Tíminn - 28.01.1979, Síða 7

Tíminn - 28.01.1979, Síða 7
 Sunnudagur 28. janúar 1979 l'lll'l'lllÍ 7 Jón Sigurðsson: Brýnustu hagsmunamál unga fólksins Tillögur stjórnarflokkanna þriggja um aögeröir og stefnu 1 efnahagsmálum, sem lagöar hafa veriö fram aö undanförnu og eru til umræöu i ráöherra- nefndinni, skiptast i þrjá þætti aö efni tií. Ifyrstalagi fjalla þær um viö- brögö viöþeim vanda sem fyrir- sjáanlegur er hinn fyrsta mars nk., og hafa bæöi framsóknar- menn og Alþýöuflokksmenn fram aö færa itarlegar tillögur um þann þátt málsins auk hinna tveggja þáttanna. I ööru lagi fjalla þær um þá efnahagsstefnu sem veröa skal beint framhald þeirra aögeröa, sem beinllnis varöa vandann 1. mars, en þaö er einmitt markmiö flokkanna aö þær aögeröir veröi ekki bráöabirglaúrræöi, heldur upp- haf varanlegrar efnahags- stefnu. I þriöja lagi gera til- .lögurnar grein fyrir þvi efna- hagsástandi sem aö er stefnt (il frambúöar og þeim leiöum sem liggja aö þvi markmiöi.en tillög- ur Alþýöubandalagsins má segja aö hnigiaöeinsaö þessum þriðja þætti málsins. Tillögur framsóknarmanna, sem birtar voru fyrir skömmu, eru beint og rökrétt framhald af ályktun flokksþingsins sem haldiö var snemma á sl. ári. Sú ályktun var mjög róttæk og geröi ráö fyrir algerri stefnu- breytingu I þvi skyni aö brjótast út úr vitahring óðaverðbólgunn- ar. I þeim tillögum sem forystu- menn Framsóknarflokksins hafa nú lagt til er aö sjálfsögöu tekið fullt tillit til þeirrar fram- vindu sem siöan hefur oröiö, og þaö veröur aö segjast aö i þess- um tillögum einum er starfi rikisstjórnar Olafs Jóhannes- sonar sýndur sá viðeigandi sómi aö taka tillit til þess sem stjórn- in hefur gert og lýst yfir, en i tíl- lögum hinna stjórnarflokkanna beggja ber miklu meira á há- stemmdum viljayfirlýsingum og tilburðum til aö marka sér sérstööu sem notast gæti sem eins konar pólitiskt vopn án til- lits til stjórnarsamstarfsins. Vöndurinn sem sífellt hvín Tillögur framsóknarmanna eru alhliöa og visa leiö út úr öngþveiti óöaveröbólgunnar án þess aö raskaö sé atvinnuörygg- inu, byggöaþróun og réttlæti i tekjuskiptingu. I þeim er ekki veifað gyllingum, heldur miöaö viö aö ná raunhlltum og varan- legum árangri án of mikilla fórna af hálfu almennings. Þær fjalla um öll helstu sviö atvinnu- efaahags- og kjaramála, gera grein fyrir þeim byröum sem allar stéttir veröa aö bera i bráö i þvi skyni aö ná bættum hag til lengdar. Sérstaka athygli hafa þær til- lögur framsóknarmanna vakið sem lúta aö málefnum vinnu- tíma, lengdar vinnudagsins og vinnuvikunnar, og aö málefnum þeirra fjölskyldna sem standa i húsbyggingum eöa Ibúöar- kaupum. Þessar tillögur hafa ekki aðeins vakiö veröskuldaöa athygli heldur hefur þeim verið mjög fagnaö, einkum af ungu fólki,en þær snerta ekki hvaö sist ungar fjölskyldur, barna- fólk sem er að brjótast um I erfiðri en óhjákvæmilegri fjár- festingu yfir heimili sin. Þaö er vissulega full ástæöa tíl aö minna á þaö alveg sér- staklega aö þaö var aöeins Framsóknarflokkurinn sem mundi eftir brýnustu hags- munamálum ungra fjölskyldna i stefnumótun til frambúöar i efnahagsmálum. Og það þarf enginn aö segja ungu fólki,hvar skórinn hefur kreppt að I þess- um efnum á undanförnum ár- um og jafnvel áratugum. Ger- völl yngri kynslóöin og þeir sem komnir eru nokkuö til þroska vita aö vinnutimalengdin, ok kvöldvinnu oghelgarvinnu, hús- næöiskostnaöurinn og eilifar greiöslur og afborganir vegna ibúöarinnar eru þau atriöi sem þyngst hvlla á ungum fjölskyld- um, sá vöndur sem sifellt hvin á herðum ungra foreldra og aö af þessum völdum stafa mörg öröugustu og verstu vandamál hvers konar sem þessi kynslóð á við aö striða I lifi sinu. Besti og stærsti skerfurinn Þaö var svo sannarlega tlmi tíl kominn aö einhver stjórn- málaftokkurinn tæki þessi mál- efni til rækilegrar yfirvegunar og tillögugeröar til úrbóta, ekki einhver fögur orð heldur raun- hæfar tillögur. Og er þaö þá ekki talandi dæmi um alla þessa boö- bera frelsunar og fagurs mann- lifs á siöustu árum, alla þessa fjálglegu baráttumenn réttlætís og jafnaöar, aö þaö varð Fram- sóknarflokkurinn sem einn haföi fram aö bera róttækar og framfarasinnaðar tillögur I þessu lffshagsmunamáli unga fólksins og þeirra sem nú eru á barnsaldri? Hvað snertir daglegt líf fólks- ins I landinu, hina ,,hversdags- legu tilveru” almennings i framtiðinni, skal ekki hikaö viö aö fullyröa þaö hér aö þessar til- lögur eru besti og stærsti skerfurinn sem yngri kyn- slóðinni hefur veriö færöur. Þetta vita allir og allar sem á undan förnum árumhafa brotist I að stofna heimili, koma upp börnum og eignast þak yfir höfuðiö. Tillögur framsóknarmanna i þessuefnifjallaum aö markvlst veröi stefnt aö almennri stytt- ingu vinnudagsins og þar meö vinnuvikunnar með bættri verkaskipulagningu og al- mennri hagræðingu sem geri kleift aö hækka dagvinnukaupiö svo til muna aö það nægi til framfærslu. I öðrulagi miöa þær aö þvi að tekinn veröi upp sveigjanlegur vinnutlmi almennt I atvinnullf- inu, þannig að greitt verði fyrir þvl að foreldrar geti, amk. að verulegu leyji, skipt með sér verkum um forsjá heimilisins og handleiöslu barnanna. I þriöja lagi gera tillögurnar ráö fyrir því aö um leiö og brot- ist er út úr vitahring óöaverð- bólgunnar, með leiöréttu visi- tölukerfi launa og verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga og viðeigandi fjármálastefnu, veröi húsnæöismálalánin hækk- uö og greiöslutími lengdur til muna, þannig aö greiöslubyröin dreifist á fleiri ár og afborganir veröi bærilegar fólki meö dag- vinnutekjur. Samhliöa þessu veröikomiö upp sameiginlegum lifeyrissjóöi allra landsmanna. Harðsnúin bræðrabylta Orstutt Uttekt á ástandinu eins og þaö hefur veriö I þessum efnum á undan förnum árum leiöir I ljós: — Vinnutlmi langflestra, amk. af yngri kynslóö hefur veriö óhemjulega langur. Hafi þess veriö nokkur kostur hafa báöir foreldrar unniö „úti” full- an vinnudag og lengur, einmitt á þeim árum sem börn eru á viökvæmasta skeiöi. Hver vinnustund hefur greinilega veriö svo ódýr aö atvinnu- vegirnir hafa ekki þurft aö gera verulegt átak til aö spara „tima og hendur”, en þannig hefur tima fólksins I rauninni veriö sóaö og hamlaö nauösynlegum skipulagsbreytingum sem miöi aö stórbættri nýtingu vinnunn- ar, auknum framleiösluafköst- um og betri vinnubrögöum. Veröbólgunni hefur fylgt óheyrilegt krónuverð íbúöa, mjög há útborgun á fyrsta ári eða skammur greiöslufrestur viö byggingu,stööug raunviröis- rýrnun húsnæöismálastjórnar- lána ár frá ári og loks óskynsam lega stuttur heildartimi lána vegna rýrnandi krónu, háir vextir og afborganir sem þar meðhafa skipstá óeðlilega fá ár miöaö viö endingu húsnæöisins. Þetta er hin alræmda svika- mylla, þar sem allir — bókstaf- lega allir — eru aö reyna aö vernda sig gegn veröbólgunni en tapa allir I harösnúinni bræörabyltu. Af þessu hefur leitt verulega upplausn heimilanna einmitt á þvl timabili þegar þeirra er einna mest þörf, jafnt I félags- legu sem menningarlegu tilliti, þ.e. meöan fólkiö er ungt og börnin ósjálfbjarga. Það er rétt aö hafa það hugfast aö aöeins litill minnihluti hefur átt þess kost aö leigja sér ibúö tíl lang- frama viö nokkurt öryggi, aö ganga aö erfðaibúö eöa aö geta sifellt og stöðugt knúiö dyra hjá venslafólki um barnagæslu, fjárhagsaöstoð og hvaö þá hús- næði. Bæði svika- mylla og vitahringur A þvi leikur ekki vafi aö af öllu þessu hafa verið aö hljótast meiri og minni vandamál beint eða óbeint I uppeldismálum, sambúö og félagsllfi, en þaö hefur hreinlega horfið viöa nema vímugjafar væru viö höndina til aö ,,hleypa öllu út” sem safnast haföi fýrir I vinnu- kappi vikunnar. Þaö skyldi nú vera að yngri kynslóöin hafi gert ,,UK)reisn” sina á slöastliönu sumri,ekki sist af gremju yfir þessu hrak- lega ástandi sem er allri is- lensku þjóöinni tíl háborinnar skammar og hneisu. Hvers vegna hlaut allt þetta háværa angurgapatal um bankamál, ó - réttlæti i fyrirgreiðslum,kllku- skap i lánaútvegunum hljóm- grunn meðal almennings — nema vegna þess aö öll yngri kynslóöin hefur orðiö aö feta stafkarlsstíg frá þessum banka til hins bankans til þess eins að halda þakinu yfir fjölskyldu sinni og börnum — og veröa þó jafnframt aö vinna og vinna — ekki myrkranna á milli heldur lengur ef kostur var? Þetta ástand er ekki aöeins svikamylla, heldur vítahringur sem hver fjölskylda um sig hefur engin tök á aö brjótast út úr fyrren eftir mörg og erfiö ár, og þá er þessi kafli ævinnar aö baki án þeirrar lifsnautnar sem honum gat fylgt og átti aö fylgja, og þá eru börnin upp- komin, — ókunnugt fólk sem ekki var unnt að kynnást I tæka tiö. Menn eru misjafnlega haröir á skrápinn, og þaö er af sem áöur var aö aöeins þeim haröúöugustu og grimmustu var búinn llfsréttur, og svo mik- iö er vist aö þeir eru margir og þær margar sem hefur sviöiö undan þessu. Forsendur að bættu þjóðlífi Tillögur framsóknarmanna I þessum efnum vísa veginn út úr vítahringnum án óþarfafórna af hálfu almennings. Þær fela ekki i sér þann lúðrablástur sem allir skynsamir menn vita aö á aö- eins aö dylja sýndarmennsku og skrum. Stuttur vinnutimi, sem bygg- ist m.a. á þvi aö hver stund sé nógu dýr i kaupi til þess aö knýja á um endurskipulagningu og bætta vinnutilhögun, er for- senda þess aö um fjölskyldulif, útiveru, þátttöku i menningar- lifi og félagslifi geti verið aö ræöa fyrirmjög verulegan hluta þjóöarinnar og þá ekki sist ungt fjölskyldufólk. Og ungt fjöl- skyldufólk er ekki aöeins vaxtarbroddur þjóðlifs og menningar, heldur þaö eina fylkingarbrjóst sem ein þjóö getur átt. Sveigjanlegur vinnutlmi, þar sem hver einstaklingur á amk. nokkra valkosti, er forsenda hvors tveggja,aö efnahagsllfinu nýtist allt þaö vinnuafl sem veröa má og aö öllum ein- staklingunum séu búin tækifæri til aö njóta krafta sinna. Sveigja i vinnudeginum er einnig skil- yröi þess aöbáöir foreldrar geti eftir föngum veriö virkir uppal- endur, og hins aö mögulegt veröi aö draga úr geysilegum vexti samfélagsútgjalda vegna uppeldismála, barnagæslu og skyldra málefna. Báöir þessir þættir fela i sér þjóðfélagslegansparnaö.þ.e. aö þjóöinni nýtast þjóöartekjurnar miklu betur en nú er. Langtimalán vegna ibúöar- húsnæöis, meö lágum vöxtum og rauntryggingu og þar meö viöráöanlegum afborgunum eru forsenda umbóta I húsnæöis- málum og sameiginlegt lifeyris- kerfi undirstaöa réttlætis. En af þvier skemmst aö segja aö hús- næðismálin eru fjölskyldumálin og félagsmálini hnotskurn I þessu landi nú um stundir. Úrslitamikil- vægt Þessar tíllögur framsóknar- manna, þeir opnu möguleikar sem eru á góöu samstarfi og samkomulagi stjórnarftokk- anna um þær og aörar slikar nú á næstu dögum og vikum, sýna hversu úrslitamikilvægt þaö er aö rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar haldi áfram á markaöri braut. Þær sýna hve mikið er I húfi fyrir framtiöina aö sú til- raun sem þessi rikisstjórn er takist. Og reyndar sýna þær einnig aö slnu leyti hver stjórnmála- flokkanna er ábyrgastur, fram- farasinnaðastur og róttækastur i þvi' aö hrinda fram góðum málum. menn og málefni Þaö er timi til kominn aö sinna þeirra málum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.