Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 59
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 43 Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is Kolefnin minnka loft- þrýstinginn í boxinu sem gefur hátalaranum meira rými til að hreyfast fram og til baka. Þannig verður til meiri dýpt og hljómurinn úr litlu boxi verður kraftmeiri heldur en úr stærra hátalaraboxi. Fyrir utan háþróaða tækni hefur KEF lagt mikla áherslu á glæsilegt útlit, nútímalega og stílhreina hönnun sem fyrir marga er hinn helmingurinn af ánægjunni. Njóttu þess í botn að hlusta á góða tónlist í hátölurum sem búa yfir tækni sem engir aðrir hátalarar geta státað af. Það sem gerir KHT6000 hátalarana frá KEF einstaka er svokölluð ACE-tækni (Acoustic Compliance Enhancement). KEF hefur kollvarpað lögmálinu um að krafturinn í hljómburðinum sé í réttu hlutfalli við stærðina á hátalaraboxinu. Tækni KEF byggir á því að setja örlitlar agnir af sérstöku kolefni í hátalaraboxið. Helmingurinn af ánægjunni KEF KHT6000 P IP A R • S ÍA • 6 0 5 6 0 FótboltI Veigar Páll Gunnarsson var á sunnudagskvöldið valinn leikmaður ársins úr röðum leik- manna norska úrvalsdeildarliðs- ins Stabæk af stuðningsmönnum liðsins. Hefur hann skorað sautján mörk í deildinni í ár en félagi hans, Svíinn Daniel Nannskog, hefur skorað einu marki meira. Er hann markahæsti leikmaður deildarinn- ar. Veigar er hins vegar ofar í ein- kunnagjöf fjölmiðlanna í Noregi og því virðast stuðningsmenn Stabæk vera sammála. „Þetta er mikill heiður,“ sagði Veigar Páll í samtali við Bud- stikke. „Ég vil þakka stuðnings- mönnunum kærlega fyrir að velja mig leikmann ársins. Valið kom mér mjög á óvart.“ Stabæk vann sér sæti í úrvals- deildinni síðastliðið haust og hefur gengið vel í deildinni. Liðið er í fimmta sæti þegar ein umferð er óleikin og má vel við una. Bæði Veigar Páll og Nannskog voru til- nefndir sóknarmenn ársins. Þeir skrifuðu báðir undir langtíma samninga við félagið í sumar, nú síðast Nannskog en tilkynnt var um samning hans um síðustu helgi. Báðir tveir eru þó eftirsóttir af liðum víða í Evrópu. „Ég er ótrúlega glaður yfir að hann verður áfram,“ sagði Veigar Páll. „Það er afar mikilvægt. Hann veit, rétt eins og allir í félaginu, að ég vil spila með honum í framlín- unni. En það er ekki satt að bara við tveir náum vel saman. Við þurfum að ná því með öllum í lið- inu.“ Þeir félagar hafa skorað 35 af 48 mörkum liðsins í deildinni í sumar og er það fáheyrt að tveir framherjar reynist jafn drjúgir fyrir sama liðið á einu tímabili. Eins og hefð gerir ráð fyrir fær leikmaður ársins hjá Stabæk einn kassa af bjór að gjöf frá stuðn- ingsmönnunum. - esá Veigar Páll Gunnarsson fékk kassa af bjór frá stuðningsmönnum Stabæk: Veigar Páll valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Veigar Páll Leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Stabæk. fréttabLaðið/Scanpix FótboltI David Beckham, leikmaður Real Madrid, reyndi í eitt skipti fyrir öll að kveða niður þann orðróm að hann sé á leið frá Real Madrid og aftur til Eng- lands. „Ég er ekki að velta því fyrir mér að fara. Og ég fer ekki neitt í janúar,“ sagði Beckham en samningur hans rennur út í sumar. Orðrómur hefur því verið á kreiki að Real vilji selja leikmanninn þegar félagaskipta- glugginn opnast í janúar. Mörg félög hafa verið orðuð við Beckham, nú síðast Celtic og Tottenham. - esá David Beckham: Fer ekki frá Real í janúar DaViD Beckham Þreyttur á orðrómun- um eins og sjá má. nordic photoS/afp FótboltI Shay Given, markvörður írska landsliðsins og Newcastle, hefur hafið æfingar á nýjan leik eftir að hann meiddist í leik gegn West Ham hinn 17. september. Hann lenti í samstuði við Marlon Harewood með þeim afleiðingum að magi Givens rifnaði. Síðan Given meiddist hefur Newcastle aðeins náð í tvö stig af átján mögulegum í ensku úrvalsdeildinni. - esá Shay Given: Byrjaður að æfa á nýjan leik FótboltI Franski fótboltasnilling- urinn Youri Djorkaeff tilkynnti í gær að hann væri hættur knattspyrnuiðkun sem atvinnu- maður. Hann var í liði Frakka sem varð heimsmeistari árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lék bæði með Blackburn og Bolton í ensku úrvalsdeildinni en nú síðast með New York Red Bull í bandarísku MLS-deildinni. Nú eru aðeins fjórir leikmenn enn að sem unnu áðurnefnda tvennu; þeir Patrick Vieira, Thierry Henry, David Trezeguet og Lilian Thuram. - esá Youri Djorkaeff: Leggur skóna á hilluna Djorkaeff Áhorfendur hylla kappann eftir hans síðasta leik með new York red bull. nordic photoS/afp FótboltI Markvörðurinn Tomasz Kuszczak var í gær valinn í pólska landsliðshópinn í fyrsta skipti en hann er markvörður hjá Manchester United. Hann var á milli stanganna hjá liðinu í deilda- bikarkeppninni er liðið mætti Crewe en þar áttu þau skondnu mistök sér stað að nafn hans á treyjunni var rangt stafsett. Pólverjar mæta Belgum í undankeppni EM 2008 í næsta mánuði en ásamt Kuszczak voru markverðirnir Artur Boruc hjá Celtic og Mariusz Pawelek frá Wisla Krakow valdir. - esá Tomasz Kuszczak: Valinn í pólska landsliðið kuszczak Í leiknum fræga þar sem nafn hans var rangt stafsett á treyju hans. nordic photoS/gettY FótboltI Sol Davis, leikmaður Luton Town, mun á næstu dögum gangast undir rannsóknir á heila og hjarta eftir að hafa fengið slag í rútu liðsins á laugardaginn var. „Honum líður ágætlega en leiðist þó nokkuð,“ sagði Mike Newell, stjóri Luton. „Hann mun nú gangast undir rannsóknir og vonandi mun hann hafa náð sér af fullu eftir þrjá til sex mánuði.“ Liðið var á leið til Ipswich þegar atvikið átti sér stað. Því var haldið leyndu þar til eftir leikinn, sem Luton tapaði 5-0. - esá Sol Davis: Gengst undir rannsóknir sol DaVis fékk slag í rútu Luton á laug- ardaginn. nordic photoS/gettY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.