Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 6

Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 6
6 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR KjörKassinn www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 40 42 08 /2 00 6 Verið velkomin á Nesjavelli Orkuveita Reykjavíkur býður gestum og gangandi að heimsækja Nesjavelli, kynna sér orkuverið ásamt því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum og aðgengi fyrir ferðamenn og gesti á Nesjavöllum. Opið á Nesjavöllum í september og október: Mánudaga til laugardaga er opið frá kl. 9:00–17:00. LOKAÐ á sunnudögum. Hvað veistu um jarðvarmavirkjanir? H rin gb ro t DAnmöRk Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, hefur kært Jan Jensen, einn rit- stjóra Ekstra Bladet, fyrir að halda því fram að Íslendingar stefni allir sem einn að heimsyfirráðum í blaðinu á sunnudaginn. „Þar er því haldið fram að Íslendingar eigi í alheimssamsæri,“ segir Vilhjálm- ur. „Ég kannast ekki við að stefna að heimsyfirráðum og mín kæra byggir á hegningarlögum 266-B, en Danir kalla þá lagagrein gjarn- an „rasistaparagraffið“ því það er oft notað gegn stjórnmálamönn- um, til dæmis Þjóðarflokksins, sem hafa horn í síðu útlendinga. Að sögn Vilhjálms er lagagrein- in skýr og hann telur fulla ástæðu til að kæra. „Það er ekki á hverj- um degi sem því er lýst yfir að ein þjóð eða þjóðarbrot sé að taka yfir heiminn. Hvað þá að haldið sé fram að bróðurþjóð Dana sé í samsæri gegn Dönum. Þetta var reyndar gert á stríðsárunum þegar nasistar lýstu því yfir að danskir gyðingar væru í alheims- samsæri. Kæra mín er prófmál og mér finnst tilvalið að láta reyna á þessa grein hegningarlaganna í þessu tilfelli. Menn geta hlegið að þessu en þetta er enginn brand- ari,“ segir Vilhjálmur. - kóþ Umfjöllun Ekstra Bladet um Íslendinga í dönsku viðskiptalífi: Kærð fyrir niðrandi ummæli Vilhjálmur örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur Hefur farið í mál við ritstjóra Ekstra Bladet og kærir samkvæmt lagagrein um kynþáttahatur í dönskum hegningarlögum. FréttaBlaðið/ÓlaFur Dómsmál Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Lit- háen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í elds- neytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostn- aðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu mis- jöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sar- unas líklegast að tollverðir á Seyð- isfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveita- bæ væri að ræða. Eftir handtök- una hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðar- lausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. thordur@frettabladid.is Sarunas segir að Virunas sé saklaus Aðalmeðferð hófst í gær í máli Sarunasar Budvytis og Virunasar Kavalciukas vegna innflutnings á tólf kílóum af amfetamíni til Íslands. Sarunas segist hafa haldið að efnin væru hestasterar. Hann segir Virunas ekki hafa vitað um efnin. hinir áKærðu Ásamt Sveini andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Hefur þú lent í árekstri? já 75,1% nei 24,9% spurning dagsins í dag Heldur þú að þingkonum fækki eftir næstu alþingiskosningar? Segðu skoðun þína á visir.is álIt „Ég er mjög glöð að með tím- anum hefur það komið í ljós að mín rök voru rétt,“ segir Hanna María Siggeirsdóttir, fyrrverandi lyfsali í Apóteki Vestmannaeyj- um. Umboðsmaður Alþingis segir að með úthlutun Jóns Kristjánson- ar, þáverandi heilbirgðisráðherra, á lyfsöluleyfi til lyfjafræðings Lyfja og heilsu ehf. hafi verið brotið gegn ákvæði lyfsölulaga um að fimm þúsund íbúa þurfi að baki hverju apóteki. „Árið 2003 sótti lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi í Vestmannaeyj- um þar sem rekstraraðilinn átti að vera Lyf og heilsa. Ráðherrann hafnaði að veita það leyfi á þeirri forsendu að það væri of fátt fólk í Vestmannaeyjum fyrir tvö apótek. Tveimur árum seinna, og þegar var tvö hundruð manns færra í Vestmannaeyjum, sótti annar lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi fyrir Lyf og heilsu og þá veitti sami ráðherra lyfsöluleyfi,“ útskýrir Hanna María, sem segist aldrei hafa fengið haldbærar skýr- ingar á þessari breyttu afstöðu ráðherrans. Hún seldi apótek sitt til Lyfja og heilsu í júní í fyrra. Umboðsmaður segir að þótt heilbrigðisráðuneytið hafi bæði brotið lyfjalög og stjórnsýslulög séu ekki forsendur til að beina því til ráðuneytisins að afturkalla leyfið. Skaðabótakröfur verði Hanna María að setja fram fyrir almennum dómstólum. Hún segist vera að skoða hvort slík krafa verði sett fram. - gar Umboðamaður Alþingis segir úthlutun lyfsöluleyfis í Vestamannaeyjum ólöglega: Apótekari íhugar skaðabóta- mál gegn heilbrigðisráðherra jón Kristjánsson og siV friðleifs- dóttir Jón var heilbrigðisráðherra þegar málið kom upp en ef skaðabótamál verður höfðað verður það gegn Siv, sem er núverandi heilbrigðisráðherra. FréttaBlaðið/gva löGREGlUmál Fólksbíll og dráttarvél lentu í árekstri á Suðurlandsvegi við bæinn Kálfafell um sjöleytið á sunnu- dagskvöldið. Ökumaður fólksbílsins var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild sjúkrahússins að sögn vakthaf- andi svæfingalæknis. Lögreglan á Kirkjubæjar- klaustri segir fólksbílinn mikið skemmdan og óökufæran. Dráttarvélin er nokkuð skemmd. Tildrög slyssins eru óljós og er málið í rannsókn. - ifv Árekstur bíls og dráttarvélar: Ökumaður al- varlega slasaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.