Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 2
„Ég og fjölskylda mín erum í sjokki,“ segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykja- vík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervi- hnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafull- trúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðal- fundinum í þvottahúsinu á Boða- granda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í hús- inu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. „Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið,“ segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð húss- ins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggð- ur til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boða- granda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Krist- ínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlut- ar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að sam- þykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í disk- amálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. „Lögfræðingur minn sendi for- manni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur ein- faldlega ekki svarað bréfinu,“ segir Sokol. „Ég vil ekki svara þessu,“ svar- ar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um hús- félagsfund. Gervihnattadiskur veldur harðri deilu Borgin afturkallar leyfi fyrir gervihnattadiski sem innflytjandi frá Kosovo setti upp utan á tíu hæða blokk á Boðagranda. Tveir íbúðareigendur hótuðu mála- ferlum. Útlendingahatur, segir diskeigandinn sem gengur illa að fá húsfund. Í bókinni Kerti í nýju ljósi er kennt að búa til allra handa kerti, s.s. klakakerti, ávaxta- kerti, flotkerti, friðarljós og kyndla. Fjöldi mynda prýðir bókina og aðgengilegar leiðbeiningar eru með hverri uppskrift. Auk þess er fjallað um helstu áhöld og efni sem þarf til kertagerðar. edda.is Búðu til þín eigin kerti! Gengið hefur verið frá yfirtöku Sparisjóðsins í Keflavík á Sparisjóði Ólafsvíkur. Stefnt er að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót, eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa stjórnir beggja sjóða samþykkt samning- inn auk þess sem hann hefur uppáskrift Fjármálaeftirlitsins. Sjóðirnir renna saman með þeim hætti að hlutfall eiginfjár þeirra er reiknað upp og stofn- fjáreigendum úthlutað stofnfé í þeim hlutföllum. Ljóst má þó vera að Sparisjóður Keflavíkur verður ráðandi enda nærri tuttugu sinnum stærri. Tekur yfir Spari- sjóð Ólafsvíkur SPRON býður viðskipta- vinum sínum, sem skrá sig í nýja þjónustu undir nafninu DMK, sem stendur fyrir debet með kredit, nú kostur á að taka níutíu prósenta íbúðalán. Markhópur þeirrar þjónustu er ungt fólk sem er að fara út í lífið. Ólafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SPRON, segir þá lækkun sem orðið hefur á lánshlutfalli íbúðalána hafa torveldað ungu fólki að fjár- magna sína fyrstu íbúð. Það hafi leitt til þess að margir séu á leigumarkaði eða hafi neyðst til að leita á náðir ættingja, þrátt fyrir að hafa greiðslugetu til að standa undir afborgunum. Hann segir íbúðamarkaðinn nú vera að ná jafnvægi og með þessu sé SPRON að bregðast við því. - Bjóða aftur 90 prósenta lán Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendi- herra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Halldór Blöndal, formaður utanríkismála- nefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. „Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann,“ segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman. Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palest- ínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudag- inn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskað- ann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er. Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela Aðstandendur og baráttufólk um bættan hag aldr- aðra munu halda baráttufund laugardaginn 25. nóvember í Háskólabíói. Þar verður skorað á Alþingi og ríkisstjórn að í fjárlög- um sem gengið verður frá fyrir áramót verði umtalsvert fjármagn lagt í málaflokk aldraðra. „Við vonumst til að þjóðin mæti og það verði skilaboð til ráðamanna að nú sé mál að linni,“ sagði Reynir Ingi- bjartsson, formaður Aðstandenda- félags aldraðra, AFA, sem hélt blaðamannafund í gær í félagi við Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga og Félag aðstandenda heimilisfólks á Skjóli. Reynir segir tilefni fundarins nýlega yfirlýsingu heilbrigðisráð- herra um að byggja eigi hjúkrun- arheimili á næstu fjórum árum. „En þegar skoðað er hvernig á að fjármagna er það ekki fyrr en á fjárlögum 2008 og 2009.“ Reynir bendir á að kosið verði um þing og ríkisstjórn í millitíðinni og ekki sé forsvaranlegt að leysa þennan vanda með slíkri ávísun inn í fram- tíðina. „Aðalpunkturinn er sá að ef hugur hefði fylgt máli varðandi fjölgun hefði verið eðlilegra að ráðstöfun fjár hefði verið á næstu fjárlögum.“ Á fundinum kom fram að hundruð einstaklinga séu á biðlist- um í bráðri þörf eftir hjúkrunar- rýmum. Og tæplega eitt þúsund aldraðir búa enn í fjölbýli á hjúkr- unar- og dvalarheimilum. Aukið fé til aldraðra á fjárlögum Upp á síðkastið hafa nokkrir sjúklingar verið lagðir inn á Landspítalann með noro- veirusýkingu, en hún er árlegur fjandi landsmanna. Einkenni pestarinnar eru meðal annars mikill niðurgangur og uppköst. Þeir sem leggjast inn á sjúkra- hús þjást yfirleitt af uppþornun og eru undir eftirliti lækna á meðan þeim er bætt upp vökvatapið úr líkamanum. Sýkingin leggst verst á eldra fólk og þá sem eru heilsutæpir fyrir. Már Kristjánsson, smitsjúk- dómalæknir á Landspítalanum, segir að engin sérstök hætta sé á ferðum fyrir heilsuhraust fólk. „Þetta er ein af þessum miðs- vetrarskitupestum sem ganga alltaf. Þetta eru yfirleitt stutt veikindi sem vara í einn eða tvo daga,“ segir Már en tekur fram að veiran geti þó verið hættuleg þeim sem eru veikburða fyrir af öðrum orsökum. Smitandi veiru- sýking gýs upp Bandaríkjamaðurinn Ed Bradley, einn stjórnenda fréttaskýringa- þáttarins 60 mínútur, lést í gær úr hvít- blæði á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjun- um. Bradley, sem var 65 ára gamall þegar hann lést, gekk til liðs við 60 mínútur árið 1981. Bradley vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir fréttaflutning sinn um ævina og þar á meðal 19 Emmy-verðlaun. Bradley var heiðraður með verðlaunum fyrir ævistarfið af Blaðamannafélagi blökkumanna í Bandaríkjunum. Ed Bradley lést úr hvítblæði Magnús Þór, þurfið þið ekki að breyta um nafn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.