Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 50
Stelpurnar eru greinilega ólíkar því Sara fer sjaldan út fyrir sitt svæði. Sem er neðst á þessari aðalverslunargötu Reykjavíkur. Þar er búðin hennar og þar á hún líka heima. „Ég get sagt ykkur það að ég fór í Kringluna og Smáralind í síðustu viku í fyrsta skipti á árinu.“ „Þetta er það sem er að gerast í Reykjavík. Við erum að stækka, það er ekki lengur bara ein Reykjavík fyrir alla. Það eru frekar margar litlar borgir þar sem allar týpur geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Svava. Hvað er það sem skilgreinir vel klædda konu? „Mér finnst konur sem þekkja sinn vöxt og vita hvað klæðir sig vera smart. Þetta er allt í lagi þegar þú ert svona 15–25 ára þá geturðu farið í hvað sem er. En eftir því sem fólk verður eldra,vöxturinn mótast og karekterinn kemur fram þarf maður að finna sinn stíl,“ segir Svava og stelpurnar eru hjartanlega sammála henni. „Mér finnst þú til dæmis mjög sæt í þessum fötum, en ég er ekki þessi týpa,“ segir Svava við Söru sem situr í svarta og hvíta íþrótta- gallanum sínum með bleika og græna hálsfesti. „Þú kaupir þér heldur ekki smekk. Þú getur sett einhverja manneskju í „átfitt“ fyrir 200.000 krónur en fólk kaupir ekkert endilega að það sé hún. Það er ekki hægt að kaupa þessa útgeislun, þetta sem gerir fólk fallegt,“ segir Íris. Sara tekur til máls. „Ég geng í hælaskóm og joggingbuxum vegna þess að mér finnst það flott. Ég held einmitt að maður verði bara að þekkja sinn stíl…“ „Þegar ég fer í krumpugalla og háhælaða skó þá er bara hlegið að mér,“ segir Íris. „Þá ertu bara Íris í Úðafossi,“ segir Svava og vísar í fyrra starf Írisar sem vann lengi við fatahreinsun í Úðafossi og stelpurnar hlæja. Þær eru sammála um að sömu lögmál gildi um klæðaburð karlmanna. En finnst þeim vera til margt fólk sem gengur of langt? Fer gjörsamlega „overboard“ í að reyna að hneyksla? „Nei, mér finnst nú bara gaman að svoleiðis týpum. Nauðsynlegt að hafa einn og einn sem fær mann til að brosa og um leið að skilja að hver hefur sinn stíl.“ segir Svava. Spurningunni er þó aðallega beint til Söru sem hannar og selur föt sem þorri þjóðar- innar myndi ekki láta ferma sig í. „Ég veit það alveg sjálf að ég vil alltaf ganga einu skrefi of langt og geri mér fullkomlega grein fyrir því. Ég kann ekki að meta „minimalisma“ en ég á sennilega eftir að læra að meta hann.“ „Nei, það er um að gera fyrir þig að blómstra í þessu umhverfi á meðan þú hefur það,“ skýtur Svava inn í. „Ég kann mjög vel að meta þegar ég sé einhver svona smáatriði sem ná athygli manns. Þess vegna er ég með mikið af mismunandi dóti og það á líka að eiga við föt. Eitthvað sem gleður augað er það sem ég hugsa og það er það sem ég vil gefa fólki.“ En nú eru þær allar frekar tískuþenkjandi. Hver eru algengustu mistökin í klæðaburði hjá stelpum? „Ég sé ekki þessi mistök,“ segir Íris en Svava segir algengast að fólk sé að reyna að vera eitthvað annað en það er. „Jú, eitt sem ég man eftir,“ segir Íris skyndilega. „Þegar konur eru komnar á aldur, kannski um fimmtugt og eru í magabolum.“ „Þú ert nú bara eitthvað skrýtin ef þú gerir það,“ segir Sara en Íris sannfærir okkur um að hún hafi sko séð svoleiðis slys. „Já, eða þá bara þegar maður sér jafnvel sextán ára stelpur með mikinn maga. Þær standa þá bara í London með bjórinn og bumbuna út í loftið,“ bætir Svava við þessa magabolaumræðu. „Það sem mér finnst vera mikil mistök er þegar stelpur reyna að klæða sig ofsalega sexí og eru kannski að reyna að láta sjást of mikið í brjóstin á sér. Þær eru þá að reyna eitthvað sem kannski er ekki til staðar,“ segir Sara. „Eru þær ekki bara að reyna að fá sér frían drykk,“ skýtur Svava inn í. „Já, vá ég er greinilega búin að misskilja þetta öll þessi ár,“ segir Íris og stelpurnar hlæja allar. Svava segir þetta þó algjörlega fara eftir því hver þú ert. „Mér finnst konur alveg geta verið í einhverju flegnu ef hitt er klassískt. Eða í mínípilsi við klassíska skyrtu og jakka eða rúllukragapeysu. Mér finnst konur oft missa það með því að fara of langt, vera í flegnum bol, mínípilsi og svo kannski ökklaskóm með keðju,“ segir Svava að lokum. LJÓSMYNDIR: Heiða Helgadóttir FÖRÐUN: Anna Kristín Óskarsdóttir STÓLL: Epal FÖT: Í einkaeigu TEXTI: Andri og Breki SIRKUS10.11.06 10 „Ég kann ekki að meta „minimalisma“ en ég á sennilega eftir að læra að meta hann.“ Sara í Nakta apanum Hönnuðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.