Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 46

Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 46
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 timamot@frettabladid.is peter jackson er 45 ára í dag „Nýja-Sjáland er ekki lítið land heldur risavaxið þorp.“ Nýsjálenski leikstjórinn vann til ófárra Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína sem gerð var eftir Hringadróttinssögu Tolkiens. merkisatburðir 1517 Siðaskiptin hefjast í Þýska- landi þegar Marteinn Lúther neglir ritgerð sína á kirkjudyr í Wittenburg. 1892 Fyrsta bókin um Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle er gefin út. 1931 Strætisvagnar Reykjavíkur hefja akstur. Fyrsta leiðin er Lækjartorg-Kleppur. 1936 Útgáfa Þjóðviljans hefst. 1961 Yfirvöld í Sovétríkjunum láta færa lík Jósefs Stalín úr grafhvelfingu Leníns. 1964 Í tilefni af aldarafmæli Einars Benediktssonar er afhjúpuð stytta af skáld- inu á Miklatúni. 1984 Indira Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, er myrt af tveimur lífvörðum sínum. Á þessum degi árið 1926 lést Harry Houdini, einn fræg- asti töframaður allra tíma, úr lífhimnubólgu á sjúkrahúsi í Detroit í Bandaríkjunum. Tæpum tveimur vikum áður hafði hinn 52 ára Houdini verið að spjalla við hóp nemenda eftir fyrirlest- ur í Montreal og sagt þeim að magavöðvar hans væru gríðar- lega sterkir og gætu þolað mjög föst högg. Öllum að óvörum kýldi einn nemendanna Houdini tvisv- ar í magann. Þar sem töframað- urinn var óviðbúinn sprengdu höggin í honum botnlangann. Houdini veiktist á leiðinni til Detroit en kom þó fram í hinsta sinn áður en honum var ekið á sjúkrahús. Hann fór í aðgerð en allar tilraunir læknanna báru lít- inn árangur enda hafði botnlang- inn sýkt út frá sér. Houdini fæddist í Búdapest árið 1874. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Bandaríkj- anna og sýndi snemma mikla hæfileika í fimleikum og ótrúlega hæfni í að opna lása. Hann gekk til liðs við sirkus aðeins níu ára gamall og varð frægur fyrir að sleppa úr ómögulegum aðstæð- um. Árið 1900 fór hann í sína fyrstu sýningarferð um heiminn. Eitt uppáhaldsatriði hans var að láta binda sig og læsa niður í járnkistu sem sökkt var ofan í vatnstank og losna svo úr prís- undinni. þetta gerðist: 31. oKTóBER 1926 Sjónhverfingamaður allur Houdini Hundrað ár eru liðin síðan Íslands- glíman, elsta og sögufrægasta íþrótta- mót á Íslandi, var haldið í fyrsta sinn. „Það eru hundrað ár síðan Íþrótta- félagið Grettir á Akureyri safnaði fyrir og lét búa til Grettisbeltið. Síðan var keppt um það á Akureyri 1906,“ segir Jón Birgir Valsson, formaður Glímusambands Íslands. Iðkendur glímu á Íslandi eru um fimm hundruð talsins og vonast Jón Birgir til að bæta við þá tölu jafnt og þétt næstu árin. „Við erum að fara nýjar leiðir í útbreiðslu á íþróttinni núna og höfum skipt þessu upp í tvær stefnur. Annars vegar með keppnina sjálfa í huga og hins vegar sem menn- ingar- og listviðburðinn glímuna. Glím- an er svo menningarlega tengd við Íslandssöguna enda er hún eina íþrótt- in sem hefur fylgt Íslendingum alveg frá landnámi,“ segir Jón Birgir, sem er jafnframt Íslandsmeistari í glímu og því handhafi Grettisbeltisins. Jón Birgir er nýkominn til Kasak- stan þar sem hann mun keppa á HM í Belt-Wrestling ásamt þeim Lárusi Kjartanssyni og Jóhannesi Héðinssyni. „Við ætlum að komast að því hvort þetta eigi við okkar kunnáttu í glímu. Við erum með hóflegar væntingar í þessu og förum í þetta með opnum hug, fyrst og fremst til að þreifa okkur áfram hvað aðrir eru að gera í þessu,“ segir Jón. Belt-Wrestling er frábrugðin íslensku glímunni að því leyti að kepp- endur hafa reipi um sig miðja í stað þess að vera með belti eins og tíðkast hér á landi. „Belt-Wrestling þekkist mjög vel í Kasakstan og Mongólíu og þar um kring. Maður hefur séð þessa íþrótt í þáttum eins og á Discovery og í jaðarsporti á Eurosport,“ segir Jón. Auk þess að keppa ætla þeir félagar að taka þátt í ráðstefnu í Kasakstan um glímu og athuga hvort að möguleiki sé á því að markaðssetja íslensku glím- una þar í landi og víðar. „Sumir vilja meina að fangbrögð hafi borist frá Asíu á sínum tíma og síðan vestur eftir og þau nái aftur til tíma Atla Húnakon- ungs. Aðrir segja að þetta sé algjör- lega íslenskt fyrirbrigði. Glíman er íslensk þó að hún hafi komið á sínum tíma með víkingum.“ Alþjóðlegu glímumóti, Icelandair Open, lauk sl. sunnudag í glímuhúsi Ármanns. „Þetta heppnaðist glimrandi vel og vakti stormandi lukku bæði hjá okkar erlendu gestum og þeim glímu- köppum og konum sem mættu á stað- inn. Við bindum miklar vonir við að þetta verði árlegt og við stefnum líka að því að halda HM í glímu innan tveggja ára,“ segir Jón og ætlar glím- unni greinilega stóra hluti í framtíð- inni. freyr@frettabladid.is Jón BIRGIR vALSSon: ÍslandsglÍman 100 ára keppa í kasakstan glíma Það var hart barist á alþjóðlega glímumótinu sem var haldið um síðustu helgi. FRéTTABLAðIð/vILHELM Elsku systir mín, Ása Hjördís Þórðardóttir lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 28. október. F.h. ættingja, Margrét Anna Þórðardóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Klara Ásgeirsdóttir Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kjartan Sædal Sigtryggsson Ása S. Atladóttir Sigríður Sædal Anatrella William Joyner Steinar Sædal Sigtryggsson Birna Martinsdóttir Kristín Sædal Sigtryggsdóttir Hallur A. Baldursson Hólmfríður Sædal Sigtryggsdóttir Þórður Kárason barnabörn og langömmubörn. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu Þorbjargar Friðrikku Jónsdóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Félagsmiðstöðvarinnar Aflagranda og líknardeildar- innar á Landakoti fyrir einstaka ummönnun og hlýhug. Sigrún J. Jensdóttir Hilmar Logi Guðjónsson Jens S. Jensson Kristín Sigurgeirsdóttir Anna Friðrikka Jensdóttir Páll Jensson Helga Jensdóttir Rúnar Gunnarsson Karl Jensson Guðrún I. Sturlaugsdóttir Guðrún Elísabet Jensdóttir Baldur F. Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Hjörleifur Ingólfsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, frá Vöglum í Vatnsdal, Tjarnargötu 25a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 28. október. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 14. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Félag langveikra barna. Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir Arna Björk Hjörleifsdóttir Högni Sturluson Ingvi Þór Hjörleifsson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir Árni Jakob Hjörleifsson Geirþrúður Ósk Geirsdóttir Halldór Hagalín Hjörleifsson Ingunn Guðmundsdóttir Larsson Gunnar Brynjólfur Sigurðsson Ólöf Haraldsdóttir Sara Björg Pétursdóttir og barnabörn. 50 ára afmæli Erlen Sveinbjörg Óladóttir er 50 ára í dag. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, Laufási 4a í Garðabæ, á afmælisdaginn. Fjölskyldan ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� ������������� Innilegustu þakkir til ykkar fjölmörgu sem tókuð þátt í sorg okkar og sýnduð okkur með margvíslegum hætti samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, Antons Sölva Jónssonar Heiðarbrún 11, Keflavík. Sérstakar þakkir til Karlakórs Keflavíkur og Sindrabræðra, að ógleymdum traustum vinum okkar. Sá sómi sem hinum látna var sýndur við útför hans gleymist aldrei. Guð launi ykkur ríkulega. Jórunn Jónasdóttir Jóna Björg Antonsdóttir Ellert Þ. Ólafsson Guðrún Anna Antonsdóttir Bogi Jón Antonsson Anton Ellertsson Þorbjörg Bergþórsdóttir Kristrún Jónsdóttir Magnús B. Magnússon og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.