Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 74
34 16. október 2006 MÁNUDAGUR
DHL-deild karla
HAUKAR-AKUREYRI 34-34
Mörk Hauka (skot): Kári Kristján Kristjánsson 7
(8), Samúel Ívar Árnason 6 (10), Árni Þór Sig-
tryggsson 6 (11), Guðmundur Pedersen 5/2 (7/2),
Gísli Jón Þórisson 4 (6), Andri Stefan 4 (6), Freyr
Brynjarsson 2 (2)
Varin skot: Magnús Sigmundsson 15.
Hraðaupphlaup: 5 (Samúel 3, Freyr, Árni)
Fiskuð víti: 2 (Arnar Pétursson, Kári)
Utan vallar: 8 mínútur
Mörk Akureyrar (skot): Nikolaj Jankovic 7 (11),
Goran Gusic 7/5 (11/6), Magnús Stefánsson 6
(10), Þorvaldur Þorvaldsson 3 (3), Hörður Fannar
Sigfússon 3 (3), Alex Kuzmins 3 (4), Heiðar Þór
Aðalsteinsson 3 (5), Aigor Lazdins 2 (2), Andri
Snær Stefánsson 1 (1), Ásbjörn Friðriksson 1 (1).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 11.
Hraðaupphlaup: 2 (Jankovic, Þorvaldur)
Fiskuð víti: 6 (Hörður Fannar 2, Lazdins, Kuzminz,
Gusic, Magnús)
Utan vallar: 10 mínútur
ÍR-FYLKIR 26-28
Mörk ÍR: Davíð Georgsson 8/4 (12/5), Ragnar
Helgason 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 4 (10),
Ólafur Sigurgeirsson 2 (6), Ivan 2 (5), Jón H.
Gunnarsson 2 (2), Brynjar Steinsson 1 (7), Ívar
Ingólfsson 0 (1).
Varin skot: Guðmundur 10, Lárus Ólafsson 2/1.
Fiskuð víti: 5 (Ragnar, Ólafur, Björgvin, Jón, Brynj-
ar).
Utan vallar: 4 mín. (Ívar, Davíð).
Mörk Fylkis: Vladimir Duric 7 (8), Eymar Kruger
7/1 (15/2), Arnar Þór Sæþórsson 3 (3), Brynjar Þ.
Hauksson 2 (2), Þórir Júlíusson 2 (3),Hreinn Þór
Hauksson 2 (2), Ingólfur Axelsson 2 (2), Guðlaug-
ur Arnarson 1 (1), Ásbjörn Stefánsson 1 (4), Ívar
Grétarsson 1 (3).
Varin skot: Hlynur Morthens 12/1.
Fiskuð víti: 2 (Arnar 2).
Utan vallar: 12 mín. (Arnar, Guðlaugur, Þórir,
Ásbjörn, Ívar, Guðmundur).
DHL-deild kvenna
FH-FRAM 23-23
Evrópukeppni kvenna
CORNEXI ALCOA-HAUKAR 22-22
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 12, Erna Þráins-
dóttir 4, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Nína K. Björns-
dóttir 2
Varin skot: Helga Torfadóttir 17.
Meistarakeppni KKÍ
NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 87-76
Stig Njarðvíkur: Jeb Ivy 25, Friðrik Stefánsson 18,
Brenton Birmingham 18, Egill Jónasson 11, Guð-
mundur Jónsson 10, Halldór Karlsson 5.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergson 25, Steven
Thomas 22, Páll Kristinsson 16, Adom Adarmboe
8.
Þetta var í sjöunda sinn sem Njarðvík fagnar sigri
í Meistarakeppni KKÍ en félagið hefur níu sinnum
tekið þátt í þessari keppni. Leikmenn liðanna hittu
18 þriggja stiga körfum og tróðu fjórum sinnum.
HAUKAR-ÍS 70-48
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 18, Kristrún Sig-
urjónsdóttir 12, Unnur Tara Jónsdóttir 8, Istoma
Ikonto 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8, Bára Fanney
Hálfdanardóttir 6, Sara Pálmadóttir 2, Hanna
Hálfdanardóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundardóttir
2, Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 2, Guðrún Ósk
Ámundardóttir 2.
Stig ÍS: Lovísa Guðmundsdóttir 13, Hafdís Helga-
dóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 8, Helga Jónasdóttir
8, Tinna Björk Sigmundsdóttir 8, Kristjana Björk
Magnúsdóttir 2.
Þetta var í fyrsta skiptið sem Haukar sigra en félag-
ið hefur þrisvar leikið í Meistarakeppni KKÍ. Haukar
hafa þá unnið allt sem hægt er vinna í íslenskum
körfubolta. Sex þriggja stiga körfur vorur skoraðar.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
HANDBOLTI Það var hart barist í
Austurberginu í gær þegar ÍR tók
á móti Fylki í DHL-deildinni. Leik-
urinn einkenndist af baráttu,
varnarleik og mistækum sóknar-
leik beggja liða. Lokatölur urðu
26-29, Fylki í vil.
ÍR-ingar mættu grimmir til
leiks og höfðu yfirhöndina í byrj-
un fyrri hálfleiks. Eftir að Breið-
hyltingar komust í 8-6, tóku Fylk-
ismenn til í vörninni hjá sér með
Guðlaug Arnarsson, tilvonandi
leikmann Gummersbach, fremst-
an í flokki. Þeir náðu að jafna leik-
inn 8-8 og sigu svo fram úr.
Árbæingar náðu mest fjögurra
marka forystu og höfðu yfir í hálf-
leik, 11-15. Það gátu Fylkismenn
eins og áður sagði þakkað öflug-
um varnarleik ásamt klaufagangi
ÍR-inga, sem misnotuðu tvö hraða-
upphlaup undir lok hálfleiksins.
ÍR-ingar mættu aftur grimmir
til leiks í síðari hálfleik og náðu að
minnka muninn í eitt mark í stöð-
unni 14-15. Þá setti Fylkisvörnin í
gírinn og með Vladimir Duric öfl-
ugan í sókninni náðu Fylkismenn
góðum kafla sem gerði nær út um
leikinn.
Þeir náðu mest fimm marka
forskoti og hefðu klárað leikinn
auðveldlega ef klaufaleg inná-
skipting hefði ekki kostað þá
tveggja mínútna brottvísun sem
ÍR-ingar nýttu sér til að minnka
muninn undir lokin. Enn og aftur
kom klaufagangur í hraðaupp-
hlaupum í veg fyrir að ÍR-ingar
næðu að jafna í lokin og góður
þriggja marka útisigur fyrir Fylki
var staðreynd.
Sigurður Sveinsson, þjálfari
Fylkis, var ánægður í leikslok;
„Þetta var vinnusigur, við erum
að fá menn úr meiðslum. Duric er
einnig að komast inn í þetta hjá
okkur,“ sagði Sigurður.
Ólafur Sigurjónsson, leikmað-
ur ÍR, sem gat ekki leikið vegna
meiðsla var ekki jafn kátur; „Við
erum með unga leikmenn og erum
að gera tæknifeila,“ sagði Ólafur í
leikslok. - aih
ÍR-ingar hafa ekki náð að fylgja góðri byrjun í deildinni eftir og töpuðu í gær fyrir Fylki:
Öruggur sigur Fylkismanna
GUÐLAUGUR ARNARSSON Lék sinn síð-
asta leik fyrir Fylki í bili í gær en heldur
í dag út til Þýskalands.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HANDBOLTI Kvennalið Hauka er úr
leik í Evrópukeppni félagsliða
eftir að hafa gert jafntefli 22-22
við ungverska liðið Cornaxi á
Ásvöllum í gær. Haukar töpuðu
fyrri leiknum með fimm marka
mun en leikurinn í gær var skráð-
ur Cornaxi þar sem báðir leikirn-
ir fóru fram hér á landi.
Jafnræði var með liðunum
allan fyrri hálfleikinn og munur-
inn aldrei meiri en tvö mörk.
Haukastúlkur voru alltaf skref-
inu á undan og voru með forystu
11-9 í hálfleik. Í þeim síðari náðu
þær frábærum leikkafla og skor-
uðu sex mörk í röð. Þær náðu sex
marka forskoti og virtust vera
búnar að ná algjörum tökum á
leiknum. Þá fjaraði þetta skyndi-
lega út og ungversku stúlkurnar
minnkuðu muninn jafnt og þétt
og náðu á endanum jafntefli.
¿Við vorum að spila fastar en
þær. Við keyrðum þetta á færri
leikmönnum en þær og það hafði
sitt að segja. Svo komu tæknifeil-
ar hjá okkur eins og í fyrri leikn-
um og þær refsuðu okkur fyrir
það. Ég var síðan sjálfur of lengi
að breyta leikaðferð okkar þegar
illa gekk,¿ sagði Einar Jónsson,
þjálfari Hauka, eftir leikinn.
Eins og oft vill verða í leikjum
sem þessum var dómgæslan ekki
upp á marga fiska og ekki er
hægt að segja að skandinavíska
dómaraparið hafi verið Hauka-
stúlkum hjálpsamt. ¿Mér fannst
dómgæslan ekki falla okkur í
hag. Við fengum eitt gult spjald í
leiknum og síðan bara tvær mín-
útur eftir það. Þær fengu hins
vegar þrjú gul spjöld,¿ sagði
Einar en hann sagði réttilega að
þetta einvígi hefði tapast í fyrri
leiknum.
¿Við vorum með nítján tækni-
feila í leiknum á föstudaginn og
reyndist það okkur dýrkeypt. Það
er samt eiginlega með ólíkindum
hvað við náðum að halda munin-
um niðri miðað við það,¿ sagði
Einar. Ramune Pekarskyde var
besti leikmaður Hauka í leiknum
en hún skoraði tólf mörk. - emg
Kvennalið Hauka er úr leik í Evrópukeppninni eftir að liði náði aðeins jafntefli í síðari leikum gegn Cornaxi:
Einvígið tapaðist í fyrri leiknum
TILÞRIF Í LAGI Haukar duttu út í gær
þrátt fyrir góðan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Alan Pardew, knatt-
spyrnustjóri West Ham, er farinn
að óttast um starf sitt eftir að
liðið tapaði 2-0 fyrir Portsmouth í
úrvalsdeildinni í gær. „Allir
stjórar sem tapa sex leikjum
óttast um starf sitt. Þetta er
versti kafli sem ég hef upplifað á
þjáfaraferli mínum og hann er
óviðunandi,“ sagði Pardew.
West Ham hafnaði um miðja deild
í fyrra og komst einnig í úrslita-
leik bikarkeppninnar en er nú í
botnbaráttunni. „Við þurfum að
leggja harðar að okkur. Leikmenn
liðsins eru sterkir andlega og nú
þurfa þeir bara að sanna það.“
- egm
Pardew stjóri West Ham:
Óttast það að
vera sparkað
FÓTBOLTI Inter hefur tveggja stiga
forskot í ítölsku deildinni eftir að
hafa unnið nýliða Catania
naumlega 2-1 í gær. „Við byrjuð-
um leikinn nokkuð vel en fengum
síðan á okkur mjög furðulegt
mark. Julio Cesar og varnarmenn
okkar fengu sólina í augun og sáu
ekki boltann. Catania á hrós skilið
fyrir góðan varnarleik og öflugar
skyndisóknir,“ sagði Roberto
Mancini, þjálfari Inter.
„Við gleðjumst yfir þessum
sigri en það er ljóst að við
þurfum að skoða það af hverju
við fáum svona mörg mörk á
okkur.“ Dejan Stankovic var
hetja Inter í gær en hann gerði
bæði mörk liðsins. Hann jafnaði
eftir tæpan hálftíma og skoraði
sigurmarkið stundarfjórðungi
fyrir leikslok. Í millitíðinni
misnotaði Julio Cruz vítaspyrnu.
- egm
Ítalski boltinn í gær:
Inter situr í
efsta sæti
ROBERTO MANCINI
Þjálfari ítölsku meistarana í Inter.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í
ensku úrvalsdeildinni í gær en
Bolton skaust upp í þriðja sætið
með útisigri á Newcastle. El-
Hadji Diouf skoraði bæði mörk
Bolton með skömmu millibili í 2-1
sigri. Newcastle byrjaði leikinn
mun betur og komst yfir með
marki frá Shola Ameobi úr
vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir
að Abdoulaye Faye var talinn
hafa handleikið knöttinn innan
teigs eftir fyrirgjöf Obafemi
Martins.
Á tveimur mínútum í seinni
hálfleik náði Diouf að snúa
leiknum við með því að skora
tvívegis. Það fyrra eftir sendingu
Nicolas Anelka og það seinna með
skalla. Martins komst næst því að
ná að jafna fyrir Newcastle en
tókst ekki. „Óásættanleg varnar-
mistök gerðu það að verkum að
við við töpuðum. Við skutum
okkur í fótinn,“ sagði Glenn
Roeder, knattspyrnustjóri
Newcastle, sem hefur aðeins
fengið fjögur stig í fjórum
heimaleikjum. - egm
El-Hadji Diouf:
Skaut Bolton í
þriðja sæti
DIOUF Fagnar öðru marka sinna.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Meistarakeppni KKÍ
fór fram í gær en leikið var í
Njarðvík. Hjá körlunum mættust
Njarðvík og Grindavík en hjá kon-
unum mættust Haukar og ÍS.
Njarðvík fór með sigur að hólmi
hjá körlunum í hörkuleik en
Haukastúlkur unnu öruggan sigur
á ÍS hjá konunum.
Njarðvík hefur oft fagnað sigri
í Meistarakeppninni hjá körlun-
um, m.a. unnið síðustu þrjú ár og
þeir voru staðráðnir í að halda
þeirri sigurgöngu áfram. Grind-
víkingar mættu grimmir til leiks
og leiddu fram af leik. Grindvík-
ingar höfðu m.a. 15 stiga forskot í
hálfleik. Það tók Njarðvíkinga þó
ekki langan tíma að vinna upp
þann mun því þegar sex mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik voru
Njarðvíkingar búnir að ná Grinda-
vík. Njarðvík horði ekki um öxl
eftir að það fór með sigur af hólmi,
87-76.
Haukar unnu öruggan sigur á
ÍS í kvennaleiknum. Þær leiddu
allt frá byrjun og staðan í hálfleik
var 48-19, Haukum í vil. Það er þó
hægt að segja að ÍS hafi unnið síð-
ari hálfleikinn 29-22. Þetta er í
fyrsta skipti sem Haukar vinna
þennan titil en Hauka liðið hefur
verið mjög sigursælt á síðustu
árum.
Allur ágóði leiksins að þessu
sinni rann til Foreldra- og styrkt-
arfélag heyrnardaufra en auk þess
var borgað sérstaklega fyrir
hverja troðslu og hverja þriggja
stiga körfu sem kom í leikjunum.
Hjá körlunum voru skoraðar 18
þriggja stiga körfur auk þess sem
menn tróðu fjórum sinnum í körfu
andstæðingsins en hjá konunum
komu sex þriggja stiga körfur en
engin troðsla.
dagur@frettabladid.is
Haukar og Njarðvík eru
meistarar meistaranna
Haukar og Njarðvík unnu gær sigur í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta en leikið
var í Njarðvík. Þetta er í fyrsta skiptið sem Haukar sigrar þessa keppni hjá kon-
unum en í sjöunda skiptið hjá Njarðvík.
SIGURVEGARAR KVENNA Lið Hauka er ekki árennilegt fyrir komandi vetur en liðið sigraði Ís í gær í Meistarakeppni KKÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN