Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 11

Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 11 Genf, AP Hin umdeildu lög sem sett voru í Bandaríkjunum á dögunum um réttarstöðu meintra hryðju- verkamanna og að mál þeirra verði sótt fyrir herdómstólum, samræmist ekki alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þetta er mat Martins Scheinin, sérfræð- ings Sameinuðu þjóðanna í stöðu mannréttinda í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Sum ákvæði laganna geta svipt meinta hryðjuverkamenn réttin- um til sanngjarnra réttarhalda, segir Scheinin og bendir sérstak- lega á hugtakið „ólöglegur og fjandsamlegur bardagamaður“. Þetta hugtak er óþekkt í alþjóða- lögum, segir Scheinin, en með lagasetningunni getur forseti Bandaríkjanna ákveðið upp á sitt einsdæmi hverjir falla undir þessa skilgreiningu. Ólöglegir bardagamenn munu ekki njóta „habeas corpus“-ákvæð- isins, sem kveður á um að menn sitji ekki inni án þess að koma fyrir dómara og sæta ákæru. Þetta, segir Scheinin, er „í aug- ljósri mótsögn“ við Alþjóðasátt- málann um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem Bandaríkin fullgiltu árið 1992. Fulltrúi Bandaríkjanna í Genf svaraði því til að lögin væru þvert á móti gerð „í samráði við banda- menn okkar og sem svar við áhyggjum þeirra“. Lögfræðiráðgjafi bandaríska heimavarnaráðuneyt- isins sagði einnig að hugtakið „ólöglegur bardagamaður“ væri ekki uppfinning Bush-stjórnarinnar, heldur hefði það verið notað af virtum evrópskum lögspekingum um áraraðir. - kóþ Nýsamþykkt lög í Bandaríkjunum um meðferð meintra hryðjuverkamanna: Ný lög sögð í mótsögn við mannréttindi Úr Guantanamo-fanGabÚðunum Óttast er að umdeild lög Bandaríkjamanna um meðferð meintra hryðjuverkamanna brjóti í bága við ýmis alþjóðalög sem Banda- ríkjamenn hafa samþykkt. FréttaBlaðið/aP BoRGARfJöRÐUR eystRI Lagfæring- um á vatnsbólum í Borgarfirði eystri, vegna saurgerla sem komust í þau fyrr í haust, er nánast lokið. Búið er að setja upp nýjan lindarbrunn í stað eldri brunna á Engi auk þess sem annar brunnur á Kúahjalla hefur verið endurbættur. Talið er að gerlarnir hafi komist í brunnana vegna þess að yfirborðsvatn komst að vatnsveitukerfi Borgfirðinga, en það á ekki lengur að vera mögulegt þegar endurbótunum er lokið. - þsj Lagfæring á vatnsbólum: Viðgerðum næstum lokið ALMAnnAtRyGGInGAR Trygginga- stofnun ríkisins hefur ákveðið að fara eftir ábendingum umboðs- manns Alþingis og fella út af eyðublöðum sínum ákvæði um að bótaþegar heimili stofnuninni að millifæra fé af bankareikningum sínum hafi þeir fengið ofgreitt vegna mistaka. Maður einn hafði kvartað til umboðsmanns vegna þess að Tryggingastofnun gerði þessa heimild frá lífeyrisþeganum að skilyrði fyrir bótagreiðslum. Tryggingastofnun sagði að þessi háttur hefði lengi verið hafður á en viðurkenndi að ekki væri heimild fyrir vinnbrögðunum í lögum. Því yrði nú gerð breyting á. - gar Hlustað á umboðsmann: Ekki millifært frá bótaþegum tRyGGInGAR Vátryggingafélag Íslands mun slysatryggja öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Í samkomulagi Kópavogsbæjar og VÍS segir meðal annars að vátryggingin taki til skipulagðrar starfsemi þess félags sem getið er um í vátryggingarskírteini auk ferða til og frá heimili vegna starfseminnar svo sem íþrótta- æfinga og skátafunda. Þetta er í fyrsta skipti sem bæjarfélag tryggir börn og unglinga með þessum hætti en VÍS ber þann kostnað sem ekki fæst endurgreiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins. - hs VÍS og Kópavogsbær: Öll börn verða slysatryggð undirritun samninGsins auður Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá VÍS, Gunnar i. Birgisson bæjarstjóri, Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs. svíÞJóÐ Svíar sækja í auknum mæli út fyrir landsteinana til að læra læknisfræði þar sem sænska menntakerfið nær ekki að anna eftirspurninni og það þrátt fyrir að gert séð ráð fyrir stöðugt fleiri nemendum. Ákveðið hefur verið að tæplega 1.500 hefji nám í læknisfræði í Svíþjóð haustið 2007 eða um 60 fleiri en hófu nám í ár. Sænsku læknanemarnir hafa einkum sótt til Danmerkur en eru þó orðnir óvinsælir þar því þeir hafa tekið pláss frá Dönum. Þeir fara því í auknum mæli til náms í Póllandi. Samtals nema nú tæplega 1.500 Svíar læknisfræði erlendis en þeir voru tæplega 250 fyrir tíu árum. - ghs Sænskir námsmenn: Fara utan til að læra til læknis HVÍ T A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 4 8 0 KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. 3.475.000 kr. Við kynnum nýjan alvörujeppa, KIA Sorento – fullbúinn jeppi með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control) • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið • þokuljós Sorento hefur slegið í gegn um allan heim og eignast dygga fylgismenn á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Sorento er orðinn einn vinsælasti jeppi landsins, enda líklega bestu jeppakaupin í dag. Nýtt verð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.