Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. janiiar 1979 11 Jóhann Konráösson, Kristján Jóhannsson og Thomas Jackman á tónleikum á Akureyri varekki nema 2 tima i viku i söng og tónfræöi til aö byrja meö. En svo varö þetta smámsaman al- varlegra. Ég seldi verkstæöiö og ákvaö aö láta slag standa og reyna aö læra meira og nú er svo komiö aö ég er búinn aö vera i ströngu námi i 2 og 1/2 ár á ítaliu i borg sem heitir Peacenza. Ég verö aö geta þesshér aö mér heföi reynst þetta ókleift ef KEA á Akureyri heföi ekki stutt mig svo vel sem þaö hefur gert. Hvernig hefur gengiö meö fjöl- skylduna? — Hún hefur veriö meö mér sem allra mest aö visu hefur kon- an min tekiö sér lengra jólafri en ég t.d. komiö fyrrheim og þannig. Strákurinn minn er þarna i skóla og likar mjög vel svo og allri fjöl- skyldunni. Hverjir hafa veriö kennarar þinir þarna á ítaliu? — Ég vil nú helst ekki nefna þann sem ég varhjá fyrst læt mér venjuleganægjaað segja aö hann sé baryton þarna syðra. En nú er ég aö læra hjá stórkostlegum kennara, Gainni Poggi sem er fyrrverandi hetjutenór viö mörg óperuhús á Italiu og viöar. Hann er nú 58 ára og var búinn aö syngja i óperum i ein 20 ár áöur en hann hætti. Þaö leiöir hugann aö þvi hvaö er meöalstarfsaldursöngvara t.d. tenóra? — Hann er ekki hár, svona um 20 ár og þaö er eins og sá aldur sé mjög svipaöur hjá flestum, þó um undantekningar sé aö ræöa. Þaö breytir t.d. ekki miklu hvort söngvarinn byrjar yngri eöa eldri t.d. 5 árum fyrr eöa seinna. Hann hættir þá aðeins þeim 5 árum fyrr eöa siöar. En aörar raddir hafa flestar lengri endingartima. Tenór er sennilega ein erfiöasta röddin 1 meöförum, viökvæm og vandmeöfarin. Baryton röddin er miklu náttúrlegri og eðlilegri karlmannsrödd, en hjá tenórum fer óskaplegur timi I þaö aö finna jafnvægi raddarinnar. Ég heyröi einhvern tima aö þýski tenórinn Peter Anders heföi leitaö þessa jafnvægis í 12 ár áöur en hann fann sinn rétta tón. Hefur þú heyrt um eitthvaö hliöstætt og hvernig gengur þér sjálfum? — Já, t.d. þessifrægi tenór sem „slær I gegn” um þessar mundir, Luciano Pavarotti, ég hef heyrt að , aö baki þessari stórkostlegu rödd búi 15 ára þrotlaust atarf. Svo þú sérö aö þetta er ekki ein- tómur leikur. Hvaö sjálfan mig varöar hef ég veriö heppinn. Þegar ég syng I dag llður mér vel og þaö er atriöi sem er þungt á metunum. Otfrá þeim jafn- vægispunkti verö ég siðan aö vinna. Þú minnist á Pavarotti, þú hefur auövitaö heyrt hann syngja? — Já og fleiri, en núna fyrir suttu heyrði ég einmitt Pavarotti syngja i Rigolettó. Þaö var ótrú- legt. Ég hélt aö ekkert gæti haft svona óskapleg áhrif á mig. Ég sjóöhitnaöi og ég skalf, var meö „gæsahúö”, og ég fékk jafnvel tár i augun. Þvillk rödd, guðdómleg. Enda hef ég heyrt aö það hafi veriö klappaö samfleytt i 15 minútur fyrir honum við Metro- politan óperuna. Atvinnumöguleikar þinir? — Auövitaö vonar maöur allt þaö besta og sem betur fer eiga tenórarauöveldarauppdráttar en aörar raddir, þar sem um of- framleiöslu er aö ræöa. En þaö er allt óákveðiö hjá mér ennþá. Sjálfsgagnrýni kemur hún ekki aö notum i þessu námi? — Jií, auövitað annars mundi maöur staöna. Ég get sagt þér t.d. að stundum rif ég mig svo niöur I gagnrýniaö oft langar mig til þess aö ganga I sjóinn. En svo smátini ég mig saman og held siðan áfram. Hvaö finnst þér um framtfö óperunnar hér á landi? — Ég bind miklar vonir við þessa hreyfingu söngvara sem núna er og vona aö þeir geri Thomas Jackman er Iri og kennir pfanóleik á Akureyri. söngvurum fært aö iifa á þessari grein listarinnar. Sérstaklega list mér vel á starf Garöars Cortes, þaö er maöur aö minu skapi. Hvernig er andrúmsloftiö (mórallinn) innbyröis á milli söngvara, eru þeir afbrýöisamir o.þ.l.? — Já, já, en þetta er mismun- andi og mér finnst oft að þaö sé þannig, aö þvi meiri listamenn sem söngvararnir eru þeim mun minna beriá þessari afbrýöisemi. T.d.PlacidoDomingosem er einn af mestu tenórum heims I dag, söng t.d. i Carmen eftir Bizet núna um hátiöarnar I Islenska sj(kivarpinu. Hanner alltaf tilbú- inn að hrósa og gleöjast meö þeim sem vel gera, og hann gerir þaö sko verklega, faömar fólk og kyssir en ef illa gengur þá lætur hann kyrrt liggja og hughreystir heldur söngvarana. Éghef einhvers staöar lesiö um ítalska borg sem er svo „músikölsk”, aö áheyrendur vila ekki fyrir sér aö púa niöur heims- fræga söngvara, ef þeim tekst ekki nógu vei upp. Kannast þú viö þessa sögu Kiddi? — Já, ég er nú hræddur um þaö þetta er borgin Parma sem er nágrannaborg Peacenza þar sem ég er. Ég kem þar stundum og á þar kunningja t.d. er þarna „billjardspilari”, sem kann flest allar óperur Verdis og hann kann allt raddir, texta og allt sem til- heyrir. Ef söngvari hlýtur náö fyrir eyrum þessara áheyrenda má segja aö hann eigi greiöan aö- gang aö La Scala óperunni. En þeir tala lika um óperur eins og aörir tala um slúöursögur, þannig að maður getur stundum fengiö nærri nóg af umræöuefninu. Undirleikari Kristjáns er Thomas Jackman og ég spyr hann Thomas Jackman hvaöan ber þig aö og hve gamall ertu? — Ég kem frá héraði á Irlandi sem Kerry heitir og ég er 24ra ára. Hvaö ert þú búinn aö vera lengi hér á landi? — Síðan 1975 og hef kennt við Tónlistarskólann þannig aö þetta er 4. veturinn minn. Hvaö ert þú meö marga nem- endur nú i vetur? ,,Ég get þá aftur fariö i máim- smlöina”. — Þeir munu vera 1 kringum þrjátlu. Hvernig hófst samstarf ykkar Kristjáns? — Þaö hófst eiginlega strax”ég hef leikið undir hjá honum frá byrjun, bæöi hér á Akureyri og viöar. Það var alltaf áhugamál mitt aö leika undir hjá söngvur- um og strax i tónlistarskóla fékk ég þá þjálfun lék t.d. undir hjá söngkennurum o.fl. Og hverniger aö leika undir hjá söngvurum? — Þaö er mjög skemmtilegt. Þetta byggist mjög mikið á þvi hve gott samband er á milli undirleikarans og söngvarans. Hvernig þeim gengur aö skynja hvor annano.s.frv. Þaö samband byggist smám saman upp á æfingum og tónleikum, en þó þarf undirleikarinn alltaf aö vera til- búinn fyrir alls konar tilbrigöi. Þess vegna veröur svona undir- leikur alltaf svolitiö „spennandi”. Nokkuö aö lokum Kiddi? — Já, ég vildi gjarnan koma aö þakklæti minu til forráöamanna Borgarbiós, svo og allra þeirra, semhafa stutt migmeöráöum og dáö. Veiðiréttareigendur athugið Traust félagasamtök óska eftir að taka á leigu á komandi sumri vatnasvæði með silungs, lax og sjóbirtingsveiði i huga. Tilboð merkt 1403 sendist auglýsingadeild blaðsins fyrir 1. mars n.k. Skrifstofustarf Viljum ráða hið fyrsta skrifstofumann til fjölbreyttra skrifstofustarfa. Laun samkvæmt 9. launaflokki rikis- starfsmanna. Umsóknum þarf að skila fyrir 6. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstof- unni. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik. Vélar í innréttingaiðnaði Til sölu eru vélar til mótunar á PVC viðar- likisfilmu til klæðningar á innihurðir, karma og skápahurðir, nýjar sem notað- ar, veggþiljur o.fl. Kemur i stað spónlagn- ingar. Möguleikar á ýmis konar formum, upphleyptu mynstri o.þ.h. með vacuum- mótun. Vélarnar eru ameriskar, aðeins þriggja ára gamlar, og i mjög góðu ástandi. Hurða- og skápamót af ýmsum stærðum og gerðum fylgja. Nánari upplýsingar i sima 97-1340 BRÚNÁS H.F. — Egilsstöðum Nú er boðið upp á luxusinnréttingu á Trabant Allur gjörbreyttur að innan. Nýtt mælaborð, bakstilling á framsætum og hægt að leggja þau niður og allur frágangur mjög vandaður. Komiö og kynnið ykkur ótrúlega vandaðan bil á þvi sem næst leikfangaverði TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi við Sogaveg S)mar 8-45-10 Et 8-45-11 Hjólbaxðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til • aö senda okkur hjólbarða til sólningar Eifium fyrirlignjandi flestar stœrðir hjólharða, sóiaða og nýja Mjög gott verð GÚMMÍ VINNU Ftjót og góð STOFAN þjónusta ||F POSTSENDUM UM LAND ALLT Skipholt 35 105 REYKJAVlK slmi 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.