Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 25
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
fasteignir heimili heilsa hús börn nám ferðir matur bílar tíska atvinna brúðkaup tilboð o.fl.
Birgir Már Vigfússon er leikmaður
meistaraflokks karla í blaki hjá Þrótti
í Reykjavík og segir það tilvalið til að
komast í form.
Birgir er búinn að æfa blak í rúm tíu ár.
Hann segir áhugann fyrst hafa kviknað
þegar hann fór þrettán ára gamall í prufu-
tíma hjá kínverskum blakþjálfara úti á
landi.
„Þjálfarinn gerði sér ferð til Hornafjarðar,
þar sem við fjölskyldan áttum heima, og
vildi sjá hvað í okkur strákunum byggi,“
segir Birgir. „Honum fannst ég sýna góða
takta á æfingu og hvatti mig til að leggja
blak fyrir mig. Ég þurfti ekki að láta segj-
ast, enda fannst mér þetta strax áhugaverð
íþrótt.“
Birgir er mikill íþróttaáhugamaður og
segist hafa reynt fyrir sér í mörgum grein-
um áður en golf og blak urðu ofan á. „Sú
góða útrás sem fæst í blakinu réði að það
varð fyrir valinu,“ útskýrir hann. „Ég æfi
þrisvar sinnum í viku, eina til eina og hálfa
klukkustund í senn með upphitun og hopp-
æfingum. Þær styrkja lærin og auka stökk-
kraftinn og eru því afar mikilvægar.“
Birgir bætir við að blakið sé auk þess
sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar, en
móðir hans lék blak með Sindra á sínum
tíma og kærasta hans, Lilja Jónsdóttir, er
fyrirliði kvennaliðs Þróttar í blaki sem hefur
sópað til sín titlum á undanförnum árum.
Að mati Birgis hefur blak ennfremur
ýmsa kosti fram yfir aðrar íþróttagreinar,
til að mynda hamli líkamsstærð ekki þátt-
töku. „Sé leikmaður lágvaxinn, er sá hinn
sami oft settur í vörn,“ segir hann. „Það er
engum vísað frá vegna hæðar. Þetta er góð
íþrótt, krefjandi, styrkjandi og liðkandi.
Hún er tilvalin til að komast í gott form,
enda kvarta ég ekki undan því.“
roald@frettabladid.is
Fjölskylduáhugamál
Auk þess að spila blak er Birgir á kafi í golfi. fréttABlAðið/Antongóðan dag!
í dag er þriðjudagurinn
31. október, 304. dagur
ársins 2006.
sólarupprás hádegi sólarlag
reykjavík 9.07 13.11 17.15
akureyri 9.01 12.56 16.50
flensan er víða í heimsókn
þessa dagana og tilvalið að
sjóða hreinan eplasafa, bæta út í
ferskum engifersneiðum og láta
malla, bæta síðan í sítrónu-
sneiðum og teskeið af lífrænu
hunangi. Þá eru fyrirtæki farin
að bjóða upp á flensusprautur
fyrir starfsmenn sína og ágætt að
nýta sér það.
dagsljósslampar eru tilvaldir
þegar líða fer á skammdegið í
viðbót við lýsi og vítamín. rann-
sóknir sýna að dagsljós dregur
úr árstíðabundnu þunglyndi og
Það er hægt að komast ókeypis
í lampana í Vesturbæjarlaug-
inni milli klukkan 6.30 og 22 á
virkum dögum og milli klukkan
8 og 20 um helgar.
kuldakrem er gott að bera á
kinnar á litlum krökkum áður en
þau fara í leikskólann. Best er
að velja
feit krem
sem
verja
húðina
og leyfa
henni
að anda
og sleppa
kremum
með auka-,
rotvarnar- og
ilmefnum. Þá
geta foreldrarnir verið áhyggju-
lausir um að þau kali á kinn.
allt hitt
[ heilsa Best að forðast
sykur og salt
Næring og mataræði
ungbarna
heilsa SkApAndi dAnS Verður í GerðuBerGi næStA lAuGArdAG
milli 13 oG 17. dAnSkennAri er mArtA eiríkSdóttir.
„fangaðu drauma þína gegnum dans“ er yfirskrift námskeiðs sem
haldið verður í Gerðubergi á laugardaginn, 4. nóvember. marta
eiríksdóttir leiklistarkennari sér um kennsluna en hún er einnig
með kripalu dansjógakennararéttindi og hefur þróað og kennt
orkudansþerapíu í meira en 15 ár. „Þetta námskeið í Gerðubergi er
tilvalið fyrir þá sem finnst gaman að dansa og vilja um leið koma
hreyfingu á tilveruna,“ segir marta og telur daginn verða spenn-
andi fyrir alla en sérstaklega þá sem leita breytinga. „Það leysist
svo mikill kraftur úr læðingi með því að sameina huga og dans
og útkoman verður heilun fyrir líkama og sál,“ útskýrir hún og er
komin á flug. „Þátttakendur endurnýjast á líkama og sál því losað
er um höft og opnað fyrir
gleðina. Stundin fullkomnast
svo í djúpslökun í lokin.“
nánari upplýsingar og skrán-
ing fer fram á netinu www.
pulsinn.is en einnig í síma
848-5366.
losað um höft og opnað fyrir gleðina
marta segir það líkjast krafta-
verki þegar orkudans er
iðkaður.
fréttABlAðið/GVA
Árvekni allt Árið
Aðsókn í leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins margfald-
ast í október ár hvert
heilsa