Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 80
Eitt af því sem hefur einkennt síðustu ár í popptónlistarheiminum er að hljómsveitir skjótast upp á stjörnuhimininn með ofsahraða og hverfa þaðan stundum jafnfljótt aftur. Fyrstu plötunni er hampað úti um allan heim. Svo kemur plata númer tvö sem er ekki svo slæm en bætir litlu við og svo þegar þriðja platan kemur út hefur enginn áhuga lengur. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, en með netmiðlum sem eru lesnir úti um allan heim og vefsvæð- um eins og MySpace virðist leiðin á toppinn alltaf vera að styttast. Það er hins vegar spurning hvort einhver á eftir að muna eftir Arctic Monkeys, Lily Allen, Wolf Parade, M.I.A. og Arcade Fire eftir tíu ár. Eru ekki The Strokes, The Hives og hvað þær hétu allar þessar „The hljómsveitir” óðum að gleymast? En svo eru undantekningar. Ein slík er hljómsveitin Pulp. Hún var stofnuð í Sheffield árið 1978, en náði ekki að vekja neina athygli fyrr en 1993 þegar hún fékk samning við Island fyrirtækið og sendi frá sér smáskíf- una Do You Remember the First Time? Fyrstu 15 árin voru ströggl. Sveitin hraktist á milli fyrirtækja, en Jarvis Cocker og félagar höfðu úthald. Sem betur fer. Þrjár bestu Pulp plöturnar, His ‘N’ Hers, Different Class og This is Hard- core eru nýkomnar út í viðhafnar- útgáfum og þær sýna og sanna að Pulp var langflottasta britpop- sveitin. Bæði þegar litið er til tónlistar og texta. Þetta eru verk sem eiga eftir að lifa. Pulp er hætt, en meistari Jarvis er að koma með sína fyrstu sólóplötu. „Jarvis“ kemur út í næstu viku hjá því fornfræga fyrirtæki Rough Trade. Það sem maður hefur heyrt af henni lofar mjög góðu. Meistari Jarvis og úthaldið Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlönd- unum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sér- staklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arn- steinsson greinir frá. Ef Svíar eru þekktir fyrir eitthvað þrennt þá er það án efa ljóst hár, örugga bíla og frábært popp. Síð- astnefndi þátturinn hefur einmitt verið að blómstra um þessar mund- ir enda vita allir sem til þekkja að besta tónlist Norðurlandanna er að finna í þessu fallega landi (en ekki á Íslandi og hafiði það!). Dans- og elektrósenan hefur verið afar blómleg og frá Svíþjóð hefur einn- ig verið að koma eitt það almerki- legasta sem finna má í skynsam- legu poppi, og er Peter, Björn & John og Jens Lekman án efa bestu dæmin. Sænsku stelpurnar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Þrjár þeirra hafa sem dæmi gefið út afar frambærilegar poppplötur á árinu sem allar eru þó gjörólíkar. Stelpurnar eiga það þó sameigin- legt að vinna nær alla sína tónlist sjálfar, þar á meðal að sjá upptöku og spila á flest hljóðfærin. Þekktust þessara þremenninga er án efa Jenny Wilson (sem átti að spila á Airwaves í ár en forfallað- ist). Jenny hefur verið mjög áber- andi í Svíþjóð undanfarin ár en erlendis hefur hún kannski helst verið þekkt fyrir að hafa sungið í laginu You Take Me Breathe Away. Í ár kom síðan út platan Love and Youth sem hefur verið að fá frá- bæra dóma víðast hvar, meðal ann- ars fjórar stjörnur hjá Mojo. Rödd Jenny er þar í fyrrúmi en undir krauma fallegar poppmelódíur með ýmsum hljóðgervlahljóðum og öðru skreytingum, mætti jafn- vel kalla þetta blöndu af Kate Bush og hæfilegum skammti af R´n´B. Í ár var Jenny síðan verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sænsku Grammy-verðlaunahátíðinni. Önnur fríð og fallega sænsk stúlka, og góðvinkona Jenny, sem gert hefur góða hluti á árinu er Sarah Assbring. Hún er reyndar þekktust undir listamannsnafninu sínu El Perro Del Mar (Sæhund- urinn). Plata, samnefnd henni, kom út á árinu hjá Memphis Indu- stries í Bretlandi (The Go Team og The Pipettes eru hjá því merki) og hefur sú plata jafnvel verið að fá enn betri dóma en plata Jennyj- ar, meðal annars hjá hinum snobb- aða en ofurvirta tónlistarnetmiðli Pitchfork. Tónlist El Perro er mun afturhaldssamari en tónlist Jenn- yjar og leitar hún í smiðju stúlkna- sveita frá sjöunda áratugnum. El Perro er samt lítið að herma eftir og er ekki nærri eins poppuð. Tón- list hennar er alveg sér á báti, þó að hljóðheimur hennar virðist kunnuglegur. El Perro er einnig góðvinur Jens Lekman og mun hann meðal annars taka upp næstu plötu sína í stúdíó hennar í Gauta- borg. Nýjasta prinsessan úr sænsku poppi er hin 23 ára Britta Persson frá Uppsölum. Nýlega kom út platan Top Quality Bones and a Little Terrorist og í vikunni fékk hún meðal annars toppeinkunn hjá Stylus Magazine. Sjálf segir Britta að finna megi Gillian Welch, Mates of State og Elliott Smith í sér en þó eru áhrif söngkonunnar Cat Power og jafnvel Fleetwood Mac áberandi. Britta er án efa sú einlægasta ef stúlkunum þremur sem ég hef fjallað hér um, bjart- ari en El Perro Del Mar og ein- faldari en Jenny. Að undanförnu hefur Britta síðan verið að hita upp fyrir hljómsveitina Grizzly Bear frá Brooklyn og er alveg ljóst að meira á eftir að heyrast frá þessu sænska fljóði á næst- unni. Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvenn- um tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálf- an tíma. Ástæðan er sú að hann og fylgdarlið hans vilja ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna sem verða í Laugardalshöll síðar um kvöldið. Einnig höfðu margir sem keypt höfðu miða á Ste- vens lýst yfir óánægju með að missa af Sykurmolunum. Tónleikar Sufjans Stevens hefjast sem sagt kl. 18.30 og opnar húsið opnar kl. 18.00. Flýtir vegna Sykurmola Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og hreysti með varnarefnum náttúrunnar. Láttu sérhæft starfsfólk okkar aðstoða þig við val á vítamínum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.