Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 16. október 2006 27
r
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
��������������������������������������������������������������� ��������������
���������������������������������������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
����� ��������������������
��������������������������
�����������������������������������������
Nýtt leikhús í Kaup-
mannahöfn hugðist á
dögunum frumsýna verk
sem helgað er danska
rithöfundinum Dan Tur-
èll. Var mikill spenning-
ur fyrir verkinu enda
Dan eða Onkel Danny
eins og hann var kallað-
ur þjóðsagnapersóna í
dönsku menningarlífi í
hartnær tvo áratugi, sér-
kennileg blanda af pönk-
ara, róttæklingi og
alþýðulistamanni.
Nú hefur frumsýn-
ingunni verið aflýst
vegna ósamkomulags
um brunavarnir en vonir
standa til um að það
komist í lag eftir nokkr-
ar vikur. Vísar leikhús-
stjórn á borgaryfirvöld
og öfugt.
Dan Turèll kom mörg-
um sinnum hingað til
lands og dvaldi hér í
nokkurn tíma í hvert
sinn.
Hann var áberandi á
götum Reykjavíkur þar
sem hann skálmaði um
svartklæddur og krúnu-
rakaður með svartlakk-
aðar neglur. Hann bland-
aði auðveldlega geði við
fólk og eignaðist hér
vini marga vini. Hann
lést árið 1993.
- pbb
Bágar brunavarnir
DANNI FRÆNDI
Frumsýningu á
leikriti um lífshlaup
hans var aflýst vegna
bágra brunavarna.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
OKTÓBER
13 14 15 16 17 18 19
Mánudagur
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Listasafn Reykjavíkur
stendur fyrir sýningunni Pakkhús
postulanna í Hafnarhúsinu. Þar
sýna ellefu listamenn, sem allir eru
fæddir eftir 1968 verk af ýmsum
toga. Sýningarstjórar eru Daníel Karl
Björnsson og Huginn Arason.
10.00 Myndlistarkonan Þórdís
Aðalsteinsdóttir sýnir verk
sín í Listasafni Reykjavíkur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin ber
yfirskriftina Því heyrist þó hvíslað
að einhverjir muni komast af og
geymir málverk og vídeóverk.
11.00 Yfirlitssýningin Málverkið
eftir 1980 stendur yfir í Listasafni
Íslands við Fríkirkjuveg. Fimmtíu
og sex íslenskir myndlistarmenn eiga
verk á sýningunni sem spannar 25
ára tímabil í íslenskri listasögu sem
markast af innreið nýja málverks-
ins í upphafi níunda áratugarins.
Sýningarstjórar eru dr. Halldór
Björn Runólfsson og Laufey
Helgadóttir.
11.00 Yfirlitssýningin á verkum
Valgerðar Hauksdóttir grafíklista-
manns stendur yfir í menningarmið-
stöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði.
Sýningin stendur til 30. október en
hún er opin milli kl. 11-17.
11.00 Í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi gefur að líta sýningu
á afrískum minjagripum sem
mannfræðingurinn Ólöf Gerður
Sigfúsdóttir hefur tekið saman.
Þar stendur einnig yfir sýning á ljós-
myndum Ara Sigvaldasonar.
12.00 Í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur má sjá verk pólska
ljósmyndarans Chris Niedenthal
sem skrásetja sögu heimalands hans
á árunum 1969-1989. Sýningunni
lýkur 19. nóvember.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
LEIKLIST
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
Skoppa og Skrítla
Þjóðleikhúsið
Höfundar Hrefna Hallgrímsdóttir
og leikhópurinn / Leikarar Linda
Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir
og Katrín Þorvaldsdóttir / Leikmynd
og búningar / Katrín Þorvaldsdóttir
/ Tónlist Hallur Ingólfsson / Lýsing
Ásmundur Karlsson / Leikstjóri Þór-
hallur Sigurðsson.
Skoppa og Skrítla er sýning fyrir
börn frá níu mánaða aldri – og
auðvitað löngu tímabært að leik-
húsin ali upp framtíðaráhorfend-
ur, því lengi býr að fyrstu gerð.
Ég ætla að leyfa mér að vera dálít-
ið persónuleg í því samhengi til að
undirstrika mikilvægi sýninga af
þessu tagi. Ég byrjaði að fara í
leikhús með dætur mínar þegar
þær voru átján mánaða, fyrst
barnasýningar og söngleiki og
þyngdi svo smám saman róður-
inn. Þar lærðu þær margt um það
að vera manneskja – sem aftur
sparaði mér mikil ræðuhöld. Í dag
er leikhúsið eins sjálfsagður og
eðlilegur hluti í lífi þeirra og kvik-
myndahús – og færir þeim ómælda
ánægju.
Skoppa og Skrítla í Þjóðleik-
húsinu er býsna skemmtileg sýn-
ing sem snýst um það að kynna þá
merkilegu kúnst leiklistina fyrir
yngstu áhorfendunum og sýna
þeim galdrana sem hægt er að
beita til að koma sögu á framfæri.
Þær leika kött og ljón og fíl og
kóng og drottningu, svo eitthvað
sé nefnt – og með því einu að
skipta um höfuðfat. Snara upp
brúðuleikhúsi og skuggamynda-
sýningu, fá síðan krakkana upp á
svið, setja á þau hatta til að setja
þau í hlutverk og syngja með
þeim. Inn á milli atriða er farið í
litaleik og stafaleik – en sá stafa-
leikur er tengdur Lúsí, vinkonu
þeirra, sem býr í kassa. En Lúsí er
ekki heima og það er nokkur fyrir-
höfn að hafa upp á henni. Krefst
enn eins leikhússgaldursins.
Í hlutverkum Skoppu og Skrítlu
eru Linda Ásgeirsdótir og Hrefna
Hallgrímsdóttir. Þær eru alveg
bráðskemmtilegar frá byrjun –
taka á móti krökkunum um leið og
þau koma í húsið. Þar ganga þær á
milli krakkanna og spjalla við þá
á rólegum og eðlilegum nótum.
Enda var ekki eitt einasta barn
hrætt við þær. Eftir að hafa leitt
börnin upp á leikhúsloftið hefst
leikurinn og það má segja að þær
leiki fremur við börnin en að leika
fyrir þau. Þótt sýningin sé fjörleg
er hún á mjög svo tempruðum
nótum og virkilega öguð. Það er
ljóst að leikstjóri hennar álítur
ekki að ærsl og hamagang þurfi
til að halda athygli barnanna.
Umgjörð sýningarinnar er mjög
svo skemmtileg; marglit fiðrildi í
lofti og fyrir ofan lýsing sem
breytist í stjörnur, tungl, bláan
kulda og græna rigningu. Þar
fyrir utan er leikmyndin að mestu
byggð á þeim leikmunum sem
notaðir eru í sýningunni. Búning-
ar eru litríkir og sniðuglega hann-
aðir, undirstrika að Skoppa og
Skrítla eru ævintýrapersónur.
Skoppa og Skrítla í Þjóðleikhús-
inu er heillandi og ævintýraleg
sýning sem foreldrar ungra barna
ættu ekki að láta krílin missa af.
Galdrar leikhússins
LEIKHÚSGALDRAR FYRIR YNGSTU
KYNSLÓÐINA „Heillandi og ævintýra-
leg sýning.“
Heilræðavísur Hallgríms Péturs-
sonar hafa löngum reynst íslensk-
um börnum gott veganesti og
eiga víst enn við. Bókafélagið
Ugla hefur nú gefið út vísurnar í
litríkri útgáfu með myndskreyt-
ingum Önnu Þóru Árnadóttur.
Erindin níu, sem hefjast á
hinum kunnuglegu orðum
„Ungum er það allra best“ voru
fyrst prentuð árið 1759, þá undir
yfirskriftinni Heilræði, í svoköll-
uðu Hallgrímskveri þar sem
ýmsum kvæðum og sálmum Hall-
gríms var safnað saman í eina
bók. Síðan þá hafa Heilræðavís-
urnar verið prentaðar í ýmsum
útgáfum meðal annars í Skóla-
ljóðunum og í Sálmasafni Sigur-
björns Einarssonar.
Heilræði voru vinsæl yrkis-
efni fyrr á öldum þar sem menn
vegsömuðu dyggðir líkt og gert
var í nýlatneskum og klassískum
kveðskap. Hallgrímur orti fleiri
kvæði í líkum anda en Heilræða-
vísur hans eru þekktustu ljóð
sinnar tegundar hér á landi. - khh
Viskan veitt
UNGUM ER ÞAÐ ALLRA BEST Að glugga
reglulega í kveðskap Hallgríms Péturs-
sonar.