Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 69
Það er alveg ljóst að íslenska samfélagið er að breytast. Margir eru farnir að taka eftir breytingunum og meira að segja sumir orðnir áhyggjufullir. Menn eru að velta fyrir sér hvort þeir sem hér koma eru hryðjuverka- menn, mafíósar, nauðgarar, morð- ingjar eða hreinir glæpamenn. Litla samfélagið Ísland er í hættu og það þarf eitthvað að gera strax. Stjórnmálaflokkur nokkur er allt í einu að breytast í þjóðernisflokk? Sumir ætla að skipta um flokk meira að segja. Gott og vel en hvað er málið gott fólk? Eflaust er það alltaf við hæfi að hafa skynsamlega stefnu fyrir þennan málaflokk en menn þurfa virkilega að gæta orða sinna. Svo þurfa menn líka að kynna sér staðreyndirnar vel áður en þeir tjá sig. Á síðustu árum hefur íslenska efnahagslífið breyst mikið og krefst það vinnuafls sem væri einfaldlega ekki í boði ef erlendra verkamanna nyti ekki við. Þetta er staðreynd hvort sem mönnum líkar eður ei. Fólk kemur þá til að manna stöðurnar og eng- inn getur sannað að þetta fólk steli vinnu frá inn- fæddum. Ef fólk á miðj- um aldri fær ekki vinnu eins og pólitíkusar nokkrir halda fram því að atvinnurekendur vilja ráða ódýrt vinnuafl þá þurfa yfirvöld að skoða hvort sumir eru einfald- lega að misnota breytingarnar. En það er algjörlega óþarfi að koma með ummæli sem skapa fordóma, fælni, óþarfa áróður eða jafnvel hatur í garð fólks af erlendum uppruna í samfélaginu. Svo er það ekki skyn- samlegt að koma með þessar athugasemdir um málefni innflytjenda án þess að koma með til- lögur sem virka því að þá er þetta eintómt ein- hliða tal sem hjálpar ekki. Þeir sem eru að hrópa Ísland fyrir Íslendinga þurfa að gera sér grein fyrir því að í dag eru um 30.000 Íslendingar búsettir erlendis og er Ísland stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi. Væri þetta betra eða þægilegra ef innflytjendur væru allir frá Vestur-Evrópu eða Norð- urlöndunum? Þeir sem tala um glæpagengi frá Austur-Evrópu eða annars staðar frá þurfa að gera sér grein fyrir því að bestu aðgerðirnar eru fyrir lögregluna að styrkja sig og fylgjast með alþjóðlegum glæpa- samtökum. Eitthvað sem íslenska lögreglan er svo sannarlega að gera en í litlum samfélögum eins og okkar geta glæpagengi af ein- hverju tagi ekki þróað sína starf- semi. Að kanna hvort fólk er með sakaferil áður en því er leyft að koma til landsins virkar á mjög takmarkaðan hátt en það hefur verið prófað án mikils árangurs í sumum löndum. Ég er á þeirri skoðun að yfirvöld leyfi þann fjölda fólks sem við getum höndl- að, aðstoðað til að aðlagast vel og vera sjálfbjarga og íþyngir ekki samfélaginu á neinn hátt. Við verðum að hætta að alhæfa og gæta að því hvað við segjum og hugsum. Við getum byggt upp betra samfélag sem þjónar öllum óháð uppruna. Við græðum ekkert á því að skapa vandamál sem eru ekki til staðar og þar af leiðandi skapað óþarfa ótta, óþægindi og óhug. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til góðs og forð- ast staðalímyndir. Hættum nú að tala út í loftið og komum með ábendingar sem styrkja samfélagið og forðumst óþarfa ótta. Höfundur er formaður Ísland Panorama-samtakanna. Eru innflytjendur að yfirtaka Ísland? Ég er á þeirri skoðun að yfir- völd leyfi þann fjölda fólks sem við getum höndlað, aðstoðað til að aðlagast vel og vera sjálf- bjarga og íþyngir ekki samfé- laginu á neinn hátt. vaxtaauki! 10%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.