Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 8
Hvaða stjórnmálaflokkur fimmfaldaði fylgi sitt í nýjustu könnun Fréttablaðsins? Hvaða stjórnmálaflokkur hlaut meirihluta á Bandaríkja- þingi eftir þingkosningarnar nú í vikunni? Hvaða heimsfræga söng- kona hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn? Sigurður Helgi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, telur ekkert óeðlilegt við að Eir standi að byggingu og rekstri menning- armiðstöðvar fyrir Reykjavíkur- borg í Spönginni í Grafarvogi og sjái um útboð vegna hennar. Menn- ingarmiðstöðinni er ætlað að hýsa starfsemi sem ekki tengist þjón- ustu við aldraða beint. Í skipulags- skrá fyrir Eir segir að markmið og hlutverk stofnunarinnar sé að reisa og reka hjúkrunarheimili er veiti öldruðum umönnun og hjúkr- un. Sigurður Helgi segir einnig að starfsemin sem verður í menn- ingarmiðstöðinni sé að mestu leyti nátengd öðru starfi aldraðra sem staðsett verður í Spönginni. Í október var gengið frá vilja- yfirlýsingu um byggingu menn- ingarmiðstöðvarinnar. Engin sam- þykkt borgarráðs var fyrir þeirri ráðstöfun. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að mistök hafi verið gerð í orðalagi viljayfir- lýsingarinnar en hún sé ekki bind- andi á neinn hátt. Hún fjalli aðeins um það sem á að ræða og mikil vinna sé enn eftir. Viljayfirlýsing- in verður látin standa og Eir mun sjá um útboðið ef samningar nást. Samfylkingin lagði fram fyrir- spurn til borgarstjóra vegna máls- ins á fundi ráðsins í gær. Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nán- ast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leið- togi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótví- ræðan sáttavilja eftir kosningarn- ar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, „eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raun- veruleika.“ Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vand- lega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðs- rekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guant- anamo og víðar um heim í leyni- legum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlut- ann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í fram- kvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forseta- frambjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008. Bush skiptir um gír Bush forseti á erfið tvö ár í vændum þar sem demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Bush virðist fús til samstarfs við Demókrataflokkinn og er engu líkara en tapið sé honum ákveðinn léttir. Nýjung! Sykurskert Hrísmjólk Það er alltaf staður og stund fyrir Hrísmjólk og nú fæst Hrísmjólkin sykurskert með tveimur nýjum bragðtegundum. Hrísmjólk með jarðarberjasósu og hindberja- og trönuberjasósu. Sykurskert Nýjung! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ferðamálaráð Íslands hefur samþykkt að beina því til samgönguráðherra að fjárfram- lög til landkynningar á næsta ári verði stóraukin og stefnt að því að fjármunir til markaðs- sóknar verði um 300 milljónir árlega. Sturla Böðvarsson segist fagna þessum tillögum sem hann mun skoða nánar. Þá leggur ferðamálaráð til að hlutlaus aðili verði fenginn til að fá heildarmynd af áhrifum hvalveiða í atvinnuskyni á íslenska ferðaþjónustu og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. 300 milljónir í landkynningu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.