Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 2
2 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR Spurning dagSinS Arnbjörg, er Sjálfstæðisflokk- urinn karlaflokkur? ,,Nei, hann er flokkur beggja kynja enda batnaði hlutur kvenna frá síðasta prófkjöri.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingiskona og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig um stöðu kvenna í flokknum eftir að einungis þrjár konur lentu í tíu efstu sætunum í prófkjöri flokksins í Reykjavík, sem haldið var um helgina. Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL VECTRA COMFORT Nýskr. 07.03 - Beinskiptur - Ekinn 82 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.350 .00.- LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík hefur í haldi mann sem grun- aður er um að hafa nauðgað rúm- lega tvítugri stúlku að morgni sunnudags fyrir rúmri viku. Mað- urinn var handtekinn á föstudag og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á morgundag- inn. Hann er af erlendu bergi brot- inn en búsettur hér á landi. Stúlkan sem kærði verknaðinn hafði verið úti að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur, en þáði síðan far hjá ókunnugum manni á Lauga- veginum. Hún bar að þau hefðu keyrt víða um og að endingu farið út fyrir íbúðabyggð. Þar hafi maðurinn ráðist á sig og nauðgað sér. Eftir því sem næst verður komið mun það hafa verið í nágrenni Perlunnar. Stúlkan er erlend en er búsett hér á landi tímabundið vegna náms. Enn leitar lögreglan í Reykjavík fjögurra manna vegna tveggja nauðgunarmála. Aðfaranótt 8. október neyddu tveir menn tvítuga stúlku inn í húsasund bak við Menntaskólann í Reykjavík. Þar hélt annar mannanna stúlkunni á meðan hinn nauðgaði henni. Snemma laugardagsmorguns helg- ina þar áður réðust síðan tveir menn að átján ára stúlku við Þjóð- leikhúsið á Hverfisgötu og nauðguðu henni báðir. - jss pErLan Eftir því sem næst verður kom- ist var það í nágrenni Perlunnar sem maður nauðgaði erlendri stúlku. Lögreglan í Reykjavík leitar enn fjögurra nauðgara: Einn í haldi vegna nauðgunar DóMsMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri var í gær dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samfarir við þroska- hefta konu á fertugsaldri í september í fyrra. Maðurinn var stuðningsfulltrúi á hæfingarstöðinni Bjarkarási í Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn beið á bíl fyrir utan íþróttahús meðan konan var á æfingu og fór svo með hana á gistiheimili Hjálpræðishersins þar sem hann hafði tvisvar sam- farir við hana. Því næst ók hann henni áleiðis heim til sín. Konan er í sambúð með þroskaheftum manni sem hafði gert foreldrum hennar viðvart um að hún væri ekki komin heim eftir æfinguna. Faðir konunnar kærði mann- inn, sem neitaði sök í fyrstu en viðurkenndi síðar að hafa haft samfarir við konuna. Það hefði þó verið með fullu samþykki henn- ar. Í dóminum kom fram að konan væri með vitsmunaþroska fimm til sjö ára barns og að hún legði traust sitt á þá sem hún þekkti. Segir að maðurinn hafi brugðist trúnaðartrausti konunnar og mis- notað sér þroskahömlun hennar á grófan hátt. Refsivert er samkvæmt lögum að notfæra sér andlega annmarka einhvers til að hafa við hann sam- ræði. Einnig er refsivert ef starfs- menn tiltekinna stofnana hafa samræði við vistmenn. Var manninum gert að greiða konunni 800.000 krónur í miska- bætur og allan sakarkostnað. - sdg giStihEimiLi hjáLpræðiShErSinS Maðurinn fór með konuna á gistiheim- ilið þar sem hann hafði samfarir við hana í tvígang áður en hann keyrði hana áleiðis heim til sín. Fyrrverandi stuðningsfulltrúi á hæfingarstöð dæmdur í tveggja ára fangelsi: Misnotaði þroskahefta konu VInnUMARkAÐUR Undirritað verður í dag samkomulag Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar um réttindi og kjör þeirra sem starfa hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. Þetta er fyrsta samkomulag sinnar tegundar sem sveitarfélag gerir við verkalýðsfélag á Íslandi. Ólöf Leifsdóttir, forstöðumað- ur Bjargs-Iðjulunds, segir að verið sé að bæta kjör og réttindi fatlaðra á vinnustöðum fatlaðra. Fatlaðir geti nú átt aðild að stéttarfélagi og njóta allra almennra réttinda. Laun verði greidd í samræmi við vinnugetu samkvæmt samræmdu starfs- mati. - ghs Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Fatlaðir fá aðild að stéttarfélagi kAUpMAnnAhÖfn Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmál- um Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtoga- fund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðs- þing, en það hefst í Kaupmanna- höfn í dag. Geir segir í samtali við Frétta- blaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Græn- lands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Nor- rænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Hall- dór Ásgrímsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan- Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konung- ur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minn- ast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjár- glæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum land- anna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almenn- ara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“ audunn@frettabladid.is Samstarf við Dani um björgunarmál Geir H. Haarde forsætisráðherra sat leiðtogafund Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna í Kaupmannahöfn í gær. Norðurlandaráðsþing verður sett þar í dag. Geir átti einnig tvíhliða fund með gestgjafanum Anders Fogh Rasmussen. gEir h. haardE á LEiðtogafundinum í gær Ræddi meðal annars breytta stöðu varnarmála Íslands við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. NoRDEN.oRg/JANSSoN Páll Hreinsson, formaður nefndar- innar sem rannsakar opinber gögn um öryggismál á kaldastríðsárunum, er tekinn að kalla eftir gögnum. Páll hefur sent sveitarstjórnum erindi og óskað eftir að upplýst verði hvaða gögn séu í vörslu þeirra sem snerti öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945 til 1991. hLErunarmáL Víða leitað fanga fótboLtI Eggert Magnússon, formaður KSÍ, neitaði að tjá sig um launamál A-landsliðs karla og kvenna, en Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur munur væri á þeim greiðslum sem leikmenn liðanna fengju og hallar þar á konurnar. Í stað viðtals kom yfirlýsing frá KSÍ sem má lesa á síðu 40. Kjartan Daníelsson, formaður landsliðsnefndar kvenna, var varkár í yfirlýsingum við Fréttablaðið en sagði að nefndin „myndi örugglega gera eitthvað“ í málinu. - hbg / nánar á síðu 40 Launamál landsliðsmanna: Eggert neitar að tjá sig EggErt magnúSSon Vill ekki ræða um greiðslur til handa leikmönnum. pAkIstAn, Ap Miklar óeirðir brutust út í Pakistan í gær eftir jarðarfarir 80 manna sem talsmenn stjórnar- hersins segja hafa verið uppreisn- armenn, en heimamenn halda fram að hafi verið óbreyttir borgarar. Þetta var mannskæðasta árás stjórnarhersins gegn meintum uppreisnarseggjum. Árásin var gerð snemma í gærmorgun á meintar æfingabúðir al Kaída hryðjuverkanetsins í norðausturhluta Pakistans, skammt frá landamærum Afganistans. Voru hinir látnu jarðsettir síðdegis í gær og brutust óeirðirnar út í kjölfarið. Helsti stjórnmálamaður múslima í landinu kenndi Bandaríkjastjórn, en ekki þeirri pakistönsku, um árásina, og kallaði eftir víðtækum mótmælum í dag. - smk Óeirðir í Pakistan: Meintir upp- reisnarmenn voru drepnir pakiStan Frá jarðarförinni í gær. FRéttAblAðið/AP stJóRnsýsLA „Við munum kalla eftir skýringum á af hverju fjárframlög til Skógræktar ríkisins séu með þessum hætti,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar. Framlög til stofnunarinnar á næsta ári lækka um tíu milljónir frá 2006 og um 24 milljónir frá 2004, samkvæmt fjárlagafrum- varpi sem fjárlaganefnd er nú að fara yfir. „Mér er það til efs að til séu margar opinberar stofnanir þar sem þróun fjárframlaga til starfseminnar hafi dregist eins mikið saman og raun beri vitni,“ segir Birkir Jón. - sdg Minna fé til skógræktar: Nefndin mun óska skýringa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.