Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 83

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 83
Sjónvarpskonan góðkunna Vala Matt hefur gengið til liðs við dæg- urmálaþáttinn Ísland í dag á Stöð 2. „Ég er byrjuð að vinna efni og er bara mjög spennt. Þetta er eigin- lega allt fólk sem ég hef unnið með áður og það hefur verið að gera frá- bæra hluti. Þess vegna verður þetta virkilega spennandi og skemmti- legt. Ég er líka vön því að gera spennandi hluti og finnst gaman að breyta reglulega til,“ segir Vala, sem var áður á Stöð 2 í vetur með þáttinn Veggfóður. „Ég hefði samt viljað taka Hálfdán með mér því mér finnst hann frábær sjónvarps- maður og ég hef virkilega notið þess að vinna með honum.“ Vala mun einnig leggja fram smáefni í morgunþáttinn Ísland í bítið auk þess sem hún mun skrifa í tímaritið Veggfóður þar sem hún mun væntanlega halda áfram að fræða fólk um hönnun og innan- hússarkitektúr eins og henni einni er lagið. Vala Matt í Íslandi í dag Fyrrverandi kon- ungur poppsins, Michael Jackson, mun flytja lagið Thriller á heimstón- listarverðlaunahá- tíðinni sem verður haldin í London í næstu viku. Þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Jackson treður upp í Bret- landi. Lagið er að finna á samnefndri plötu Jacksons frá árinu 1982 sem hefur selst í yfir fimmtíu millj- ónum eintaka. Fékk platan átta Grammy-verðlaun á sínum tíma. Jackson mun í London taka á móti heiðursverðlaunum sem eru veitt þeim listamönnum sem hafa selt meira en hundrað milljónir platna. Hinn 48 ára Jack- son hefur að undan- förnu dvalið í Bahrain og á Írlandi, þar sem hann hefur tekið upp lög á næstu plötu sína. Er hann óðum að jafna sig eftir að hafa verið sýknaður af ákæru um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum dreng. Syngur Thriller Hinn ungi leikari Daniel Radcliffe, sem er þekktastur fyrir túlkun sína á galdrastráknum Harry Potter, vill gerast ljóðskáld í nán- ustu framtíð. Þessi sautján ára gamli leik- ari er til í að leggja leiklist- arframann á hilluna ef hann „fyndi andann koma yfir sig“ eins og hann orðar það. Radcliffe seg- ist einnig ekki vilja fara í háskóla því hann sé bara fyrir fólk sem veit ekki hvað það langar til að gera í lífinu. „Ég veit hvað mig langar að gera og því sé ég enga ástæðu til þess að fara í háskóla.“ Vill verða ljóðskáld

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.