Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 28. janúar 1979 bamatíminn Umsjón: Sigrún Björnsdóttir Hrafnkell Þorsteinsson: Dýrin á Hólum Hólar er bóndabær ( strjálbýlu sveitahéraði á Islandi. Kýrnar eru fimm, hestarnir eru þrir, svinin eru bara tvö. Húsbóndinn og húsmóöirin eru bæöi orBin gömul, en sonur þeirra og vinnu- maöur sjá um búskapinn og vib- haldiö á húsunum. Hólar ber nafniö af þvi aö bær- inn stendur á hóli. Bæjarhúsin eru komin til ára sinna og byggö úr torfi og grjóti. Sagan gerist fyrir 20-30 árum og á þessum tima er ekkert rafmagn komiö i þessa af- skekktu sveit. 1 staö rafljósa eru notaöir oliulampar og til upphit- unar og eldunar er notaöur mór og kol þegar þau fást. Otihúsin, þar sem skepnurnar búa og hlaöan eru áföst Ibúöar- húsinuog eruá milli þeirra göng, sem tengja þau öll saman. Þar sem saga þessi f jallar einkum um samskipti dýranna á Hólum er ráölegt aö kynna þau aöeins. Fjósiö og hesthúsiö er eitt og sama húsiö og búa þar saman hestarnir, kýrnar og svinin. Hundurinn Kolur og kisan Branda koma þó oft i heimsókn. Kýrin sem mest kemur viö sögu heitir BúkoDa og hesturinn Brokka. Svinin tvö heita Svinki og Svinka. Dýrin á Hólum I. kafli. Þegar sagan hefst eru jólin far- in aö nálgast. Allt er á kafi I snjó og menn og skepnur halda sig aö mestu inni. Inni i hlýju fjósinu og I skjóli fyrir gnauöandi vindinum úti ræöa dýrin saman á máli sem þau ein skilja. 011 dýrin bera mikla viröingu fyrir Búkollu og hennar skoöunum þvi leita þau oft ráöa hjá henni. I augnablikinu eru Svinki svin og Brokka aö tala saman: Svinki svin: ,,Mér finnstekki réttlátt, aö þú skulir fá aö vera inni f húsi eins ogheyjaöistilla i sumar og þú ét- ur bara heyiö frá kúnum, sem mjólka þó upp i fæöi sitt en ég fæ ekki séö, aö þú gerir nokkurt gagn”. Brokka (I varnartón): ,,Ég hef nú M'tiöaögera útiiþessu veöri og auk þess veit ég ekki betur en aö þú boröir nú þinn skammt lika”. Svinki svin: ,,Þú veist ósköp vel aö ég og konan min boröum bara afganga af boröum húsbænda okkar”. Búkolla (gripur fram D: „Þaö er aö minu mati tilgangslaust aö kýta um hluti, sem viö ráöum ekki viö og þiö vitiö þaö eins vel og ég aö húsbændur okkar gera einungis þaö sem okkur er fyrir bestu”. Dýrin á Hólum. II. kafli. Einn daginn skömmu eftir þetta fréttist, aö sést heföi til einnar kindarinnar uppi á fjaUi, sem ekki fannst viö leitir um haustiö. Bóndinn og Kolur fóru strax af staö aö leita. Seinna um daginn kom Branda inn i f jós til hinna dýranna og var mikiö niöri fyrir. Hún sagöi frá þvi aö Kolur heföi komiö heim rétt I þessu án húsbóndans. Hann stökk beint til vinnumannsins og var augljóst af tilburöum hans, aö hann var aö reyna aö gera vinnu- manninum skiljanlegt, aö hann yröi aö fylgja sér. A meöan vinnumaöurinn var aö búa sig sagöi Kolur Bröndu, aö húsbónd- inn heföi dottiö ofan I djúpa gjótu og kæmist ekki hjálparlaust upp úr henni aftur. Voru þeir þó búnir aö finna kindina þegar þetta óhapp geröist. Veöur fór sifellt versnandi þeg- ar leiö aö kvöldi og allir á bænum voru aö vonum orönir verulega uggandi. Dýrin á Hólum III. kafli. Nú vikur sögunni aö feröum Kols og vinnumannsins. Vindurinn og hriöin æddi á móti þeim ogvinnumaöurinn átti fullt i fangi meö aö eygja Kol fyrir stór- hriöinni. En Kolur vissi mætavel hvaöa leiö hann þurfti aö fara og hélt þvi ótrauöur áfram. Hann gætti þess þó vel aö vinnumaöur- innmissti aldrei sjónar á honum. Loks sá vinnumaöurinn, aö Kolur staönæmdistog ýlfraöi, og þóttist hann þá viss um aö þar væri staöurinn, sem Kolur vildi leiöa hann til. Þeir stóöu á barmi gryfju en vegna hriðarinnar sást ekki til botns. Vinnumaöurinn hrópaöi eins hátt og hann gat á húsbónda sinn. Hann heyröi strax, aö svaraö var veikum rómi. Festi hann þá reipi sem hann var meö, utan um næsta fasta stein og lét sig siga niöur. Kolur beiö rólegur fyrir ofan og ekki leiö á löngu þar til vinnu- maöurinn oghúsbóndinn komu úr gryfjunni. Húsbóndinn var þó greinilega meiddur á fæti og átti 1 erfitt um gang. Sagan, Dýrin á Hólum, er eftir Hrafnkel Þorsteinsson 10 ára 5. bekk G.Þ. Hóla- brekkuskóla. Hann teiknaöi lika myndina meö sögunni. Gekk þvi feröin heim fremur seint. Auk þess voru þeir meö kindina i förinni þvi aö ekki vildu þeir skilja hana eftir, eftir allt erfiöiö viö aö ná i hana. Enn var veöriö viö þaö sama svo aö Kolur var áttavitinn þeirra heim á leiö. Dýrin á Hólum IV. kafli. Segir nú ekki af feröum þeirra fyrren þeir komu dauöuppgefnir heim aö Hólum. Heldur betur uröu nú fagnaöarfundir og Kolur var nú hetja dagsins, bæöi I baö- stofunni hjá fólkinu og I fjósinu hjá dýrunum.Kolur varöaö segja þeim aDa sólarsöguna, sem hann geröi af mikilli hógværö. Svfnki svin var hálf öfundsjúk- ur og sagöi, aö jafnvel hann sjálf- ur heföi getaö rataö i ekki verra veöri en var. Hin dýrin létu þá sem þau heyröu ekki grobbiö i honum og voru mjög upp meö sér af afreki Kols. Þessi málalok geröu þaö aö verkum, aö allir nutu jólanna sem skyldi. Allir voru glaöir og ánægöir yfir þvi aö geta veriö saman á hátfö ljóssins. Börnin hans Bamba eftir Felix Salter Þýð. Stefán Júliusson lega. Bambi var kvíðafullur því að gamla uglan, vinur þeirra, var einhvers staðar langt í burtu. Hann hafði vonað, að hann gæti sent hana til að vara hin við ef með þyrfti. Perri var líka á brott. Bambi hafði engan til að senda. Hann varð að gera eitthvað og það fljótt. Að baki mannsins læddist Bambi hljótt og var- lega. Bambi var kvíðafullur, því að gamla uglan vinur þeirra var einhvers staðar langt í burtu. Hann hafði vonað að hann gæti sent hana til að vara hin við ef með þyrfti. Perri var líka á brott. Bambi hafði engan að senda. Hann varð að gera eitthvað og það fljótt. Drengurinn reis upp á hnén. Hann festi augun á Búa. Já, þessi væri ágætur fengur. Hann var að vísu ungur en sterkur og fallega vaxinn. Drengurinn gerði sig ánægðan með Búa. Hljóðlaust lyfti drengurinn byssunni upp að kinn- inni. Hann rétti sig ofurlítið upp. Þá tók Bambi til sinna ráða. Hann setti undir sig hausinn með hinum voldugu hornum og skaust f ram úr felustað sinum. Hann rann á strákinn eins og ör f lygi af boga og hornin lentu í bakhlutanum af miklu afli. Ogurlegt angistaróp kvað við í skógin- um. Skotið reiðaf en kúlan f laug beint í loft upp. Bambi tók undir sig stökk hentist yfir óvininn og faldi sig i runnunum. Drengurinn staulaðist á fæt- ur, hálf ringlaður og utan viðsig. Hann leit í kring- um sig nokkra stund. Hvergi var dýr að sjá,ekkert hljóð heyrðist. Þá haltraði hann heim á leið og fór hægt. Byssan lá eftir í grasinu þar sem hún hafði dottið. Allur skÖgurinn lifnaði af dvala. Fréttin Framhald í næsta Barna-Tíma Hálsfesti eða armband Nú skulum við útbúa okkur hálsfesti eða arm- band úr bréfaklemmum. Við notum skraut-pappír eða litum pappír sjálf. Límum hann utan um klemmuna eins og sést á teikningunni. Við krækjum klemmunum saman áður en við límum pappirinn á þær. Til þess að þetta verði enn þá fallegra og endist lengur getum við lakkað hlekkina með glæru föndurlakki. Gangi ykkur vel!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.