Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 48
Það eru þrjár stórglæsilegar, ólíkar stelpur
sem eru langatkvæðamestar í íslenska
tískuheiminum. Ákvarðanir þeirra hafa
ótrúleg áhrif á klæðaburð íslensku þjóðar-
innar. Samt eru þær svo ólíkar. Svava í NTC
rekur fimmtán verslanir og hefur verið
lengur í bransanum en flestir. Sara í Nakta
apanum selur föt eftir sjálfa sig og unga
fatahönnuði í 101. Íris í GK keypti verslun-
ina fyrir einu og hálfu ári og hefur hún
blómstrað á Laugaveginum síðan. Sirkus
hitti stelpurnar og ræddi við þær um
tískuna, bissn-essinn og tískuborgina
Reykjavík.
Fyrsta spurningin er til Írisar. Af hverju
keyptirðu eiginlega GK?
„Ég leit fyrst og fremst á þetta sem
viðskiptatækifæri. Ég er alls ekkert tískug-
úru heldur er þetta fyrst og fremst spenn-
andi fyrirtæki sem ég er að byggja upp. Þar
að auki er ég með frábært fólk sem
aðstoðar mig, Arnar Gauta framkvæmda-
stjóra og Heiðu Agnarsdóttur verslunar-
stjóra. Saman erum við að fara að hanna
nýja GK-línu sem Indriði klæskeri mun sjá
um að framleiða fyrir okkur. Þessi lína
verður tilbúin næsta vor.“
Sara hefur vakið mikla athygli undanfarið
fyrir verslun sína, Nakta apann, á Lauga-
veginum. Verslunin hennar er samnefnari
fyrir litríka og skapandi tískubylgju sem
gengið hefur yfir 101 og er smátt og smátt
að hafa áhrif víðar.
Hvernig byrjaði þetta allt hjá þér?
„Ég hef alltaf verið að hanna og sauma föt.
Síðan fór ég að starfa við hönnun og
framleiðslu og fékk þá fullvissu um að ég
gæti gert þetta sjálf. Ég lít ekki á mig sem
listamann, eða einhvern svaka hönnuð
heldur er ég að nýta hæfileika mína til þess
að geta lifað á þeim. Maður vinnur hart að
því að láta fyrirtækið vaxa og dafna.“
Sara hjálpar líka ungum hæfileikaríkum
hönnuðum að koma sér á framfæri með því
að selja vörur þeirra í búðinni hjá sér. „Ég
hef reynt að hjálpa þessu fólki að finna út
hvernig það getur komið sínu til skila.“
Nú hefur oft heyrst sú klisja að við
Íslendingar séum vel klæddir og fylgjumst
vel með því sem er að gerast. Er þetta rétt?
„Já. Algjörlega. Íslendingar hugsa rosalega
mikið um útlitið og tískuna. Við viljum vera
fyrst í öllu og erum einhvern veginn alltaf á
tánum. Bíómyndir eru til dæmis oftast
sýndar fyrst hérna og eins er þetta með
tískuna,“ segir Sara og Íris bætir við: „Ég
hef til dæmis ekki séð svona flottar
konseptbúðir í nágrannalöndunum eins og
eru hér. Ef þær eru til þá þarf þvílíkt að leita
að þeim en hérna eru þær bara á Lauga-
veginum.“
Sara segist til dæmis aldrei hafa komið til
New York eða Tókýó en mikið af fólki þaðan
sé hrifið af búðinni hennar. „Maður heldur
náttúrlega alltaf að það sé allt stærra, flottara
og betra í útlöndum. En það er ekkert endi-
lega þannig. Við erum bara mjög sérstök,
sterk, dugleg og sjálfstæð og það skilar sér.“
Nú reka allar stelpurnar þrjár verslanir á
Laugaveginum. Er hann eitthvað að
breytast?
„Ég tek náttúrlega bara við GK á Laugaveg-
inum og hún virkar þar. Og myndi örugglega
gera hvar sem er. Ég sé samt enga ástæðu
til þess að breyta því þótt okkur hafi verið
boðið að færa hana og stækka, en ég hef
engan áhuga á því.“
„Ég held hann sé bara að styrkjast og
dafna,“ segir Sara og Íris bætir við: „Ef fólk
er að versla á Laugaveginum þá er það að
versla. Það leggur bara bílnum og fer og
kaupir eitthvað. Í Kringlunni er fólk meira að
kíkja og fá sér kaffi og svona.“
„Á svo bara að vera einkaviðtal við mig,“
kallar Svava hlæjandi úr sminkinu þar sem
hún situr og lætur fara vel um sig.
Svava hefur skoðanir á þessum umræðum
um Laugaveginn enda rekur hún bæði
verslanir þar og í Kringlunni. „Ég held þetta
sé rétt að hluta til en þó alls ekki að fólk fari
bara í Kringluna til að fá sér kaffi, þar fer
eflaust fram mesta sala per fermetra á
landinu – Kringlan er alveg svakalega
skemmtilegt og vel heppnað verslunarhús
en það er líka mikil uppbygging á Laugaveg-
inum og á öllum pörtum hans. Þó sérstak-
lega efst á Laugaveginum hjá okkur í
Galleri-húsinu og EVU. Þessi kafli var síðasti
áfangi borgarinnar í að endurgera gangstétt-
ir og götur og svo á sama tíma var Stjörnu-
bíói breytt í 6 verslana- og íbúðarhús auk
200 bílastæðahúss sem hefur heppnast
mjög vel.“
Svava segir einnig að hún hafi gaman af
þessum ólíka kúltúr sem einkennir Laugaveg-
inn. „Það er þetta; Kaffibarinn, Kron Kron,
Nakti apinn, Spútnik og sú markaðsstemning
sem ég hef mjög gaman af. Það verður að
vera þessi tegund verslana í hverri miðborg.“
„Þeir sem vilja ekki fara í verslunarmiðstöðv-
arnar og kaupa það sem er til í mörgum
eintökum geta komið á Laugaveginn og
fundið sér eitthvað meira sérstakt, segir
Sara.“
„Það er bara til fullt af fólki sem er sjálfstætt
og með sinn eigin stíl. Þess vegna virka
„second hand“-búðir. Ég verð nú samt bara
að viðurkenna það að ég hef ekki farið svona
neðarlega á Laugaveginn, nema þá bara að
kvöldi til á einhvern bar,“ segir Svava og
hlær.
SVAVA Í SAUTJÁN, ÍRIS Í GK OG SARA Í NAKTA APANUM
ERU KRAFTMIKLAR KONUR Í TÍSKUBRANSANUM
Konurnar sem
klæða þjóðina
SIRKUS10.11.06
8 viðtalið
Framhald á síðu 10
„Mér finnst konur sem
þekkja sinn vöxt og vita
hvað klæðir sig vera
smart.“
Svava í Sautján
Tískudrottningin
„Ég er alls ekkert tísku-
gúru heldur er þetta fyrst
og fremst spennandi
fyrirtæki sem ég er að
byggja upp.“
Íris í GK
Viðskiptakonan