Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 62
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR46 Hrósið … „Ég leit á þetta sem mislukkaða tilraun. Mér fannt þetta vera mjög mislukkað allt. Já, og þessi ummæli fannst mér óvarleg og algerlega óviðeigandi,“ segir dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Rásar 2. Sigrún rak Hjört Howser, útvarpsmann með meiru, af Rás 2 eftir aðeins einn þátt. Hjörtur hafði verið fenginn til þess, ásamt hinum reynda Magnúsi Einars- syni, að stýra þættinum Helgarút- gáfunni sem er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum eftir hádegi frá klukkan eitt til fjögur. Brottreksturinn er einkum rek- inn til ummæla sem þeir Hjörtur og Magnús létu falla um Gus Gus- fjöllistaflokkinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins móðguðust listamennirnir Einar Örn Benediktsson og Ragnar Kjartansson mjög fyrir hönd Gus Gus-manna og mótmæltu eindreg- ið. Eftir því sem næst verður kom- ist er verulegur urgur innan Rásar tvö vegna brottvikningarinnar því ummælin teljast tæplega af alvar- legra taginu. Þrátt fyrir að maður gengi undir manns hönd, Jakob Frímann Magnússon, sem formað- ur FTT talaði máli Hjartar við Pál Magnússon útvarpsstjóra og svo virtist sem tekist hefði að ná lendingu í mál- inu kom allt fyrir ekki. Sigrún tók upp þykkjuna fyrir hönd Gus Gus- flokksins og vék Hirti umsvifa- laust frá störfum. Auk þess sem hún ræddi málið á alvarlegum nótum við Magnús. Sigrún segist reyndar ekki vita til þess að neinn urgur sé í útvarpshúsinu við Efsta- leiti en hún stýrir Rás tvö frá Akureyri. „Það urðu talverð viðbrögð við þessum ummælum,“ segir Sigrún aðspurð en brottreksturinn hafi þó alfarið verið hennar ákvörðun. „Fólk var mjög óánægt með þessi umræddu ummæli. Og ég vil geta treyst fólki með hvað það lætur út úr sér á Rás 2.“ Hún segir Hjört ekki hafa verið á samningi en það sé Magnús hins vegar. „Hann veit mína skoðun á þessu. Ég ræddi við hann.“ Sigrún segist nú vinna að endurskipulagningu þáttarins en Magnús er þegar mjög atkvæða- mikill á Rás 2. „Ég er að leita að „partner“ fyrir Magnús. Og inn- spýtingu. Ég var á fundi með Tví- höfða sem hugsanlega kemur þarna inn með honum. En allt er þetta í deiglunni.“ Hörtur Howser segir einkenni- legt að tala um tilraun þegar í hlut eiga dagskrárgerðarmenn með margra áratugareynslu í útvarpi að baki. Jafnvel saman. „Menn sem hafa stýrt þáttum af ýmsu tagi undantekningalaust við góðan orðstír.“ Hjörtur segir að vissulega hafi mönnum orðið á smávægileg mis- tök. „En að hætti sannra heiðurs- manna voru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á því, bæði skriflega og með símtali. Aðrir sem að málinu komu töldu að með því væri mál- inu lokið. Það komu okkur því í opna skjöldu þessi ýktu og óskilj- anlegu viðbrögð doktor Sigrúnar. Ýmislegt hefur verið látið flakka í útvarpi í gegnum tíðina án þess að menn hafi farið af límingunum þess vegna,“ segir Hjörtur sem bæði undrast þessi snöggu mála- lok og er leiður. Hann skilur ekki við hvað núverandi dagskrárgerð- armenn Rásar 2 eiga að miða ef þetta klaufalega spjall þeirra Magnúsar telst brottrekstrarsök sem hann vill meina að hafi ekki verið rætið. jakob@frettabladid.is veistu svarið Svör við spurningum á bls. 8 1 7.951 maður. 2 Ástþór Magnússon. 3 Ásthildur Helgadóttir. Hafnarfjörður verður í brennidepli í vikunni venju fremur vegna komandi prófkjörs Samfylkingar í Kraganum en meðal Gaflara er að finna höfuðvígi flokksins. tryggvi Harðarson, gegnheill krati og heimamaður, er í framboði og að ræsa vélar sínar. Um síðustu helgi opnaði hann kosningaskrifstofu sína í Gúttó - sögufrægu húsi góðtemplara í Hafnarfirði. Í anda þeirrar reglu bauð Tryggvi ekki upp á bjór við þetta tækifæri líkt og flestir fram- bjóðendur aðrir heldur kaffi og kökur. Stuðnings- mönnum hans þótti þó ekki hætt- andi á annað en teyma ölþyrsta verðandi kjósendur á Fjörukrána þegar kvöldaði til að hella aðeins upp á þá. ragnheiður ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjör- dæmi sem verður haldið þann 11. nóvember. Hún lét það þó ekki aftra sér í að fara í fimm daga skemmtiferð til New York ásamt dóttur sinni, Heklu Daðadóttur handboltakonu, sem margir muna eflaust eftir úr Bachelor þátt- unum, systur sinni og dóttur hennar en þær komu heim í gær. Ferðin mun hafa verið löngu skipulögð og fannst Ragnheiði ekki ástæða til að fresta henni þrátt fyrir að vera í miðri prófkjörsbaráttu. Aðdáendur Jóns Gnarr komu sér vel fyrir í sjón- varpssófunum á sunnu- dagskvöld og horfðu á ítarlegt viðtal evu Maríu Jónsdótt- ur við hann í Kastljósinu. Jón olli sínu fólki ekki vonbrigð- um og ekki skemmdi fyrir að hann boðaði endurkomu Tvíhöfða í útvarp. Jón og sigurjón Kjartansson munu ákveðnir í því að vera með þætti á Rás 2 og virðist því sem snautlegt launatilboð stöðvarinnar hafi verið hækkað til að fá þá félaga til starfa. -jbg/hdm Fréttir aF FólKi ... fær trúbadorinn Helgi Valur Ásgeirsson, sem ætlar að sýna fjölhæfni á tónlistarsviðinu með því að gefa næst út rapp- plötu. Ekki hefur mikið spurst til söngv- arans Einars Ágústs að undanförnu og því brutust út mikil fagnaðar- læti þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamór- al á Nasa um helgina. Að sögn Adda Fannars, gítarleikara hljómsveit- arinnar birtist Einar Ágúst óvænt á Nasa og var það því sjálfsagt mál að hann tæki lagið með þeim. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart enda var þetta alls ekkert planað,“ segir Addi Fannar. „Það var rosalega vel tekið í þetta bæði af okkur í hljómsveitinni og fólk- inu í salnum.“ Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Einar Ágúst átt við fíkniefnavanda að stríða en sam- kvæmt ballgestum á Nasa leit kappinn vel út og var greinilega á batavegi. „Hann er að vinna í sínum málum,“ segir Addi Fannar. Skítamórall mun frum- flytja nýtt lag í þætti Hemma Gunn, Í sjöunda himni, á fimmtudaginn en um áramótin stefnir hljómsveitin að því að taka sér frí í nokkra mán- uði. - sig Einar Ágúst á sviði með Skítamóral Bubbi Morthens vakti ekki mikla kátínu meðal Eyjamanna þegar hann hélt tónleika í Höllinni fyrir hálfum mánuði en þar lét tónlista- maðurinn Árna Johnsen óspart heyra það og taldi það með ólík- indum að „glæpon færi á þing,“ svo vitnað sé til umsagnar um tón- leikanna á Eyjar.net. „Slíkt gerðist hvergi annars staðar í heiminum nema kannski í Afganistan.“ Bubbi rifjaði jafnframt upp atvik sem átti sér stað á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum þegar Árni var sagður hafa slegið til söngvarans Hreims Arnar Heimissonar á svið- inu í Herjólfsdal en Árni neitaði öllum ásökunum í sjónvarpi á sínum tíma. Bubbi bar hins vegar vitni í Höllinni að þingmaðurinn fyrrverandi hefði logið að þjóð- inni. Jóhann Ingi Árnason skrifar um tónleikana á áðurnefndum vef og hann sagði í samtali við Frétta- blaðið að áhorfendurnir hefðu skipst í tvær fylkingar. Sumir hefðu hlegið að þessum skotum Bubba en öðrum hefði vart stokkið bros á vör. „Þetta er orðið gamalt og leiðinlegt mál og það er enginn að pæla í þessu lengur,“ segir Jóhann Ingi. Tónlistarmaðurinn sjálfur sat hins vegar fastur við sinn keip og taldi Eyjar hafa verið hárréttan stað til að gera grín að Árna John- sen, framboði hans og lygum þing- mannsins fyrrverandi í kringum kjaftshöggið. „Menn halda að bitið hafi orðið beiskt vegna velgengni minnar en því fer fjarri sanni,“ sagði Bubbi. „Ef menn geta ekki tekið því að ég hafi skoðun á framboði Árna Johnsen þá verð- ur bara svo að vera,“ bætir Bubbi við. „Kannski skammast Eyjamenn sín svolítið fyrir Árna og þess vegna má ekki tala um þetta,“ segir Bubbi og upplýsir jafnframt að við- brögðin hafi komið honum á óvart. „Ég hef hins vegar ekk- ert annað en gott um Vestmanna- eyjar að segja og mörg af mínum bestu lögum urðu þar til.“ - fgg Árni fékk á baukinn hjá Bubba BuBBi MortHens Árni á enga samúð inni hjá tónlistamannnin- um Bubba Morthens sem lét þing- manninn fyrrver- andi heyra það.JóHann inGi Árnason Einn þeirra Eyjamanna sem voru ekki par hrifnir af skotum Bubba á Árna Johnsen. DR. SiGRúN STEFÁNSDóTTiR: RekuR HjöRt HowseR af Rás 2 Enginn húmor fyrir Hirti H: Hvað er þetta Gus Gus? Var keisarinn í einhverjum fötum? M: Nei, ég held að það hafi verið gersamlega ofmetið. Þegar maður fékk fréttir af því að þeir hefðu verið lengur að ná inn bassa- trommusándi inni í stúdíói heldur en Bítlarnir þegar þeir tóku upp sína fyrstu plötu, sem tók þrettán og hálfan tíma, þá vissi maður að það var ekki allt í góðu lagi. H: Um tíma hneykslaðist ég mikið á því og lét fara í taugarnar á mér að það var svoleiðis dælt svoleið- is peningum inn í þetta fyrirbæri „þessir krakkar“ M: Varstu ekki bara öfundsjúk- ur? H: Já, já, auðvitað var þetta bara öfundssýki. En við sem höfðum þurft að lepja dauðann úr skel, skuldandi Magga í Rín víxla von úr viti, þessir krakkar áttu allt í einu upptökubúnað, stafrænan, hljóðfæri og tæki til hljóðmynd- unar, fyrir tugi milljóna. Allt á einhverjum iðnþróunarlánssjóðs- verkefniskjaftæðislánum og svo kom ekki neitt. (Síðar í þættinum:) H: Hafa skal það sem betur hljóm- ar. Við erum menn til að leiðrétta ef við förum með rangt mál. Við vændum Gus Gus-meðlimi um að vera styrkþegar. Þeir fengu ekki krónu, enda sér maður það á útganginum á þeim og holdafari að þar fer ekki fólk sem borðar með silfurskeiðum. Og leiðréttist hér með. Fátækir og hafa aldrei þegið opinbert fé. En frægir út um allan heim. Einhverjir slúbb- ertar aðrir sem hirtu þennan pen- ing allan og byggðu stúdíó sem Gus Gus-menn notuðu til upp- töku. Þetta sögðu Hjörtur og Magnús HJörtur Howser Segir að ummælin hafi verið klaufaleg en dregur í efa að þau séu brott- rekstrar- sök. MaGnús ein- arsson Fékk tiltal frá dag- skrárstjór- anum. Dr. siGrún steFÁns- Dóttir Hafði engan húmor fyrir Hirti og rak hann umsvifalaust. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Sérferð Einstök gönguferð á Alicante 69.900 kr.1.–4. nóv. Fótbolti Chelsea–Watford 56.900 kr.10.–12. nóv. Fótbolti Arsenal–Hamburg SV 49.900 kr.21.–22. nóv. Fótbolti Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. Golf Bonalba, Alicante Verð frá 69.900 kr.Valfrjálst Sérferð Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Fótbolti Fulham–Arsenal 49.900 kr.29.–30. nóv. Fótbolti Man. Utd.–Man. City 64.900 kr.8.–10. des. Sérferð Aðventuferð til Berlínar 49.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Sólarferð Alicante, Hotel Sidi San Juan Verð frá 47.121 kr.Valfrjálst Golf Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Þriggja daga ganga með íslenskri leiðsögn. Gist á litlum fjallahótelum, ekta spænskur matur og þægileg herbergi. Fjölbreyttar gönguleiðir, ólýsanlega fallegt útsýni og einstakar minjar. Tónleikar George Michael 69.900 kr.27.–29. nóv. Sérferð Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Risaslagur af bestu gerð á Stamford Bridge! Síðustu leikir þessara liða hafa verið magnaðir og verður eflaust hart barist að þessu sinni enda byrja bæði lið vel í deildinni. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á St. Giles í tvær nætur og miði á leikinn. lÁrétt 2 örugglega 6 kusk 8 forsögn 9 fæða 11 tímabil 12 ýfun 14 steinn 16 skóli 17 sjón- varpsstöð 18 flýtir 20 í röð 21 prik. lóðrétt 1 kaupbætir 3 klaki 4 splunkunýr 5 lítill sopi 7 vera með fyrirgang 10 örn 13 þang- að til 15 svara 16 blaður 19 tveir eins. lausn lÁrétt: 2 víst, 6 ló, 8 spá, 9 ala, 11 ár, 12 gárun, 14 tinna, 16 ma, 17 sýn, 18 asi, 20 rs, 21 stig. lóðrétt: 1 álag, 3 ís, 4 spánnýr, 5 tár, 7 ólát- ast, 10 ari, 13 uns, 15 ansa, 16 mas, 19 ii. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 einar ÁGúst oG sKítaMórall Mikla athygli vakti þegar Einar Ágúst steig óvænt á svið á Nasa um helgina og söng með gömlu félögunum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.