Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 4

Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 4
4 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR GenGið 30.10.2006 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 119,9011 GenGisvísitala krónunnar 68,19 68,51 129,52 130,14 86,74 87,22 11,634 11,702 10,425 10,487 9,416 9,472 0,5800 0,5834 100,99 101,59 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� �������������� �������������� ��������������� ��������������� �������������� �������������� ����������� ������������� ������������� ��������������� ��������������� �������������� ��������������� ������������ ��������������� ������������ ���� ����������� ������������ �� ����������� �� ���������� � ���������� ����������� �� ���������������� ���������������������� ����������� ���������� ���������� �������������� ������������������������� ������ ��������� ��� � ��������������������� ����������������������� ���������������������� � � ���������������������� �� �������������� �� ��� ������ �������� �� ���� ������������������ ���������������� ����������� �� ���� ����� �� ����� �������� ���� ���� ���� ������������������������� ������� ��� �������� ������ ������������������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � �� �� �� �� �� � � � � � � � � � � � � � ��� � � � � �� � �� �� �� � � � � BRetlAnD Kafara nokkrum, sem var að kafa skammt frá Dorset í Bretlandi, brá heldur betur í brún þegar hann flæktist í net togara og var hífður um borð í skipið. Þetta kom fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins á sunnudag. Kafarinn, sem er á fimmtugs- aldri, hafði verið að kafa á 14 metra dýpi þegar togarann bar að. Hann fékk kafaraveiki við atvikið og var fluttur með þyrlu landhelgisgæslu Bretlands í þrýstingsklefa hennar í Poole, þar sem hann jafnaði sig. Landhelgisgæslan rannsakar nú atvikið. - smk óvenjuleg veiði: Breskur togari veiddi kafara KAUpmAnnAhöfn Ísland og Færeyj- ar munu verða eitt markaðssvæði um næstu mánaðamót þegar „Hoy- vikssamningurinn“ svonefndi geng- ur í gildi. Þar sem Færeyjar standa utan við tollabandalag Evrópusambands- ins en Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hafa vissar hindr- anir verið í vegi fyrir „fjórfrelsinu“ milli frændþjóðanna en í því felst frjáls flutningur á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki. Á þessu á nýja samkomulagið, sem gengur í gildi á morgun, að ráða bót. Gildistökunni verður fagnað með móttöku í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, þar sem Valgerð- ur Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, verða sameiginlega í gestgjafahlutverki. Umsókn Færeyinga um að fá fulla sjálfstæða aðild að Norður- landaráði, sem Íslendingar hafa stutt, kvað ekki munu verða afgreidd á þingi Norðurlandaráðs að þessu sinni. - aa „Hoyvikssamningurinn“ milli íslands og Færeyja tekur gildi nú um mánaðamótin: Sameinast í eitt markaðssvæði Þórshöfn í færeyjum Hindranir hafa verið í veginum fyrir frjálsum flutningum á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki á milli Íslands og Færeyja. NOrdiCpHOTOs/aFp VInnUmARKAÐUR Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr sam- tals 15,9 milljónum króna sam- kvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 millj- ónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hing- að til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslensku- kennslu fyrir útlendinga. Sam- kvæmt upplýsingum Rósu Jóns- dóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslensku- námskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlend- inga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síð- ustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 ein- staklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóð- um á vegum launþegahreyfingar- innar sem hafa styrkt íslensku- kennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðu- maður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. ghs@frettabladid.is Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann Ríkið niðurgreiðir aðeins íslenskukennslu fyrir útlendinga um þúsund krónur á mann meðan launþega- hreyfingin niðurgreiðir kennsluna í stórum stíl. Launþegahreyfingin kallar á ábyrgð af hálfu stjórnvalda. nemendur í íslenskunámi Framlag hins opinbera hefur hækkað úr 15,9 milljónum króna árið 2002 í 18,8 milljónir króna árið 2006. Þetta er þó ekki í neinu hlutfalli við aukinn fjölda erlendra starfsmanna. sjóðir launþegahreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna en krefja ríkið nú um aukna þátttöku. íslenskukennsla fyrir útlendinGa - til ráðstöfunar samkvæmt fjárlögum 2002 15,9 milljónir 2003 16,3 milljónir 2004 16,6 milljónir 2005 17,3 milljónir 2006 18,8 milljónir SKÓlAR Starfsmenn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ætla að kanna hvort mögulegt sé að draga úr biðlistum á frístunda- heimili með því að bjóða upp á hlutavistun. Þetta kom fram í svari meirihlutans við fyrirspurn minnihlutans á fundi ráðsins á föstudag. „Í einhverjum tilvikum virðist hlutavistun duga. Það kemur hins vegar verulega á óvart miðað við fyrri málflutning sjálfstæðismanna að þeir skuli ekki vera búnir að leysa vanda þess fólks sem ekki fær umbeðna þjónustu frístundaheimila,” bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna. - gar Frístundaheimilin í reykjavík: Íhuga að bjóða hlutavistun löGReGlUmÁl Um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins barst lögreglunni í Reykjavík tilkynn- ing um grunsamlegar mannaferð- ir í Teigahverfi í Mosfellsbæ. Lögreglan kannaði málið og handtók tvo unga menn á Vesturlandsvegi. Mennirnir höfðu stolið fimmtíu Doka-plötum, dýru byggingarefni sem er notað við smíði steypu- móta, af byggingarsvæði í hverfinu. Mennirnir voru yfirheyrðir hjá lögreglunni en var sleppt að þeim loknum. - ifv tveir ungir menn handteknir: Stálu fimmtíu Doka-plötum shell seldi dísilblöndu Hundruð bíla þurfti að setja í viðgerð eftir að eigendur þeirra höfðu fyllt á bensíntankana á bensínstöð shell við Nyköping-brú í svíþjóð, því bensín- ið reyndist blandað dísilolíu. Þetta kom fram í sænska blaðinu dagens Nyheter í gær. Verið er að rannsaka hvernig á því stendur að olían komst í bensínið. svíÞjóð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.