Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 56
stelpubögg með Siggu Dögg K lamidía, kynfæravörtur, herpes, HIV, lekandi, lifrarbólga, sveppir, sárasótt, flatlús; höfum við einungis áhyggjur af þungun? Það vekur undrun mína hversu erfitt það er að fá stráka hér á landi til að nota smokkinn. Ég hef heyrt allar afsakanirnar í bókinni, „þeir eru svo þröngir“, „latex ofnæmi“. Vandamálið liggur í smáborgarahætti; flestar stelpur eru á „pillunni“ og því þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Ef svo óheppilega vill til að við smitumst þá þarf bara að taka eina töflu og málinu er reddað. Hvað ef smitið greinist ekki og það leiðir til ófrjósemi eða dauða, er þá hægt að vera vitur eftir á? H eimurinn er að breytast og Ísland með. Kröfurnar í makavali aukast með aldrinum og því þarf oft að kyssa þó nokkra froska til að finna prinsinn. Mér finnst alltof fáar stelpur gera kröfu um verjunotkun og ef þær gera það þá gerist eftirfarandi: Stelpan: „Ertu með smokk?“ Strákurinn: „Ha. Nei, bíddu, ertu ekki á pillunni? Ertu með kynsjúkdóm?“ Ef stelpa setur kröfu um gúmmíverjur þá er hún álitin sóðastelpa með óhreinan kjallara. Spurningin vekur því upp óþægilegar aðstæður fyrir báða aðila. Auðveldara er að loka augunum og njóta næstu þriggja mínútna. V inkona mín var að gramsa í töskunni minni um daginn og fann smokk. Þessi fundur vakti ómælda kátínu hjá henni og upphófst mikið grín um mitt samlíf. Vinkonan náði loks að jafna sig og horfði á mig spurnaraugum „ertu að hitta einhvern útlending?“ Þetta er viðhorf íslenskra stelpna í hnotskurn, það eru bara „útlendingar“ sem geta verið smitberar sjúkdóma. Á augabragði var ég orðin sóðastelpa. V ið lifum ekki lengur í samfélagi þar sem allir vita allt um alla. Sætu íslensku strákarnir fara með sitt kærulausa viðhorf hverja einustu helgi á skemmtistaðina, hvort sem er á Benidorm eða Reykjavík. Það sama gildir um stelpurnar. Kynsjúkdómar gera ekki greinarmun á útliti þótt tölfræðilega séð ættu þeir sem eru myndarlegri að vera líklegri smitberar. Sóðatyppin leynast víða og eina leiðin til að umgangast þau er að geta varið sig. Þ að voru Bandaríkjamenn sem opnuðu augu mín. Drengirnir þar eru heilaþvegnir frá blautu barnsbeini að nota verjur. Þeim hefur verið gerð grein fyrir dýrum afleiðing- um kæruleysis; enginn smokkur = ekkert kynlíf. Þetta er viðhorf sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það eru því ekki útlendingarnir sem við þurfum að vara okkur á, það eru þeir sem við teljum okkur þekkja svo vel. É g get ein borið ábyrgð á mér og mínu kynlífi. Sem upplýst ung kona þá ætla ég ekki að láta verjuleysi hans eða óöryggi mitt stoppa mig, ég ætla sjálf að sjá um mína vörn. Sá sem ekki smellir sér í „regnkápu“ fær ekki að heimsækja minn „helli“. Sjálfsvörn Designed for arctic exploration. Great when waiting for a bus. kjavík: Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12 abær: Miðhraun 11 Akureyri: Glerárgata 32 avík: Airport and retailers across Iceland. w.66north .com Klæddu þig vel Hver sem sagði að það skiptust á skin og skúrir hefur aldrei verið á Íslandi í desember. Eða janúar. Eða febrúar. Eða mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.