Tíminn - 28.01.1979, Side 28

Tíminn - 28.01.1979, Side 28
28 Sunnudagur 28. janúar 1979 Um þessar mundir stendur yfir ársuppgjör hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Menn horfa dul- ráðum augum á reislur og kvarða eins og skáldið sagði og reyna eftir mætti að koma saman bók- haldi slnu —sem oftast er þó ekk- ert bókhald — og eftir langa mæðu fá þeir stöðu sfaa eftir áriö 1978. Þaökann að vera að einhverjir hafiaf nokkra skemmtun jafnvel ánægju en flestir bölva þó skatta- framtalinu og viidu helst vera lausir við þessa gestaþraut yfir- valdanna, jafnvel þótt aðstoö viö framtal sé i boði. En i'þessuefni eins og reyndar flestum öðrum, sleppa menn mis- jafnlega vel frá hlutunum. Eink- um sleppa þeir vel sem hafa bók- haldiðI lagi og þar er aðallega um að ræöa menn sem eru i rekstri einsog þaö heitir. Stóru fyrirtæk- in hafa sina bókhaldara, sem færa öll fylgiskjöl jafnóðum af strangleik og alvöru en minni fyrirtæki láta sum hver færa bók- hald fyrir sig, þannig að það er alla daga til reiðu og áhyggjur þvi engar, nema auövitað af llfsbar- áttunni, sem tekur á sig ýmsar myndir f bókhaldi manna og unaði. Vélabókhald i 20 ár Okkur þótti því bera vel I veiöi, þegar við fréttum aö Vélabók- haldið hefði orðið 20 ára á dögun- um, en það er einmitt fyrirtæki sem sérhæft hefur sig I bókhaldi fyrirtækja og veitir auk annars smáfyrirtækjum bókhaldsþjón- ustu — og stórfyrirtækjum llka: en sú lausn á vanda smáfyrir- tækja og einstaklinga með rekst- ur, aöfábókhaldiö fært uti I bæer tiltölulega ný þjónustugrein i landinu þar sem bókhald er bæði tvöfált og torráöiö i senn og er fremur álitiö til ama en hitt. Viö hittum aö máli Jón Snæ- björnsson endurskoðanda,for- stöðumann Vélabókhaldsins hf. i fyrirtækinu, sem er til húsa i Há- túni 4 a. Jón er Húnvetningur aö ætt i orðsins grófustu og innilegustu merkingu en það þýöir einfald- lega, að hann hefúr ekki, þrátt fýrirað hafa unniöllfsverk sitt að mestu i bænum, glatað uppruna slnum, heldur lifir og hrærist I húnvetnskum málefnum, bú- fræöitali, skáldskap og tvlræðum visum. Og eftir aö hafa samþykkt stutt viötal, þrátt fyrir miklar annir á örlagastund skatta og allsherjar- reglu i bókhaldi, spurðum við fyrst um tildrögin að stofnun Vélabókhaldsins hf. —• Ja, tlminnhefur liðið fljótt og það er næstum þvi ótrúlegt aö tveir áratugir skuli vera liðnir slðan viö byrjuöum. Fýrir mig persónulega er það llka undarlegt aö ég skyldi velja mér starf yfir bókum, þvi ég er fyrst og fremst útimaöur og nota flestar stundir til útiveru þegar ég er ekki bundinn yfir vinnu hér á skrifstofunni. Ég hefði ekki spáð þvi hér á árunum að ég gerði mér innisetur að ævistarfi, svo mikið er vlst. — Tildrögin að stofnun þessa fyrirtækis voru nú þau að ég var búinnaö vinna við bókhald i 13 ár hjá Heildversluninni Heklu hf., sem aðalbókariþar og var oröinn leiður og vildi skipta um starf. Var byrjaður að svipast um eftir nýju starfi. Þá var það sem Sigfús heitinn Bjarnason þáverandi forstjóri Heklu hafði forgöngu um það ásamt Þorsteini Bernharössyni, sem er forstjóri Raftækja- verslunar Islands hf. og fleiri fyrirtækja aö stofnuð var sérstök bókhaldsstofa, sem annaðist bók- hald fyrirtækja, þar á meöal þeirra er þeir veittu forstöðu. Þannig var ég i raun og veru fast- ur i netinu, því ég sló til. Þaö má því segja að ég hafi fariö með fyrri verkefni yfir I annað húsnæði, annaö gerðist i raun og veru ekki, svona fyrsta kastiö. Segja má aö ég væri kom- inn meö sjálfstæöan atvinnu- rekstur, en þetta var óbreytt aö ööru leyti. Viö þetta sat næstu árin. Að þvf dró að Hekla hf. tók bókhaldið til sln aftur og setti i tölvu að sið stórfyrirtækja.en önnur fyrirtæki eru hérennogmörgný hafa bætst I hópinn. Raftækjaverslun Islands hf. og fyrirtæki tengd henni eru hér enn- þá I viðskiptum ogeins verslunin Starfsliö og forstjóri. Talið frá vinstri: Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Jósafatsdóttir, Oddný Jónsdóttir og Guölaug Ragnarsdóttir. Rætt við Jón Snæbjörnsson endurskoðanda um bókhald vélabókhald og afmæli að húnvetnskum sið en vita svo ekkert I árslok, hvernig þeir i raun og veru standa. Hugsanlegt er, að sá sem veit nákvæmlega stöðu sina frá mánuði til mánaöar hagi slnum málum á annan hátt en sá sem heldur aö hann sé aö græða, þótt hann sé i raun og veru að tapa. Þessi þjónusta sem við getum veitt er sérlega dýrmæt fyrir smærri fyrirtæki og miðlungs fyrirtæki sem tæplega gætu borið það að hafa sérstakan bókhaldara á launum. Með þvl að vista bók- haldiðí bókhaldsfyrirtæki, fá þeir þetta fært upp fyrir hóflegt verð og geta beitt bókhaldi sem stjórn- tæki. Til er gamansaga um kunnan athafnamann sem var aö stofna nýtt fyrirtæki með öörum manni. Þá sagöi hinn aðilinn eitthvaö á þá leið að þeir yrðu svo að hafa gott bókhald. Þá sagði athafnamaðurinn með nokkrum þjósti: — Bókhald! Hver hefur orðið rikur á bókhaldi! Þessi saga er dæmi um viöhorf, sem er að liöa undir tok. Menn veröa kannski ekki rikir á bók- haldi einu saman, en það getur hindrað þaö að þeir standi einn góðan veðurdag uppi slyppir og snauöir. Svo mikið er aö minnsta kosti vist aö fyrirtæki sem hafa allt sitt á hreinu hvað bókhald varöar eru betur i stakk búin á allan hátt og þvi öruggara i rekstri. Þau greiða einnig réttlátari skatta, þvl öllu er til haga haldið. 40-50 fyrirtæki — Hvaða fyrirtæki eru þaö aöallega sem skipta viö Vélabók- haldiö hf.? — Þetta eru fyrirtæki I alls kon- ar starfsemi. Við erum með stóra steypustöð,B.M. Vallá hf. tvær bifreiöastöðvar Hreyfil hf. og Vöruflutningamiðstöðina hf. bif- reiðaútgeröarfyrirtæki, þ.e. Pét- ur og Valdimar á Akureyri,Sport- val hf. og fjölda iönaðar og inn- flutningsfyrirtækja, verslanir og einstaklinga sem of langt væri upp að telja. — Er mikið svindlaö? — Það er alltaf eitthvað svindlað. Þaö er mannlegt, en við hér eyðum ekki miklum tíma i þaö. En hvaö framtöl snertir, þá reynum viö að tryggja aö menn Jón Snæbjörnsson, endurskoöandi Rlma, sem var meðal stofnenda. Nokkrar breytingar hafa einnig orðið á eignaraöild á þessum ár- um. Ég hefi keypt lausa hluti en eigendur auk mln eru Raftækja- verslun lslands,Rima og B.M. Vallá steypustöð. — Nú, þaö dró fljótlega aö þvl að starfsemi okkar beindist inn á þær brautir aö fjölga verkefnum. Einkum vpru þetta fyrirtæki af þeirri stærð sem ekki hafa bol- magn til sérstaks bókhalds innan fyrirtækisins. Reksturinn er ekki þaö umfangsmikill aö hagkvæmt sé að hafa sérstakan bókara^einn eða fleiri. 1 stuttu máli þá gengur þetta þannig fyrir sig aö við tökum við fylgiskjölum frá fyrirtækjunum og öðrum bókhaldsgögnum, með vissu millibili og færum það upp sem kallaö er. Þetta er ýmist gert daglega, vikulega eða mánaðarlega, allt eftir þvi hvað er taliö hagkvæm- ast og hvers óskað er. 1 flestum tilfellum fylgir svo ársuppgjör, eða reikningsyfirlit og þá skattaskýrsla, rekstrar og efnahagsreikningur og annaö nauösynlegt. Þá fylgir þessu starfi einnig ráðgjöf' um það hvernig með- höndla skal bókhaldsgögn og búa til vinnslu hér I Vélabókhaldinu en það er talsvert atriði. Þeir sem koma meö þetta laust I kössum og dengja þvl hér inn á gólf, gjalda þess i meiri vinnu, þvl allt er unn- iö hérna I timavinnu. Þeir sem aftur á móti koma með skjöl sln og gögn I röð og reglu, njóta þess svo að minni h'mi fer I aö færa þetta nip. — Viö höfum ekki farið út 1 það að reikna þóknun okkar eftir t.d. veltu fyrirtækjanna sem vitan- lega er hugsanlegt að gera, heldur vinnum I timavinnu, og þá vinnst þaö aö menn greiöa eftir þvl hversu mikill tlmi fer I að koma skipan á og færa bækur þeirra, en ekkieftir öðrusem ekki miðar vinnuna eins vel viö raun- veruleikann. Þetta er lika örv- andi fyrir viðskiptavini okkar aö þeir græði á þvi að búa vel um skjöl sln og papplra. Bókhald sem stjórntæki — Hefur orðið breyting á bók- haldi á þessum 20 árum? — A eðli bókfærslu hefur ekki orðiðmikil breyting. Þaö er þó sl- fellt veriö að auka kröfur til bók- halds fyrirtækja, og ný atriði koma inn frá löggjafanum. Þó hefur oröið mikil breyting á einu. Bókhald er ekki aðeins notað til þess aö komast að raunverulegri stöðu fyrirtækjanna, heldur er þvl I vaxandi mæli beitt sem stjórn- tæki I rekstrinum sjálfum. Þeir sem nota bókhald þannig fá þá gjarnan rekstrar- og efna- hagsreikning fyrir hvern mánuð en auk þess ýmsar skýrslur, t.d. viöskiptamannalista, skuldalista og fl. Hagræði og hagur að þessu er mikill. Þess vill gæta I stórum fyrirtækjum, að stórar upphæðir eru útistandandi, vegna þess að ekki er unnt aö hafa yfirlit yfir málin.. Við getum tekið dæmi af t.d. einstaklingum. Sumir vinna allt áriö eru upp fyrir haus I önnum, Vélabókhaldið h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.