Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2
2 16. október 2006 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS RED SKY OG BARKASÖNGVAR- ARNIR TRACY BROWN OG KENDRA TAGOONA Í SALNUM Dansævintýrið Söngur hreindýranna eftir Tomson Highway og Rick Sacks í flutningi Red Sky. Barkasöngur, trommudans, ayaya- söngur og ýmsir aldagamlir leikir forfeðranna í flutningi barkasöngvaranna Tracy Brown og Kendra Tagoona. Lifandi og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna! Miðvikudaginn 18. október kl. 20 Fimmtudaginn 19. október kl. 20 Miðasala og nánari upplýsingar á www.salurinn.is og í síma 5 700 400 A P a lm an n at e n g sl / H 2 h ö n n u n SJÁVARÚTVEGUR Hvalveiðiskipið Hvalur 9 er tilbúið og í startholunum, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Hann segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hvort eða hvenær skipið færi til veiða. „Við ætlum að prófa vélarnar í vikunni. En svo verðum við bara að sjá til eftir helgina hvernig þetta verður.“ Kristján segir að búið sé að manna skipið að mestu og því sé hægt að fara út til veiða með skömmum fyrirvara. „Við erum með nógu marga menn tilbúna til að hlaupa inn ef eitthvað gerist á næstunni.“ Kristján segir Hvalstöðina í Hvalfirði vera komna í starfhæft ástand þó hún sé ekki orðin alveg hundrað prósent. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að ákvörðun um heimild til hvalveiða liggi enn ekki fyrir. „ Það eina sem ég get sagt er að þessi helgi hefur liðið án nokkurra ákvarðana. En maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvalveiðar eru auðvitað á dagskránni eins og ég hef alltaf sagt. En ákvörðunin er ekki komin.“ Einar vildi ekki segja til um hvenær niðurstöðu í málinu væri að vænta. - þsj Hvalstöðin í Hvalfirði er orðin starfhæf og vélar Hvals 9 verða prófaðar í vikunni: Að mestu búið að manna skipið HVALUR 9 Til stendur að prófa vélar skipsins í vikunni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær veiðar hefjast að nýju. BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamenn verða orðnir þrjú hundruð milljón talsins á morgun. Samkvæmt spá manntalsskrifstofunnar þar í landi, sem gerir ráð fyrir einum nýjum Bandaríkjamanni á ellefu sekúndna fresti, mun sá þrjú hundruð milljónasti birtast um hádegi á morgun að íslenskum tíma. Áfanganum hefur verið misvel tekið. Umhverfissinnar segja enga ástæðu til að fagna honum því auðlindir landsins séu takmarkaðar og með aukinni fjölgun fái hver landsmaður minni skerf af kökunni. Til samanburðar má geta að íbúar Evrópu eru rúmar sjö hundruð milljónir. - sþs Mannfjöldaáfangi vestra: Íbúarnir orðnir 300 milljónir SÁ 200 MILLJÓNASTI Robert K. Woo er tvö hundruð milljónasti Bandaríkjamað- urinn. Hann er fæddur árið 1967. AFGANISTAN, AP Ítölskum fréttaljós- myndara og aðstoðarmanni hans var rænt í Afganistan á laugardag. Að sögn vitna var maðurinn, Gabriello Torsello, á leið til borgarinnar Kandahar ásamt afgönskum túlki þegar fimm vopnaðir menn réðust á bíl þeirra og tóku þá höndum. Talsmaður talíbana í Suður-Afganistan segir hermenn hreyfingarinnar ekki tengjast mannráninu. Fyrir viku voru tveir þýskir blaðamenn myrtir í norðurhluta Afganistan. Þeir eru fyrstu erlendu blaðamennirnir sem eru myrtir í landinu síðan 2001. - sþs Mannrán í Afganistan: Ítölskum ljós- myndara rænt GABRIELLO TORSELLO Tekinn á 160 km hraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann á þrítugsaldri á 160 kíló- metra hraða á laugardagskvöld. Hann má búast við sviptingu ökuréttinda og fær auk þess háa fjársekt fyrir athæfið. LÖGREGLUFRÉTTIR Mæla með ákæru Ísraelska lögreglan hefur lagt til að Moshe Katsav, forseti Ísraels, verði ákærður fyrir nauðgun. Katsav er sagður hafa þvingað fyrrum starfs- mann sinn til samræðis fyrr á árinu. ÍSRAEL VARNARMÁL Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, sagði í Silfri Egils í gær að hann hefði orðið þess áskynja á vormánuðum 1995 og honum gert viðvart um að það væri fylgst með honum og þá væntanlega með sím- hlerunum. „Ég get sagt að mér var gert viðvart á vormánuðum 1995 um að það væri fylgst með mér. Það kom mér ekkert sérstaklega á óvart. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir því að fylgst væri með mönnum eins og mér sem var starfandi á varn- armálaskrifstofunni og var að fara til starfa hjá Atlantshafsbandalag- inu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir að sér hafi tví- vegis verið gert viðvart. Fyrsta viðvörunin hafi orðið til þess að hann hafi gætt orða sinna en síðan hafi komið að því að hann hafi talað „aðeins ógætilega um þetta mál í síma og þá var aftur haft samband við mig og ítrekað við mig að ég ætti að taka þetta alvar- lega. Þetta get ég sagt og meira get ég ekki sagt,“ segir hann. Árni Páll segir að það hafi verið Íslendingur sem hafi tilkynnt honum að fylgst væri með honum en vill ekki segja neitt meira um það. „Ég veit ekki hver var að hlera mig, mér var aldrei sagt það,“ sagði hann og bætti jafn- framt við að mönnum væri hér hegnt fyrir það eitt að skrifa smá- sögur. Árni Páll segir að auðvitað sé öryggiseftirlit í landinu og ýmis rök séu fyrir því „sem Björn Bjarnason hefur sagt, að við eigum að byggja upp leyniþjónustustarf- semi í landinu til lengri tíma litið.“ Árni Páll hvetur til hreinskiptni og heiðarleika gagnvart fortíð- inni. Fulltrúar Íslendinga hafa verið í Bandaríkjunum að undanförnu að ganga frá ýmsum óhnýttum endum í tengslum við varnarmál þjóðanna. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að í Washington-viðræðunum hafi verið tryggð snurðulaus samskipti milli lögregluyfirvalda Íslendinga og Bandaríkjamanna og Landhelg- isgæslunnar og bandarísku strand- gæslunnar. „Að því er hana varðar lítum við sérstaklega til stöðvar gæslunnar í Boston vegna aðgerða á Norður-Atlantshafi og einnig til samstarfs við Kanadamenn og Breta,“ segir hann og bætir við að tengsl Íslendinga við herstjórnina í Stuttgart yrðu á vegum utanrík- isráðuneytisins. ghs@frettabladid.is Segir símann sinn hafa verið hleraðan Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, var varaður við því að sími hans væri hleraður vorið 1995 og tók hann tillit til þess. Þegar hann talaði „aðeins ógætilega“ nokkru síðar var hann aftur varaður við. KOM EKKI Á ÓVART Fyrrverandi starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason hdl., segist hafa orðið þess áskynja og verið varaður við því árið 1995 að fylgst væri með honum og sími hans hugsanlega hleraður. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart. SPÁNN, AP Skemmdarvargar brutust inn í þrjú minkabú í norðausturhluta Spánar á laugar- dag og létu yfir fimmtán þúsund minka lausa úr búrum sínum. Lögregla telur líklegt að þrjótarnir séu herskáir dýraverndunarsinnar. Eigandi eins minkabúsins segir flesta þeirra minka sem sluppu munu drepast úr hungri á næstu dögum þar sem þeir kunni ekki að veiða sér til matar. Því hafi dýrunum enginn greiði verið gerður með því að sleppa þeim. - sþs Skemmdarverk á Spáni: Mörg þúsund minkar á flótta Skrá Afgana Yfirvöld í Pakistan eru í fyrsta sinn byrjuð að skrá alla Afgana sem búa í landinu. Tilgangur herferðarinnar er að hafa auga með þeim mikla fjölda afganskra flóttamanna sem býr í Pakistan. PAKISTAN Sigurjón, á þá að bólusetja ungmennin með veikari útgáf- um af vímuefnum? „Nei, það á að bólusetja þau með skilaboðunum að þau verði ekki hörð og rík af vímuefnum, heldur blönk og slöpp.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi að mikilvægt væri að bólusetja ungmenni gegn löngun í vímuefni. UMHVERFISMÁL Landvernd telur að í breytingartillögu á svæðisskipu- lagi miðhálendis Íslands sem samvinnunefnd um framtíð svæðisins hefur sett fram sé gert ráð fyrir því að reist verði afþreyingarhótel í nágrenni Langjökuls. Samtökin segja slíka breytingu á skipulaginu afar óheppilega nú þegar að allt útlit sé fyrir að samvinnunefndin verði lögð niður og stefnumörkun miðhálendisins færð undir umhverfisráðherra. Landvernd vill að hálendið verði gert að griðasvæði og telur að áform um hótel á miðhálendinu yrðu afar umdeild. - þsj Landvernd: Mótmælir hálendishóteli VARNARLIÐSSVÆÐIÐ Hlutafélag um framtíðarþróun varnarsvæðisins á Reykjanesi verður stofnað á næstu dögum og hafa sveitarfé- lögin tilnefnt sinn fulltrúa í stjórn félagsins að ósk ríkisins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur verið skip- aður einn af þremur fulltrúum í stjórn félagsins og er Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, varamaður hans. Óánægja er meðal sveitarstjórn- armanna á Reykjanesi með að fá aðeins einn aðalfulltrúa í stjórn- ina. „Sveitarfélögin höfðu talið æskilegt að eiga fleiri fulltrúar í stjórninni en það er kannski erfitt þegar þetta er bara þriggja manna stjórn,“ segir Árni. Verið er að ganga frá stofnun hlutafélagsins á næstu dögum og skipa í stjórnina en Árni segir ekki vitað hvert nafn félagsins verður. Hlutverk hlutafélagsins er að sinna hreinsun svæðisins, viðhaldi mannvirkja og undirbúningi að leigu eða sölu fasteigna á svæð- inu. Árni segir að fjöldi manna hafi sýnt verkefni áhuga, til dæmis fyrirtæki sem velti fyrir sér að flytja starfsemi sína á þetta svæði. „Það eru margir að velta vöng- um,“ segir hann. - ghs Hlutafélag um framtíðarþróun varnarsvæðisins í undirbúningi: Fyrirtæki sýna svæðinu áhuga SINNIR FRAMTÍÐARÞRÓUN Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, verður í stjórn hlutafélags um framtíðarþróun varnarsvæðisins. „Það eru margir að velta vöngum,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.