Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 39
Bryndís Haraldsdóttir stendur
nú í ströngu í harðri prófkjörs-
baráttu. Í þessari baráttu hef-
ur Blackberry-síminn hennar
verið henni ómetanlegur.
„Blackberry-sími er sem sagt far-
sími sem virkar líka sem tölvu-
póstur,“ útskýrir Bryndís. „Í
honum kemst maður á netið, geym-
ir símanúmer og heimilisföng og
heldur dagbók. Svo getur maður
tengt hann við tölvuna heima.“
Bryndís segir símann hafa
bjargað lífi sínu því með tilkomu
hans hafi hún getað nýtt allan
dauðan tíma í að lesa og svara
tölvupósti. Dagbókin hefur einnig
hjálpað henni að skipuleggja sig
og muna eftir öllu sem önnum
kafin manneskja þarf að muna.
Símann fékk Bryndís í janúar
síðastliðinn. „Þetta er reyndar
annar svona síminn sem ég á en
hinn týndist,“ segir Bryndís.
„Þegar hann týndist komst ég að
því hversu mikilvægur hann var
orðinn mér og að ég gæti ekki án
hans verið. Þess vegna var ég ekki
lengi að fá mér nýjan.“
Verstu kaup Bryndísar segir
hún að séu án alls efa mjög háhæl-
uð leðurstígvél sem hún fékk fyrir
litlar 20 þúsund krónur. „Mér
fannst þau rosalega flott, og þau
eru enn mjög flott, en það er bara
vonlaust að ganga á þeim heila
kvöldstund,“ segir Bryndís. Þá
spurði blaðamaður hvort hún hefði
ekki mátað stígvélin fyrst. „Jú,
auðvitað gerði ég það og það var
ekkert mál að ganga á þeim í smá
stund í búðinni,“ svarar Bryndís
og hlær.
Stígvélin standa nú nánast ónot-
uð inni í skáp þar sem þau hafa
hlotið nýja merkingu. „Maðurinn
minn notar þessi kaup alltaf sem
rök gegn mér þegar mig langar í
dýra skó eða aðra slíka hluti,“
segir Bryndís hlæjandi og þrátt
fyrir algjört hlutleysi blaðamanns
verður hann að viðurkenna að eig-
inmaður Bryndísar hefur nokkuð
til síns máls.
Ónothæf háhæluð stígvél