Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 10
 Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökul- sá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsrétt- indi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúka- stíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í far- veginum til sjávar og öll vatns- réttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkr- ir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða til- gang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingar- réttindanna vegna farvegar Jök- uls-ár á Dal enda gegni þessi far- vegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hlið- arám Jöklu neðan stíflu verði alfar- ið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vit- anlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsi- legt, bæði af hagkvæmnisástæð- um og ekki síður umhverfisástæð- um,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsrétt- indin vegna Kárahnjúkavirkjun- ar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Lands- virkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kára- hnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til með- ferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs. Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal telja að Landsvirkjun hafi komið fram með nýja kröfu um öll vatnsréttindi í farvegi Jökulsár á Dal en því mótmælir lög- maður Landsvirkjunar harðlega. Málið er til meðferðar hjá matsnefnd. Stofnun framhalds- skóla í Rangárvallasýslu er ekki fremst í forgangsröð nýrra framhaldsskóla í landinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á Alþingi í vikunni. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunni spurði ráðherra hvort til stæði að stofna fram- haldsskóla í sýslunni og fékk þau svör að svo væri ekki. Stafaði það bæði af góðum samgöngum í Rangárvallasýslu og fámennum árgöngum á svæðinu. Björgvin var ekki ánægður með svörin og hvatti til að málið yrði skoðað betur. Ekki fremst í forgangsröð Yfirstjórn Landspít- alans virti í engu meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og framganga hennar gegn Stefáni E. Matthías- syni var ólögmæt. Yfirmenn LSH beittu Stefán jafnframt einelti. Svo segir í ályktun Læknafé- lags Íslands um samskipti yfir- stjórnar LSH og Stefáns, en hann var áminntur og síðar rekinn úr starfi á grundvelli þess að hann lokaði ekki einkastofu sinni, þrátt fyrir að starfa á sjúkrahúsinu. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, svarar því til að sjúkrahúsið hafi margsinnis reynt að koma til móts við Stefán, þótt honum hafi verið gerð grein fyrir því við ráðn- ingu að sem yfirlæknir þyrfti hann að loka stofu sinni. Einnig var samkomulag gert við Stefán til þess að hann gæti flutt starf- semi stofu sinnar yfir á spítalann. Stefán hafi hins vegar ekki efnt sinn hluta samkomulagsins. Að tveimur árum liðnum, síðasta sumar, var Stefáni boðin önnur staða við sjúkrahúsið. Stefán hafi ekki svarað tilboðinu. Annars vill Magnús ekki tjá sig um ályktun Læknafélagsins, nema að hún virðist fáum rökum studd. „Læknafélagið er búið að álykta æði mikið að undanförnu og þessi yfirlýsing er umhugsunarverð. Sérstaklega má þar nefna orð eins og „einelti“. Það væri gott að vita hvað þeir meina með því.“ Læknafélag ályktar æði mikið Múslimi var í fyrsta sinn kosinn á þjóðþing Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn. Keith Ellison er lögfræðingur frá Minneapolis og hefur setið á ríkisþinginu í Minnesota. Í kosninga- baráttunni talaði hann lítið um trúmál og stærir sig af því að hafa notið stuðnings jafnt múslima, kristinna, gyðinga sem og og búddista. Hann krefst þess að Banda- ríkjaher verði þegar í stað kallaður heim frá Írak. Kosinn á þing fyrstur múslima Arnold Schwarzen- egger vann sætan sigur í Kali- forníu þegar hann var endurkjör- inn í ríkisstjóraembættið með yfirgnæfandi meirihluta og situr því annað kjörtímabil. „Ég hef gaman af að gera framhaldsmyndir,“ sagði hann á sigurfagnaði í Beverly Hills, og bætti við: „Þetta er tvímælalaust uppáhaldsframhaldið mitt.“ Fyrir ári naut Schwarzenegger lítilla vinsælda, en sneri þá við blaðinu og hefur forðast flesta helstu leiðtoga Repúblikana- flokksins í kosningabaráttunni. Hann gerði samninga við demókrata á ríkisþinginu, til dæmis um harðar aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Schwarzenegg- er snýr aftur fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki á n‡ju vetrarvörunum frá OROBLU í Lyf og heilsu í dag og á morgun: KYNNINGAR TRIOMPHE sokkabuxur Föstudag, kl. 13-17 í Domus Föstudag, kl. 13-17 í Mjódd Laugardag, kl. 12-16 í Kringlunni PEARL hl‡rabolur CAJ P’S HELGARSTEIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.