Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 8
8 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR Veistu sVarið? 1 Hversu margir börðu trumbur til þess að slá heims- met í slíkum gjörningi á Ind- landi um helgina? 2 Hvaða fyrrverandi forseta- frambjóðandi lýsti yfir ánægju sinni með friðarsúlu Yoko Ono í Fréttablaðinu í gær? 3 Íslensk landsliðskona varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildakeppninni í knatt- spyrnu sem lauk á sunnudag. Hvað heitir hún? sVörin eru á bls. 46 LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslags- mál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglu- stöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfir- heyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. jss@frettabladid.is Veitingastaðurinn Viktor Það var á neðri hæð skemmtistaðarins Viktors sem atburðurinn átti sér stað, en þar brutust út hópslagsmál eftir að konan hafði kallað á hjálp. Kæra nauðgunartilraun Hjón leggja fram kærur hjá lögreglunni í Reykjavík í dag vegna nauðgunartilraunar og líkamsárásar að- faranótt sunnudags. Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Viktor í Reykjavík. SvíÞJóÐ Tveir bræður fundu stór- an fjársjóð frá víkingatímum á Suður-Gautlandi, nærri Sundre- kirkju, í síðustu viku, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter í gær. Að sögn sérfræðinga er um að ræða þrjú kíló af silfurpeningum, líklega frá tíundu öld. „Þegar ég sá þetta hugsaði ég, „Vá.“ Ég sá að þetta var arabísk silfurmynt svo ég skildi strax að það var eitthvað í þessu,“ sagði Edvin Svanborg, tvítugur sagn- fræðinemi, en hann og sautján ára bróðir hans, Arvid, voru að ryðja land fyrir nágranna sinn þegar þeir rákust á peningana. „Við grófum upp 129 eða 130 peninga á hálftíma,“ sagði Edvin. Bræðurnir fóru með fjársjóð- inn til landeigandans og saman til- kynntu þeir svo fundinn til yfir- valda, sem tóku svo við uppgreftrinum. Enn sem komið er hafa fundist um 1.100 peningar og nokkur armbönd. Munirnir eru flestir í nokkuð góðu ástandi, jafn- vel þó að kanínur hafi reynt að gæða sér á nokkrum peningum, segir í frétt sænska blaðsins. Svanborg-bræðurnir munu fá fundarlaun frá sænska ríkinu, en hversu há sú upphæð verður vita þeir ekki fyrr en uppgreftrinum lýkur og ljóst er hversu stór fjár- sjóðurinn er. - smk Ungir bræður finna víkingafjársjóð á Gautlandi: Þrjú kíló af silfurpeningum Víkingaskip Þeir hafa kannski ferðast á svona skipi, víkingarnir sem áttu fjársjóðinn sem fannst í Gautlandi í síðustu viku. OAxAcA, AP Alríkislögreglan í Mex- íkó náði í gær miðborginni í Oaxaca á sitt vald og ruddi burt kennurum og öðrum mótmælendum sem hafa hafst þar við undanfarna fimm mánuði. Stjórn landsins ákvað að senda lögreglusveitirnar á vettvang eftir að kennarar höfðu fallist á að hefja störf á ný, en í gær var óvíst hvort kennsla myndi hefjast eða hvort nærvera lögreglunnar myndi tefja fyrir því. Sumir kennarar sögðust ætla að mæta í vinnu, en aðrir sögðust ætla að sitja heima. Meira en ein milljón skólabarna hefur verið án kennslu í suðurhluta Mexíkó. Mótmælin hófust þegar kenn- arar í borginni Oaxaca fóru í verk- fall síðastliðið vor. Mótmælin urðu fljótt víðtækari þegar stjórnleys- ingjar, stúdentar og indjánar gengu til liðs við kennarana og kröfðust þess að Ulises Ruiz ríkis- stjóri segði af sér. Vicente Fox, forseti landsins, sem lætur af embætti 1. desem- ber, hafnaði því jafnan að senda lögreglu á svæðið fyrr en á laugardaginn, þegar samið hafði verið við kennara. Lögreglumenn og liðsmenn öryggissveita hafa þó stundum skotið á mótmælendur og komið þannig af stað átökum sem hafa kostað að minnsta kosti átta manns lífið. - gb lögreglumenn í oaxaca Lögreglusveitir rýmdu miðborgina þar sem mótmælend- ur hafa hafst við. fréttabLaðið/ap Óeirðir í borginni Oaxaca í Mexíkó: Lögreglan nær mið- borginni á sitt vald kJARAMÁL Kennarar við Digranes- skóla krefjast þess að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara með vísan til greinar í gildandi kjarasamningi. Er þar kveðið á um að meta skuli fyrir 1. sept- ember 2006 hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efna- hags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Kennarar telja að stjórn Kennarasambands Íslands þurfi að beita sér af alefli og er þess krafist að kjörin verði bætt með hliðsjón af almennri launaþróun. - sdg Kennarar við Digranesskóla: Vilja leiðrétt laun kennara Þrenging kalkofnsvegar Vegna framkvæmda er Kalkofnsvegur milli Lækjargötu og faxagötu nú ein akrein í hvora átt í stað tveggja. Verið er að færa nýtt frárennslisrör út fyrir lóðamörk tónlistar- og ráðstefnuhúss. VegaframkVæmdir maður fórst í þyrluslysi Einn maður týndi lífi þegar þyrla sem hann flaug hrapaði norðan við Katrineholm í Svíþjóð í gærmorgun. Eldur kom upp í þyrlunni og er hún gjörónýt. Verið er að rannsaka upptök slyssins, en veður var gott sem og skyggni þegar þyrlan hrapaði. sVíÞjóð Hauge látin Leiðtogi norsku andspyrnuhreyf- ingarinnar í síðari heimstyrjöldinni, Jens Christian Hauge, lést í Osló í gær, 91 árs að aldri. Hauge gekk í andspyrnuhreyfinguna Milorg eftir að Þýskaland hertók Noreg árið 1940. noregur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.