Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 24
 16. október 2006 MÁNUDAGUR4 Þegar unnið er í stiga er best að fara að öllu með gát. Nú þegar haustmánuðir feykja laufum af trjám þurfa margir að staulast í stigana til að hreinsa stíflaðar rennur. Þegar unnið er úr stiga er best að fara að öllu með gát. Lykilatriði er að stiginn standi réttur og stöðugur og að undirlagið sé öruggt. Setjið aldrei stigann á frosna jörð. Halli stigans skal vera á þá leið að lárétt fjarlægð frá stiga að vegg sé aldrei minni en fjórð- ungur hæðarinnar. Með því að festa taug neðarlega í stigann og svo við húsvegginn er komið í veg fyrir að stiginn renni frá húsinu. Reynið að hafa báðar hendur frjálsar og hafið því öll tæki og tól bundin um mittið eða í fötu sem er dregin upp. Einnig er gott öryggis- ráð að nota öryggistaug sem er bundin um mittið og við rör eða tré hinum megin við húsið. Þó að fyrirhöfnin hljómi nokkur er aldrei of varlega farið. Fall úr stiga getur reynst dýrkeypt og lífs- hættulegt. - jóa Stöðug í stigum Fall úr stiga getur verið dýrkeypt og því betra að hafa varann á. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á haustin taka margir húseig- endur sig til og raka saman laufin í görðum sínum. Jón Júlíus Elíasson, garðyrkju- meistari hjá Garðmönnum, segir að best sé að setja laufin í blómabeðin. Jón segir að ekkert mæli sérstak- lega með því að fólk raki saman laufin í görðum sínum frekar en það vill ef ekki er mikið af þeim. „Það er auðvitað ekki gott að hafa stórar hrúgur af laufi á grasinu og en lauf sem eru svona eitt og eitt á stangli hverfa náttúrulega bara,“ segir hann og bætir við að hins vegar geti verið gott að athuga rennur og niður- föll og fjarlægja þau lauf sem hafa safnast fyrir á þeim stöðum svo að þau valdi ekki stíflu. Jón segir að ef að fólk vilji raka laufin úr görðunum sé best að safna þeim saman og setja þau í blóma- beðin. „Það er til dæmis mjög gott að setja laufin yfir haustlaukana,“ segir hann en tekur fram að alls ekki eigi að fjarlægja laufin. „Þetta skilar sér beint ofan í jörðina aftur og við þurfum á allri næringu að halda til þess að viðhalda hringrás- inni.“ Ágætt getur verið að nota blæ- vængshrífur úr harðplasti til þess að raka laufunum saman. „Mér finnst gott að nota svona blævængs- hrífur með tindum en margir nota hrífur úr harðplasti sem eru eftir- gefanlegar. Það er ekki gott að vera að rífa upp annað sem liggur undir laufunum á haustin. Á vorin er hins vegar ágætt að fara með grófa hrífu yfir garðinn og raka saman afgangslaufin. Þá er mosinn líka mjög laus á og fer með, sem er gott. Það opnar líka fyrir súrefni og vatn ofan í grassvörðinn, sem er mjög gott fyrir hann.“ emilia@frettabladid.is Laufin góð í blómabeðin Jón segir að ágætt sé að sópa yfir stéttar á haustin og fjarlægja lauf úr niðurföll- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Svartrottan, oft nefnd „skiparotta“, hefur oft borist til landsins en ekki náð að bólsetja sig á fastlandinu. Hún hefur komið með erlendum skipum, togurum o.fl. Svartrottan hefur aftur á móti numið land í Vestmannaeyjum þar sem hún heldur aðallega til í skolp- ræsunum og hefur sýnilega hrakið í burtu og drepið brúnrottuna sem þar var fyrir. Svartrottan lifir í húsagrunnum og híbýlum manna en hefur að öllu jöfnu ekki verið í skolpræs- unum nema í Vestmannaeyjum. Þegar Eggert Ólafsson ritaði fyrstur manna um rottur hérlendis um miðja 18. öldina er ekki vitað hvort um var að ræða svart- eða brún- rottur en hann kallaði þessar rottur völskur sem dregið er af nafninu Valland sem er gamalt nafn á Frakklandi. Nokkrar mikilvægar upplýs- ingar: Ætt: Músaætt Lífstími: 2 - 5 ár Kynþroska: 11 vikna Litur: Dökk, grásvört en ljósari á kviði Lengd: 20-30 cm. Þyngd: 200-600 gr. Hljóð: Kurr og hvæsir þegar henni er ógnað Fæða: Alæta Got: Það líða 21-24 dagar milli gota Unga fjöldi í goti: 5-10 ungar Stærð unga: 2-3 cm. Spenar: 12 á læðu Rottuungar fæðast hárlausir og blindir og læðan hugsar mjög vel um þá þar til þeir verða sjálfbjarga. Þeir geta komist í gegnum göt sem eru u.þ.b. 8 mm í þvermál. Oft hafa menn ruglast á músum og rottuungum. Hægt er að þekkja rottuunga á spenunum þegar um læðu er að ræða og kraftmiklum afturfótum ef um karldýr er að ræða. Rotturnar hafa mjög sterkar og beittar tennur og geta þær nagað nær allt í sundur, s.s. steypu, plast og tré. Svartrottan er með mjög öflugar klær og á afar gott með að klifra. Ummerki eftir rottuna sjást og finnast jafnan greinilega. Hún skilur eftir sig skít og vonda rotnunarlykt og olíukennd filma kemur á hluti sem hún snertir. Í Bandaríkjunum er svartrottan kölluð þakrotta (roof rat) og lifir hún oft villt. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúkdóma- og sníkjudýrafánu í svartrottum á Íslandi. Þó fannst bakteríusjúkdómurinn Leptospiros- is í reykvískum svartrottum um miðja 20. öldina og ýmsar tegundir sníkjudýra og maura fundust í svartrottum frá Vestmannaeyjum á árunum 1994. Í svartrottunum frá Vestmannaeyjum fundust einnig lýs og flóin Nosopsyllus fasciatus. Flóin getur lagst á menn. Hugmyndir vísinda- og fræði- manna um hvers vegna svartrottan finnst bara í Vestmannaeyjum og er staðbundin þar eru að loftslag þar sé ekki ósvipað og meginlands- loftslag í sunnanverðri Evrópu þar sem vetur eru mildir. Hiti er í jörðu í Vestmannaeyjum og því kjör- aðstæður fyrir svartrottuna. Víða erlendis eru rottur hafðar sem gæludýr og félagasamtök hafa staðið fyrir kynblöndun rottunn- ar. Því má finna flekkótt afbrigði brúnrottu og geta þau verið hvít og svört, brún og svört eða brún og hvít. Meindýraeyðar á Íslandi hafa fengið rottur með ýmis litaafbrigði í gildrur sínar og bendir það til þess að einhverjar gæludýrarottur hafi sloppið frá eigendum sínum. Áfram verður fjallað um svart- rottuna að viku liðinni. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004. Svartrotta (Rattus rattus) Black Rat, Ship Rat Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. �������������������������������� ������������������������������ ��������������� ����������������������� ���������������������� 30% 3 Útsala20-40% afsláttur 20-30% afsláttur af rúmum Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.