni að eftirlit sem tengdist „innra öryggi ríkisins“ – sama og leyniþjónusta – hafi verið í gangi meðan hann starfaði í forsætis- ráðuneytinu framundir 1980. Spurt er: Ber að skilja að þessari starfsemi hafi verið hætt þegar Björn Bjarnason lét af störfum sem skrifstofustjóri – eða er hún enn við lýði? Í þriðja lagi staðhæfir Þór Whitehead að bæði fyrir – og eftir! - að kalda stríðinu lauk hafi íslenskir öryggisþjónustumenn í samstarfi við þýska kollega rannsakað fortíð róttækra Íslendinga sem voru í námi austantjalds. Spurt er: Hver var tilgangurinn með þessari rannsókn, hver fyrirskipaði hana, og á hvaða lagaheimildum byggðist hún? Alþingismenn og ráðherrar rann- sakaðir Í hópi þeirra sem stunduðu nám í A-Þýskalandi voru alþingismenn og ráðherrar, sem 1991 voru virkir í stjórnmálum. Þeir hljóta því að hafa verið rannsakaðir af íslensku leyniþjónustunni. Í því ljósi eru upplýsingar Þórs enn alvarlegri. Þór Whitehead gefur tvennar heimildir fyrir pólitískum rannsóknum sem fram fóru eftir lok kalda stríðsins. Önnur var hægri hönd einstaklings sem Þór upplýsir að hafi stjórnað hinni „strangleynilegu öryggisþjón- ustu“. Hinn var skrifstofustjóri varnarmáladeildar undir lok kalda stríðsins, og síðar ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Þetta eru trúverðugar heimildir. Til hvers var þessi rannsókn gerð? Svavar Gestsson, Hjörleif- ur Guttormsson og fleiri úr röðum námsmanna austantjalds voru árum saman erfiðustu og hörðustu andstæðingar Sjálfstæð- isflokksins. Nærtækast er að forystumenn íhaldsins hafi fyrirskipað rannsóknina til að finna höggstað á þeim í stjórn- málabaráttu. Þór Whitehead segir hreint út að tilgangur rannsókn- arinnar hafi beinlínis verið að grafast fyrir um hvort einhver úr hópnum hafi gerst njósnari fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, STASI. Menn geta ímyndað sér hvernig skrímsladeild Sjálfstæðis- flokksins hefði notað slíkar upplýsingar, ef svo hefði verið. Andrés Magnússon hefur sett fram þá tilgátu í Blaðinu, að rannsóknin hafi verið gerð til að hreinsa Svavar Gestsson af ásökunum, og gera hann gjald- gengan sem sendiherra í Nató- ríkjum. Um það getum við ekki vitað, meðan ekki er upplýst af hálfu dómsmálaráðherra af hverju þessir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voru rannsakaðir eftir að kalda stríðinu lauk – þegar engin sjáanleg ástæða var til þess frá sjónarhóli innra öryggis ríkisins. Ráðherrar Alþýðuflokksins á þessum tíma – þar á meðal ég – vissu ekki af þessari rannsókn á forystumönnum Alþýðubanda- lagsins. Jón Baldvin var þó yfirmaður annars heimildar- mannsins allt fram til 1995. Það er því augljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist hafa beitt mikilli leynd til að láta rannsaka fortíð pólitískra andstæðinga sinna. Sé raunin sú, þá hafa valdamiklir stjórnmálamenn hugsanlega verið að misnota ríkið til að finna vopn, sem nota mætti í pólitískri baráttu. Hver fyrirskipaði rannsóknina sem Þór greinir frá? Af hverju svarar Björn Bjarnason ekki spurningum alþingismanna um hvort starfsemi af þessu tagi var í gangi eftir 1991? Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að leggja spilin á borðið til að hreinsa andrúmsloft- ið sem þögn hans skapar. Þögn Sjálfstæðisflokksins Hleranir Ég líka! Árni Páll Árnason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hélt því fram í Silfri Egils í gær að sími hans hefði verið hleraður. Ekki kemur það á óvart að hann skuli á þennan hátt koma gömlum vini sínum og mentor, Jóni Baldvini Hannibalssyni, svona til aðstoðar. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp að í afmælisveislu Árna Páls, sem haldin var í Iðnó fyrr á árinu, hélt Jón Baldvin hjartnæma ræðu um kosti afmælisdrengsins. Jafnframt hótaði Jón því að ef afmælisbarnið myndi ekki skella sér í pólitíkina þyrfti Jón sjálfur að huga að endurkomu. Það væri sem sagt enginn annar sem gæti fetað í spor Jóns Baldvins. En varla ég... Nú er nokkuð ljóst hverjir munu berjast um efstu sætin á listum flokkanna. Staða kvenna í þessum leiðtogasætum verður án efa umræðuefni jafnréttissinna, því útlit er fyrir að átta eða níu konur muni leiða einhvern af þessum þrjátíu listum, en hafa verður í huga að erfitt er að ganga fram hjá oddvitum lista þegar ráðherrasætum er úthlutað. Jafnrétti hjá Framsókn Því er spáð að framsóknarkonum muni vegna best og þrír listar af sex muni hafa konu sem oddvita. Líklegt er að vinstri grænar konur í oddvitasæti verði tvær. Samfylking gæti náð tveimur konum í oddvitastöðu, en ekki er ólíklegt að formaðurinn einn muni leiða lista. Ekki er heldur ótrúlegt að varaformaður Sjálfstæðisflokks verði eina kona þess flokks sem leiði lista. Þá eru frjálslyndir eftir og eina konan sem um er talað í þeim flokki er Margrét Sverrisdóttir, en það verður varla hægt að ganga framhjá henni aftur. svanborg@frettabladid.is UMRÆÐAN Nóbelsverðlaun Það er ekki oft sem Nóbelsnefndin norska kemur manni á óvart en það gerði hún svo sannarlega þegar tilkynnt var að Mohammad Yunus, prófessor frá Bangla- desh, og Grameeen-bankinn hlytu friðar- verðlaun Nóbels í ár. Með því að veita Grameen-hugmyndinni friðarnóbelinn í ár beinir valnefndin sjónum heimsbyggðarinnar að þeirri staðreynd að ein grundvallarforenda friðar og farsældar er efna- hagslegur jöfnuður og raunveruleg tækifæri fólks – ekki síst kvenna – til fjárhagslegs sjálfstæðis. Engin ný sannindi og óhætt að rifja upp í þessu sambandi hversu lengi íslenskar konur hafa átt í erfiðleikum með að fá bankalán til atvinnustarf- semi – þó það hvarfli ekki að mér að bera aðstæður þeirra að öðru leyti saman við aðstæður margra kvenna í Bangladesh. Grameen þýðir þorp eða landsbyggð á Bangla- málinu. Prófessor Yunus hefur með þessari ein- földu en snjöllu hugmynd tekist að rjúfa víta- hring fátæktar fyrir milljónir sveitakvenna á Indlandsskaganum. Í ár eru lántakendur hjá Grameen-bankanum 6,6 milljón talsins. 97% þeirra eru konur! Þegar þær taka lán hjá Grameen-bankan- um takast þær líka á hendur skuldbindingu um margs konar félagslega ábyrgð; t.d. að sjá til þess að fjölskyldur þeirra njóti ávaxta atvinnunnar; að gera við húsin sín við fyrsta tækifæri; að rækta grænmeti í bakgarðinum sínum; að reyna að takmarka barneignir; að koma börnum sínum til mennta; að vernda umhverfið; að nota kamra; að drekka aðeins vatn úr brunnum; að taka ekki við heimanmundi þegar synir þeirra kvænast; að gifta aldrei dætur sínar áður en þær verða fullorðnar; að koma fram við alla af virðingu; að ástunda samhjálp í þorpinu sínu. Eins og sjá má er Grameen-bankinn svo miklu meira en banki. Hann er leið fátækra kvenna til sjálfstæðis og frelsis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Banki sniðinn að þörfum ÞÓRUNN SVEINBJARN- ARDÓTTIR L ífskjör barna hafa verið allnokkuð í umræðunni undan- farnar vikur. Langur vinnudagur beggja foreldra sem leiðir til langrar dvalar barna utan heimilis er í brenni- depli og þykir mörgum mikið lagt á yngstu þegna sam- félagsins með allt upp í níu tíma vistun utan heimilis á dag, jafnvel hjá börnum innan við eins árs. Ljóst er að flest börn hefðu gott af því að fá að vera meira heima hjá sér og þar af leiðandi í meiri samvistum við foreldra sína en raunin er í dag. Þau sjónarmið hafa verið áberandi að gera eigi foreldrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum en fæð- ingarorlof miðast nú við. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja til að foreldrum séu greidd laun fyrir að vera heima fram að skólaaldri barna sinna. Í þessari umræðu gleymist að hér á landi er litið á leikskólann sem fyrsta skólastigið, jafnvel þótt ekki sé skólaskylda í leikskól- um. Horft er framhjá þeirri miklu menntun sem barnið fær í leik- skólanum og fengi aldrei nema að hluta heima við. Annað sem horft er framhjá í þessari umræðu er að það sam- ræmist á engan hátt kröfu flests nútímafólks um lífsgæði að eiga sér ekki starfsferil utan heimilis, vinnustað og samstarfsfólk. Þetta var veruleiki meirihluta kvenna í áratugi og fáar konur hafa áhuga á að snúa aftur til þess fyrirkomulags. Ljóst er að leiðin til úrbóta er ekki að snúa við til þess tíma þegar konur voru heima að gæta barna og hugsa um heimilið meðan karlar öfluðu tekna til fram- færslu. Slík umræða er ekki í takti við það samfélag sem við byggj- um í dag. Hitt er annað að dagleg fjarvera barna frá heimilum er löng og ströng og mörgum þeirra erfið þótt öðrum gangi betur að takast á við þennan hvunndag. Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftir því sem börn njóta meiri samvista við foreldra sína, því betri árangri ná þau í námi. Sömu- leiðis hafa börn sem njóta mikilla samvista við foreldra sterkari sjálfsmynd en þau sem minni samvista njóta og leiðast síður út í neyslu fíkniefna. Það er því ljóst að til mikils er að vinna. Það er vissulega íhugunarefni að meðan einn maður vann fyrir þörfum heimilisins í nálægt 50 stundir á viku, og stundum lengur, fyrir hálfri öld eða svo, þá vinna hjón í dag í flestum tilvikum tals- vert meira 80 stundir samanlagt á viku til að framfleyta heimilum sem eru að meðaltali fámennari en þá. Hér á landi stöndum við langt að baki nágrannalöndum okkar þegar kemur að lengd vinnuviku. Stytting vinnuviku beggja for- eldra er eitt afdráttarlausasta skrefið sem hægt er að stíga í þá átt að bæta kjör barna á Íslandi og ætti þess vegna að vera eitt helsta baráttumál foreldra í landinu. Lífskjör margra barna á Íslandi eru erfið. Styttri vinnudag- ur skiptir sköpum STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Ljóst er að leiðin til úrbóta er ekki að snúa við til þess tíma þegar konur voru heima að gæta barna og hugsa um heimilið meðan karlar öfluðu tekna til framfærslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.