Tíminn - 28.01.1979, Síða 10

Tíminn - 28.01.1979, Síða 10
10 Sunnudagur 28. janúar 1979 Kristján Jóhannsson. réttum staö. Blóm bárust I meira magni en ég hef áöur séö. Eitt kvöld litu Kristján og Thomas Jackman inn hjá undir- rituöum og gat ég þá ekki á mér setiö aö leggja fyrir þá nokkrar spurningar og sneri mér fyrst aö Kristjáni. Hvenær og hvar ert þú fæddur Kiddi? — Ég er fæddur i innbænum, nánar tiltekiö j Hafnarstræti 53, 24. mai 1948, sonur hjónanna Jó- hanns Konráössonar og Fanneyj- ar Oddgeirsdóttur. Læröi ketil- og plötusmiöi og fór siöan á nám- skeiö i stillingu disilvéla og rak fyrirtæki á þvi sviöi um árabil. Þú ert giftur og átt eitthvaö af börnum? — Jú, konan min heitir Áslaug Kristjánsdóttir og viö eigum tvö börn, 9 ára gamlan strak og 4ra ára gamla stelpu. Hvenær byrjar þú aö syngja fyrst? — Ég man þetta nú ekki ná- kvæmlega en ég held ég hafi byrjaö aö syngja i Geysi 1969 en þaö er ekki fyrr en i janúar 1974 sem ég innritast i Tónlistarskól- ann i söngnám hjá Siguröi Demetz Franssyni. Þetta var nú bara áhugamál fyrst I staö og ég Einn er sá maöur sem undan- fariö hefur glatt hjörtu okkar Akureyringa.ogglættstolt okkar, en þaö er Kristján Jóhannsson tenór, sem nemur um þessar mundir söng i þeirri itölsku borg Peacenza. Undirritaöur fór á tónleika sem hann hélt I Borgarbiói mánudag- inn 8. janúar i félagi viö fööur sinn Jóhann Konráösson landsþekktan söngvara. Þar söng Kristján ein- söng og ariur og svo sungu þeir feðgar saman nokkur tvisöngslög viö undirleik Thomasar Jack- man. Um tónleikana veröur ekki annaö sagt en aö þar hafi veriö örlátlega veitt af fallegum lögum og vinsælum hjá þeim sem til óperutónlistar þekkja og söngvarinn var ekki meö neina nisku viö okkur áheyrendur eöa sparsemi sem stundum hefur heyrst aö stórsöngvarar geri, þegar þeir halda tónleika. óneitanlega get ég ekki annaö en dáöst aö hugrekki þessa unga manns aö leggja i svo erfiöan „konsert” viö þær erfiöu aö- stæöur sem umhverfi hans býöur upp á. T.d. er erfitt aö gera sér grein fyrir þvi hve miklu hlut- verki i óperusöng heil sinfóniu- hljómsveit gegnir þar sem hún bæöi felur þær misfellur, sem kunna aö vera svo og hitt aö slik hljómsveit lyftlr undantekningar- laust undir söngvarann. Viö slik- an undirleik er rödd söngvarans aö visu einleikshljóöfæriö en ekki eins áberandi aöalhljóöfæri eins og þegar undirleikshljóöfæriö er einn flygill. Þetta vildi ég aö viö sem áheyrendur geröum okkur ljóst til þess aö meta enn frekar afrek þessa unga manns. Ég hef lika heyrt einhvern timann aö þær óperuariur sem Kristján valdi sér til flutnings núna væru slikar stjörnuariur aö stór- söngvarar erlendir veldu sér gjarnanekki fleiri en eina til tvær slikar tilflutningsá konsertkvöldi sem þessu. Kristján hélt tónleika á siöast- liönu vori og þá i félagsskap Siguröar D. Franssonar og þá þegar varö aösóknin slík aö margir uröu frá aö hverfa. Og núna fór á sama veg. Akureyring- ar voru tilbúnir og tóku þessum týnda syni sinum opnum örmum og hann átti þaö ekki siöur skiliö nú en siöast þvi aö á þessu eina ári hafa oröiö afdrifarikar breytingar á allri mótun þessarar stórglæsilegu raddar. Siöast þeg- ar hann var hér voru hátónar óformaöir, var aöeins sleppt laus- um og látið ráöast hvernig til tókst. A neöri tónum raddarinnar gætti ekki heldur mikils öryggis svo sem söngvaranum liöi þar ekki alltof vel. En nú kveöur viö ailt annan tón á þessum sviöum, og veröur ekki annaö álitiö en drengurinn sé i meira lagi nám- fús og skilningsrfkur, aö hafa til- einkaö sér þetta sem upp á vantaöi á aöeins tæpu ári. Þó skyldi enginn lita svo á aö þessi rödd sé fullþroskuö, slik ætlan væri aöeins kröfuharka sem á engan rétt á sér. En Kristján er á réttri leiö og svo hraöri leiö aö mig undraöi þaö ekki ef viö heyr- um jafnvelnæstaf honum annars staðar frá en i islenskum fjöi- miölum. Um finni gagnrýni og nánari útlistun á tækni treysti ég mér ekki til aö fjalla en vil þó skjóta hér aö þvi aö sá söngvari sem hefur slikt vald á hæsta tóni C’is I ariunni úr „La Favorita” eftir Donizetti hlýtur aö vera öruggur með enn hærri tón, annars legöi hann ekki i þaö aö syngja hann á slikum tónleikum sem þessum. Einnig vil ég þakka Kristjáni fyrir frábæran textaframburö. Hvert einasta orö komst til skila. Eins og áöur er getiö syngur Jó- hann Konráösson faöir Kristjáns meö honum á þessum tónleikum. Og þaö veröur ekki annaö sagt, en þaö snerti viökvæma strengi i brjóstum okkar áheyrenda að sjá okkar gamla góöa „Jóa Konn” kominn aftur upp á „senu” enda var honum fagnaö óspart. Og söngur þessara tveggja, hann var ekki af verri endanum og ótrú- legt, hvaöþessartværraddir eiga vel saman. Um undirleikinn veröur ekkert annaö sagt en aö hann er afar fágaöurogalltaf til á Söngvarinn og undirleikarinn bera saman bækur sinar. H TV ]MÍER t fniTp LáLTJ U XV VEL ÞEGAR SYNG Hjálmar Jóhannesson rœðir við Kristján Jóhannsson söngvara og Thomas Jackman undirleikara hans

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.