Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 68
Samgöngumálin eru eitt af stóru málunum sem íbúar þessa kjör- dæmis horfast nú í augu við. Suð- vesturkjördæmi hefur verið afskipt hvað fjárveitingar varð- ar til brýnna fram- kvæmda í vegamálum og er óskiljanlegt hvern- ig þau mál hafa þróast, nú á tímum jarðganga- gerðar víða um land. Mér er spurn: Hvað hafa þingmenn þessa kjör- dæmis verið að gera í þessum málaflokki? Ég sé fyrir mér sam- gönguáætlun fyrir kjör- dæmið í tíu liðum og ég mun beita mér af alefli fyrir því að þeim verði hrint í framkvæmd á næstu fjórum til sex árum, fái ég til þess tækifæri. Öll verkefnin eru mjög brýn og þola ekki bið. Arnarnesvegur verði lagður frá Reykjanesbraut að Breiðholts- braut. Þessi vegur mun leysa umferðarvandræði fólks sem á leið til eða frá efri byggðum Kópavogs. Vegurinn mun einnig létta mjög á umferð frá Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem leið á í Salahverfi, í efri byggðir Kópavogs sem og í Breiðholt, Norðlingaholt og Hádeg- ismóa í Reykjavík. Mislæg gatnamót á mótum Arn- arnesvegar og Reykjanesbrautar sem greiða munu leiðir til og frá Kópavogi, Garðabæ og einnig Hafn- arfirði um Reykjanesbraut. Mislæg gatnamót á mótum Vífilsstaðaveg- ar og Reykjanesbrautar þjóna sama tilgangi fyrir Garðbæinga og Hafn- firðinga og mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar við Kaplakrika munu losa um hnútinn þar. Þá eru mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg einnig nauðsynleg til þess að greiða leiðina frá Hafnar- firði, um Garðabæ og Kópavog til Reykjavíkur. En það þarf að taka til hendinni víðar í samgöngumálum í kjör- dæminu. Ég tel mjög brýnt að ráð- ast í byggingu mislægra gatnamóta á mótum Hafnarfjarðarvegar, Reykjavíkurvegar, Fjarðarhrauns og Álfta- nesvegar. Einnig er nauðsynlegt að endur- byggja Álftanesveg þar sem bæði er að vegurinn er illa undirbyggður og um leið hættulegur. Einnig er breikkun Kringlumýrarbrautar um eina akrein í hvora átt frá Nýbýlavegi að Bústaðavegi nauðsynleg til þess að greiða fyrir umferð. Ég tel einnig nauðsynlegt að ráð- ast í að tvöfalda vestasta hluta Nýbýlavegar ásamt byggingu hringtorga við Auðbrekku og Dal- brekku. Loks ber einnig brýna nauð- syn til að tvöfalda Vesturlandsveg frá Skararhólsbraut, í gegnum Mos- fellsbæ að Þingvallavegi. Ég tel ekki þörf á að tvöfalda þennan veg lengra til norðurs vegna fyrirhug- aðrar Sundabrautar. Þetta eru allt mjög brýnar fram- kvæmdir sem munu greiða stór- lega fyrir umferð í kjördæminu og stuðla um leið að auknu umferðar- öryggi. Nú er mál til komið að taka til hendinni. Við þurfum kraft í kjör- dæmið. Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarg- ar og óskar eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Samgöngubætur sem ekki þola bið Valgerður Sverrisdóttir tjáir sig í gær í Fréttablaðinu um hengingardóminn yfir Saddam Hússein, fyrrverandi einræðis- herra í Írak. Hún segist telja að Hússein verði að sæta ábyrgð á gjörðum sínum, hann hafi látið drepa marga og beitt þjóð sína harðræði og svo framvegis. Úrskurðurinn sé lögmætur, segir ráðherra. Og „okkar lögsaga“ nái ekki yfir annað en Ísland. Valgerður virð- ist telja skyldu sína að verja líf- látsúrskurðinn. Kannski sem full- trúi „viljugrar“ þjóðar? Formáli utanríkisráðherra Íslendinga er athyglisverður: „Þó að íslensk stjórnvöld hafi alltaf haft efasemdir um beitingu dauðarefsinga, þá ...“ Efasemdir? Dauðarefsing var endanlega numin úr íslenskum lögum árið 1928. Íslend- ingar hafa undirritað og lögfest mannrétt- indasátt- mála Evr- ópu. Í 13. viðauka hans, sem alþingi sam- þykkti haustið 2003, eru tekin af öll tví- mæli um dauðarefsingu – hún er óheimil, fyrir hvaða afbrot sem vera skal. Hér er því ekki um neinar „efasemdir“ að ræða. Að lands- lögum og samkvæmt lögfestum alþjóðasamningum eru íslensk stjórnvöld andstæð hverskonar dauðarefsingu. Það verður Valgerður Sverris- dóttir að hafa dug í sér til að segja – heima og heiman. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna „Efasemdir“ um dauðarefsingu? Um þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhags- áætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlun- in er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkj- aður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátt- töku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstakling- ar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórn- unarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskól- inn flutti frá ríki til sveitarfé- laga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leið- toga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunar- innar er þetta: „Að börnum í borg- inni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.“ Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í fram- kvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmið- að nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnu- mótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virð- ing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raun- veruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklings- miðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafé- lags Reykjavíkur. Án samvinnu – engar umbætur Mikið hefur verið rætt um inn-flytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straum erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að inn- flytjendur séu nauðsynlegt vinnu- afl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!“ Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atrið- ið langar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallaratriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launa- fólks innan EES byggir á hug- myndum um hinn frjálsan markað. Hug- myndafræði EES samn- ingsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftir- spurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stór- iðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnast erlendu verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífs- ins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í hönd- um Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslensku þjóðina hvað hún hyggst gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert und- anfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tel mjög mik- ilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendum sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytj- enda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokks- pólitík. Höfundur er prestur innflytjenda. Hver ber ábyrgð á hverju í innflytjendamálum? Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.