Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 6
 4 Sunnudagur 28. janiiar 1979 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Biaðaprent J Erlent yfirlit Grasso hefur verið sigursæl íkosningum Hverjar verða verð- bæturnar 1. marz? í sambandi við viðræður þær, sem fara fram milli stjórnarflokkanna um efnahagsmálin, vekur það ekki minnst forvitni hver framfærsluvisitalan verður um mánaðamótin, en af henni verður ráðið hve miklar verðbætur launþegar eiga að fá 1. marz næstkomandi. í greinargerð laganna sem sett voru i sambandi við efnahagsráðstafanirnar 1. desem- ber, setti rikisstjórnin sér það mark að verð- bæturnar 1. marz yrðu ekki meiri en 5%. Sitthvað þykir nú benda til að þær verði meiri samkvæmt visitölunni. Þegar er farið að nefna 8% og jafnvel hærri upphæð. Af hálfu ýmissa sem um þessi mál hafa rætt er haldið fram þeirri skoðun, að það skipti ekki öllu máli hvort verðbæturnar 1. marz verða 5%, 8% eða jafnvel 10%. Slikt þurfi ekki að hafa neina úr- slitaþýðingu. Vel má vera að til séu einhver ráð sem séu þess eðlis, að litlu skipti hverjar verðbæturnar verða. Enn mun þó ekki hafa verið bent á hver þessi ráð eru. öllum hlýtur þó að vera ljóst, að þetta getur skipt verulegu máli fyrir atvinnureksturinn. Margar atvinnugreinar standa svo höllum fæti, að litið eða ekkert má út af bera ef þær eiga ekki að stöðvast og valda atvinnuleysi. Samdrátturinn sem hlytist af þvi gæti svo brátt leitt til stöðvunar á öðrum atvinnugreinum. Ef verulegt atvinnuleysi nær að myndast magnast það oft furðulega fljótt eins og verðbólgan. Þess vegna hefur mörgum stjórnvöldum reynzt illa sú kenning að litil hætta stafi af svokölluðu „hæfilegu” atvinnuleysi. Þegar menn ræða um, að ekki skipti verulegu máli, hvort verðbæturnar verða 5%, 8% eða 10%, þurfa menn framar öðru að hafa atvinnuöryggið i huga. Þegar allt kemur til alls, er það öruggasta og bezta kjarabótin, að atvinna sé næg. Þvi aðeins er unnt að tryggja atvinnuöryggið að ekki séu lagðar of þungar byrðar á atvinnureksturinn, hvort heldur er um launagreiðslur eða skatt- greiðslur að ræða. Það hlýtur lika að hafa mikil áhrif á verðbólg- una, hve háar verðbæturnar verða, þvi hærri sem þær verða þvi meiri verðhækkanir hljóta þær að hafa i för með sér. Þetta þurfa menn lika að hafa hugfast, ef það er alvarlegur ásetningur að reyna að vinna að hjöðnun verðbólgunnar. Þá er það að athuga, hvaða máli þetta skiptir launþega. Bendir reynslan til þess, að það yrði þeim raunverulega miklu meiri kjarabót að fá 8% en 5%? Það skorti ekki að menn fengu i riflegum mæli svonefndar verðbætur á siðastl. ári. En reyndust þær raunverulegar kjarabætur? Reynsl- an sýnir, að rauntekjurnar jukust sáralitið, þrátt fyrir grunnkaupshækkanir. Þvi meiri sem verð- bæturnar urðu þvi meira jókst verðbólgan og gerði verðbæturnar að engu. Þegar þessi reynsla er höfð i huga mun það ekki skipta launþegana neinu höfuðmáli hvort heldur þær verða 5% eða 8% 1. marz. Meginmálið fyrir launþega er að verðbólgan minnki. Einkum er þetta stórmál fyrir alla þá sem hafa lág laun eða miðlungslaun þvi að svo skringi- lega er verðbótafyrirkomulaginu háttað að þeir fá minni verðbætur en hinir sem hafa hærri launin. Atvinnuöryggi og hjöðnun verðbólgunnar skipta launafólkið mestu. Það þarf að hafa vel i huga i sambandi við þær efnahagsaðgerðir til lengri tima sem nú er verið að fjalla um. Þ.Þ. Hún hefur þoraö að gera óvinsælar ráðstafanir ELLA Rosa Grasso er talin sú kona, sem náð hefur mestum pólitiskum frama I Banda- rikjunum. Hún er fyrsta konan sem hefur náð kosningu sem rikisstjóri af eigin rammleik. Aðr- ar konur, sem áður höfðu veriö kosnar rikisstjórar, höfðu notið eiginmanna sinna sem höföu gegnt rikisstjórastörfum en gátu ekki boðiö sig fram aftur. Þeir tryggðu sér áframhaldandi völd á þann hátt að tefla eigin- konunum fram i sinn stað. Ella Grasso naut ekki sliks stuðnings, því aö maður hennar var kennari á eftirlaunum, þeg- ar hún bauð sig fram. Hún haföi þó vissan stuðning af honum, þvi að hann sá um heimilis- haldiö meðan á kosningabarátt- unni stóð og hefur gert það siðan. Jafnframt þessu er Ella Grasso fyrsta konan sem nær endurkosningu sem ríkisstjóri. Ella Grasso var kjörin rlkis- stjóri i Connecticut 1974 og var endurkosin á siöastl. hausti. ■ Hún hafði sem rikisstjóri reynzt aðhaldsöm á útgjöld og lækkaöi m.a. framlög til ýmissa félags- mála. Þetta haföi gert hana fremur óvinsæla og þvi var taliö hæpiö fyrir réttu ári, að hún næöi endurkosningu. Um það leyti varö mikil fannkoma og ofsarok i Nýja-Englandi. Ella Grasso taldi veðurspána sllka að hún lét loka öllum vegum I Connecticut og kraföist þess að fólk héldi sig heima meðan óveðrið væri mest. Þegar fólk kom út eftir aö óveörinu slotaði sannfæröist það um aö Ella Grasso hafði haft rétt fyrir sér. t öllum öðrum rikjum Nýja-Eng- lands sátu bilar fastir á vegum svo tugþúsundum skipti og höfðu að sjálfsögöu fylgt þvi margvis- leg vandkvæði fyrir fjölda manns. Eftir þetta tóku vin- sældir Ellu Grasso aö vaxa aft- ur, enda vakti þessi ráðstöfun hennar athygli fjölda margra, sem annars létu sig stjórnmál litlu varöa og töldu sig litlu skipta hver skipaði embætti rikisstjóra. EN ELLA Grasso gat talið sér margt fleira til tekna fyrst i prófkjörinu siöastl'. sumar og siðar i sjálfum ríkisstjóra- kosningunum slðastl. haust. Meðal annars gat hún bent á, að Connecticut væri meðal fárra rikja i Bandarikjunum, þar sem rekstur rikisins hefði verið hallalaus undanfarin þrjú ár. Þeim árangri hafði hún fyrst og fremst náð með ráðdeild og sparnaöi. Hún sigraði lika örugglega i prófkjörinu hjá demókrötum og fékk um 60% greiddra atkvæða i rikisstjóra- kosningunum. ELLA Grasso sem heitir fullu nafni Ella Rosa Giovanna Olivia Tambussi Grasso er fædd 10. mai 1919. Foreldrar hennar voru innflytjendur frá Italiu. Tambussi faðir hennar var bak- ari og hafði efni á að styöja hana til náms. Hún lauk námi i félagsfræði við Mount Holyoke College, sem er meðal þekktari skóla I Bandaríkjunum. Að námi loknu gegndi hún ýmsum Grasso skrifstofustörfum, ásamt þvi að fást við heimilisstörf, en hún giftist 1942 itölskum kennara, Thomas A. Grasso og eign- uðustu þau tvö börn. Snemma tók hún að sinna stjórnmálum og munaði minnstu að hún yrði repúblikani. Við nánari athugun sætti hún sig betur við stefnu demókrata. Arið 1953 var hún kosin á fylkisþingið I Connecti- cut og átti þar sæti i fjögur ár. Þá var hún kjörin rikisritari en það er staða sem svipar hér til ráðuneytisstjórastöðu I for- sætisráðuneytinu. Hún var hvað eftir annaö endurkjörin. Arið 1970 náði hún kosningu til full- trúadeildar Bandarikjaþings og var endurkosin 1972. Árið 1974 ákvaö hún aö gefa ekki aftur kost á sér til þingmennsku, heldur freista þess að vera kjörin rikisstjóri, enda þótt þá- verandi rikisstjóri sem var repúblikani nyti mikilla vin- sælda. Hún þótti sjálfkjörin til framboðsins af hálfu demókrata enda vann hún kosninguna auð- veldlega. Hún fékk 631 þús. at- kvæði en fráfarandi rikisstjóri fékk ekki nema 431 þús. EINS og áður er rakiö hefur Ella Grasso verið umdeild sem rikisstjóri. Hún hefur vegna sparnaðarstefnu sinnar verið heldur illa liðin af starfsmönn- um rikisins og einnig hefur hún þótt skammta naumt til félags- mála. Aðrir meta það við hana, að hún hefur náö hallalausum rikisrekstri. Meðan hún sat I fulltrúadeild Bandarikjaþings, haföi hún forgöngu um ýmis félagsmál. Einkum lét hún mál- efni atvinnuleysingja til sin taka. Ella Grasso þykir nokkuö skapstór og ráðrik. Það þykir sópa að henni hvar sem hún fer. Hún hefur meö rösklegri fram- komu sinni náð almenningshylli enda getur hún verið hlý og vin- gjarnleg i framgöngu þrátt fyrir skörungsskapinn. Þau hjón eru sögð mjög samrýnd og þykir vist að hún hafi góðan stuðning af manni sinum, þótt hann veröi aö láta sér lynda að vera maður konunnar. t tómstundum er hún sögö skipta timanum milli lestr- ar og garðræktar. Þ.Þ. Ella Grasso og maöur hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.