Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 82

Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 82
Kröfur á kröfur ofan! Kvikmyndafyrirtækið Labrador hefur staðið í ströngu undafarið en hér á landi hefur tökulið frá breska raunveruleikaþættin- um Make Me a Supermodel. Að sögn Selmu Karlsdóttur, fram- kvæmdarstjóra Labrador, hafa hátt í fimmtíu manns starfað við þessar tökur en starfsmennirnir komu í þremur hópum, tveir frá London og svo komu hingað tísku- ljósmyndarar frá New York til að festa herlegheitin á mynd. Tökulið- ið hefur farið víða, var lengi uppi á Mýrdalsjökli þar sem fyrirsæturn- ar sátu fyrir í efnislitlum fötum og háhæluðum skóm. „Þær stóðu sig reyndar eins og hetjur og ein þeirra lagðist á snæviþaktan jökulinn og faðmaði hann,“ segir Selma og hlær. „Þær eru líka að keppa þannig að þær voru tilbúnar til að leggja ýmislegt á sig,“ bætir hún við. Þá var ferðinni einnig heitið á skemmtistaði borgarinnar, í Perl- una og Bláa lónið þar sem tökunum lauk. Þátturinn með efninu frá Íslandi er sendur út á bresku sjón- varpsstöðinni Channel Five og sendu framleiðsluaðilarnir efni daglega í gegnum gervihnött til Bretlands. Tracy Manser, fram- leiðandi þáttanna, átti ekki orð yfir hversu vel hefði til tekist. „Þetta hefur bara verið ótrúlegt, allir eru mjög sáttir við þá þjón- ustu sem okkur hefur verið veitt og við komum alveg örugglega aftur hingað,“ sagði Tracy. Sérstök dómnefnd velur bestu fyrirsætuna en í henni eiga meðal annars sæti Dylan Jones, ritstjóri GQ, tískuljósmyndarinn Perou og ofurfyrirsætan Rachel Hunter. Þættirnir njóta mikilla vinsælda í Bretlandi en þeim svipar mjög til hinna geysivinsælu þátta Ameri- ca‘s Next Topmodel. Myndskeið með Heather Mills hafa verið klippt út af tónlistarmynddiski sem Paul McCartney gefur út á næstunni og ber heitið The Space Within Us. Á honum verða upptökur af tónleika- ferð kappans um Bandarík- in og herma fregnir að ekk- ert verði minnst á Mills sem þó ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin með McCartney og sást meðal annars láta hann hafa gítar á sviði fyrir framan þús- undir áhorfenda á einum tónleikunum. Þetta hefur nú allt verið fjarlægt vegna hörkunnar sem færst hefur í skilnað þeirra. Hjónakornin fyrrver- andi hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna daga eftir allt fjölmiðlafárið sem ríkti í kringum skiln- aðinn en ásakanir um vafasama hegðun í hjóna- bandinu gengu á víxl. Í bresku pressunni er því haldið fram að Mills sæk- ist eftir 80 milljónum punda sem samsvarar tíu milljörðum íslenskra króna, en eignir McCartn- eys eru metnar á rúma 130 milljarða. Heather klippt út Kevin Federline ætlar einnig að krefjast forræðis yfir sonum sínum tveimur sem hann átti með söng- konunni Britney Spears. Britney sótti um skilnað við hann í gær og krafðist forræðis yfir sonunum, sem eru eins árs og tveggja mán- aða. Sólarhring síðar sótti Federline einnig um forræði auk þess sem hann fór fram á fjárhagslegan stuðning frá Britney. Að sögn lögfræðings Federline er rapparinn tilbúinn til að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda og ala upp börnin. Mun hann ekki láta ógna sér á nokkurn hátt eða afvegaleiða sig til að ná sínum markmiðum. Vinur Britneyjar segir að söng- konan hafi flúið heimili þeirra í Malibu í síðustu viku eftir að Fed- erline brjálaðist og tók að henda húsgögnum út um allt og lemja veggina. Hafði Britney víst gert grín að eiginmanninum fyrir til- burði hans á tónlistarsviðinu. „Kevin hefur verið undir miklum þrýstingi. Það hefur verið baulað á hann á verðlaunahátíðum og tón- leikar hans hafa verið illa sóttir,“ sagði vinur Britneyjar. „Britney hefur hlegið að Kevin. Hann virtist vera búinn að byrgja reiðina inni í sér. Hún vissi að hann myndi hvorki meiða hana né börnin en hún varð að komast í burtu.“ Fed krefst forræðis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.