Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 72
32 16. október 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is > Kristján skrifar undir nýjan samning Markvörðurinn knái Kristján Finnbogason er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við KR. Kristján var að íhuga að leggja hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil en hefur nú snúist hugur. Gengið var frá samningnum um helgina en samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir næsta sumar. „Maður byrjar bara á einu tímabili og sér svo til,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. Kristján er þrjátíu og fimm ára gamall og hefur verið einn besti markvörður þjóðarinnar síðustu ár. Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson hefur farið gríðarlega vel af stað með nýja félaginu sínu ToPo Helsinki. Logi er búinn að leika þrjá leiki með liðinu og skora í þeim 77 stig, eða 25,7 stig að meðaltali. Stjórnarmenn félagsins eru svo ánægðir með Loga að þeir segjast vera tilbúnir að bjóða honum nýjan samning en ekki er nema rúm vika síðan Logi skrifaði undir samning við félagið sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Það var gott hljóð í Loga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Byrjunin er búin að vera bara mjög fín og ég er mjög ánægður með þetta. Ég var staðráðinn í að standa mig en þetta er bara rétt að byrja, það eru enn 40 leikir eftir af tímabilinu,“ sagði Logi en finnska deildin þykir nokkuð sterk á evrópskan mælikvarða. „Þetta er tvímælalaust betri deild en sú sem ég lék í í fyrra, sem var önnur deildin í Þýskalandi.“ Allir leikir Loga hingað til með ToPo hafa verið á útivelli en á miðvikudaginn leikur Logi sinn fyrsta heimaleik með liðinu. „Formaður ToPo er búinn að gefa íslenska sendiráðinu í Helsinki 30 eða 40 miða fyrir leikinn á miðvikudaginn og það mætir vonandi fullt af Íslendingum á leikinn. Þessi klúbbur er eitt af þeim þremur stærstu í Finnlandi. Það er góð umgjörð í kringum leikina og það er líka vel mætt á þá. Körfuboltinn er mjög vinsæll hérna en íshokkí er langvinsælasta íþróttin í Finnlandi,“ sagði Logi en Falur Harðarson lék með ToPo um tíma árið 2000. Þjálfari ToPo er aðstoðarlandsliðsþjálfari finnska landsliðsins og tók eftir Loga þegar Íslendingar léku gegn Finnum. „Stjórnarmennirnir eru það ánægðir með mig að þeir eru strax farnir að tala um nýjan samning áður en ég er búinn að spila einn heimaleik. Þeir vilja að ég skrifi undir stærri og lengri samning og eru búnir að hafa samband við umboðsmanninn minn. Ég sagði nú við þá að ég vildi bíða aðeins og sjá hvað gerist á næstu vikum. Ég er ekki ennþá kominn með íbúð, ég bý enn á hóteli,“ sagði Logi, sem er með samning við ToPo út leiktíðina. LOGI GUNNARSSON: HEFUR FARIÐ VEL AF STAÐ MEÐ FINNSKA LIÐINU TOPO OG YFIRMENN ÞAR Á BÆ ERU YFIR SIG HRIFNIR Tilbúnir að bjóða honum nýjan samning LIÐ ÁRSINS Hér má sjá lið ársins í Landsbankadeild kvenna. MARKAHÆSTU STELPURNAR Þessar stelpur skoruðu samtals 79 mörk í Landsbankadeild kvenna í sumar. EFNILEGASTI LEIKMAÐURINN Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, var valinn efnilegasti leikmaðurinn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LIÐ ÁRSINS Hér er lið ársins í Lands- bankadeild karla. BESTA OG EFNILEGASTA FÓLKIÐ Hér eru Viktor, Margrét, Guðný og Birkir með sínar viðurkenningar. BESTI DÓMARINN Garðar Örn Hinriks- son var valinn besti dómarinn í sumar. FÓTBOLTI Lokahóf Knattspyrnu- sambands Íslands var haldið á laugardagskvöldið og þar var mikið um dýrðir. Eins og venju- lega voru veittar viðurkenningar fyrir afrek sumarsins. Besti leik- maður Landsbankadeildar karla var valinn Viktor Bjarki Arnar- son og besti leikmaðurinn hjá konunum var Margrét Lára Viðarsdóttir. Efnilegustu leik- menn Íslandsmótsins fengu einn- ig viðurkenningu og það voru Valsmennirnir Birkir Már Sæv- arsson og Guðný Björk Óðins- dóttir. Einnig voru valin lið ársins bæði í Landsbankadeild karla og kvenna. Lið ársins er þannig skip- að að markvörður er Daði Lárus- son (FH), varnarmenn eru Birkir Már Sævarsson (Val), Ármann Smári Björnsson (FH) og Gunn- laugur Jónsson (KR), á miðjunni eru Sigurvin Ólafsson (FH), Jónas Guðni Sævarsson (Kefla- vík), Pálmi Rafn Pálmason (Val) og Viktor Bjarki Arnarson (Vík- ingi) og í framlínunni eru Björ- gólfur Takefusa (KR), Marel Baldvinsson (Breiðabliki) og Tryggvi Guðmundsson (FH). Þjálfari ársins hjá körlunum er Teitur Þórðarson (KR). Lið ársins hjá konunum er þannig skipað að í markinu er Þóra B. Helgadóttir (Breiðabliki), varnarmenn eru Ásta Árnadóttir (Val), Ólína G. Viðarsdóttir (Breiðabliki) og Guðný B. Óðins- dóttir (Val), miðjumenn eru Erna B. Sigurðardóttir (Breiðablik), Hólmfríður Magnúsdóttir (KR), Katrín Jónsdóttir (Val), Katrín Ómarsdóttir (KR) og Rakel Loga- dóttir (Val), í framlínunni eru svo Margrét L. Viðarsdóttir (Val) og Nína B. Kristinsdóttir (Keflavík). Þjálfari ársins hjá konunum er Elísabet Gunnarsdóttir (Val). Markahæstu leikmenn mót- anna voru Marel Baldvinsson hjá Breiðabliki, en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum, og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val sem skoraði 34 mörk í fjórtán leikjum. Stuðningsmenn Skagamanna fengu verðlaun fyrir stuðning sinn í sumar og Jónas Guðni Sævarsson, Keflvíkingur, og Ásta Árnadóttir hjá Val fengu Hátt- vísiverðlaun Mastercard. Garðar Örn Hinriksson fékk einnig við- urkenningu sem besti dómari Íslandsmótsins. - dsd Mikið var um dýrðir á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands: Viktor Bjarki og Margrét Lára best FÓTBOLTI Þrír leikmenn ÍA hafa skrifað undir nýja samninga við félagið. Leikmennirnir sem um ræðir eru Ellert Jón Björnsson, Páll Gísli Jónsson og Heimir Einarsson. Heimir gerði þriggja ára samning við félagið en þeir Ellert Jón og Páll Gísli gerðu tveggja ára samning. Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, hefur sagt að félagið muni reyna að halda þeim leikmönnum sem fyrir eru hjá félaginu áður en svipast verður um eftir nýjum leikmönnum. Fréttablaðið sagði frá því á dögunum að Igor Pesic myndi ganga í raðir Fram og enn er spurningarmerki hvað Hafþór Ægir Vilhjálmsson gerir. - dsd Íþróttabandalag Akraness: Þrír leikmenn framlengja HANDBOLTI „Miðað við gang leiks- ins get ég ekki verið annað en sáttur við þessi úrslit. Við vorum hörmulegir í fyrri hálfleik og getum þakkað fyrir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálf- ari Akureyrar, eftir að liðið náði jafntefli gegn Haukum 34-34 í gær. Haukar voru yfir á heima- velli sínum nánast allan leikinn en gestirnir náðu aldrei forystunni. „Við töluðum um það í hálfleik að við yrðum að rífa okkur upp og ég get hrósað mínum mönnum fyrir að hafa náð að koma til baka. Hins vegar hefði ég viljað að við hefð- um spilað almennilegan handbolta í þessum leik. Ég er alls ekki sátt- ur við það hvernig við spiluðum en baráttan skilaði okkur einu stigi,“ sagði Rúnar en sóknarleik- urinn var í aðalhlutverki í þessum leik í gær. Þegar fyrri hálfleikurinn var tæplega hálfnaður var staðan jöfn 7-7 en þá náðu Haukar ákveðnum völdum á vellinum og náðu mest sex marka forskoti í síðari hálf- leik. Lengi vel leit út fyrir að sigur Hauka yrði nokkuð öruggur og myndi ekki lenda í neinni umtals- verðri hættu. Akureyringar gáfust þó ekki upp og hægt og bítandi tókst þeim að jafna metin. Mikil spenna var undir lokin. Jafnræði var með liðunum á lokamínútun- um, Andri Snær Stefánsson jafn- aði fyrir Akureyri 34-34 þegar 45 sekúndur voru eftir. Á síðustu sekúndunum var mikil barátta og tveir leikmenn Akureyrar fengu brottvísun, annar með rautt spjald en það var Rúnar Sigtryggson. Hjá Haukum fékk Andri Stefán rauða spjaldið. „Það voru mikil læti þarna undir lokin og ég átti fyllilega skilið að fá rautt spjald. Þetta voru ungir dómarar og þeir misstu aðeins tökin á þessu. Þeir gáfu vitlausum manni rautt spjald og þannig byrj- aði þetta,“ sagði Rúnar. Í síðustu sókn leiksins fékk Samúel Ívar Árnason færi til að tryggja Haukum sigurinn en Sveinbjörn Pétursson, ungur markvörður gestaliðsins, varði vel og sá til þess að annað stigið fór norður. Bæði Haukar og Akureyri hafa nú þrjú stig eftir þrjár umferðir en vildu líklega hafa þau aðeins fleiri. „Ég er ekki alveg sáttur við byrjunina á þessu móti hjá okkur. Við spiluðum færri æfingaleiki fyrir mót og erum í verri leikæf- ingu en önnur lið. Þetta á samt allt eftir að koma,“ sagði Rúnar. Liðin eru nú jöfn að stigum þegar þrjár umferðir eru búnar af deildinni, bæði með þrjú stig. HK sitja í efsta sæti deildarinnar með fimm stig en Valur og Fylkir eru báðir með fjögur stig. Bæði liðin hafa nú þrjú stig eftir þrjá leiki í deildinni. HK eru eftir með fimm stig á eftir þeim koma Valur og Fylkir með fjögur stig. elvargeir@frettabladid.is Akureyri náði jafntefli Akureyri náði jafntefli gegn Haukum á Ásvöllum í DHL-deild karla í gær. Haukar voru yfir nánast allan leikinn en Akureyri náði aldrei forystunni. Liðin eru því jöfn að stigum eftir þrjá leiki, bæði með þrjú stig. ÁRNI SIGTRYGGSSON Reynir hér að finna leið í gegnum vörn Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÖRÐ BARÁTTA Það var hart barist á Ásvöllum í dag og ekkert var gefið eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, vill ólmur fá vængmanninn Franck Ribery til félagsins. Ribery er 23 ára og var hann orðaður við Arsenal í sumar en á endanum ákvað hann að vera áfram í herbúðum Marseille. Bruno Heidersheid, umboðsmaður leikmannsins, sagði í samtali við News of the World að hann væri mjög áhugasamur að fá Ribery á næsta ári. Ribery sló í gegn á heims- meistaramótinu í sumar þar sem hann var í lykilhlutverki í franska landsliðinu. „Franck er mjög hrifinn af leikstíl Arsenal og þá er Thierry Henry náinn vinur hans,“ sagði Heiderscheid. Ribery er oft nefndur sem hugsanlegur arftaki Zinedines Zidane hjá franska landsliðinu. Arsene Wenger hefur verið duglegur að kaupa franska leikmenn á sínum ferli og margir hafa gagnrýnt hann fyrir að tefla fram fáum ensku leikmönnum í Arsenal. - egm Leikmannamál Arsenal: Arsene Wenger vill Ribery RIBERY Fór á kostum á HM í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.