Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 88
Breskir og bandarískir
fjölmiðlar sögðu frá því í gær að
bandaríski táningurinn Freddy
Adu væri væntanlegur á æfingu
hjá Manchester United 18. nóvem-
ber en enska liðið sendi frá sér
yfirlýsingu snemma í gær þar sem
félagið neitaði þessum sögusögn-
um.
Síðar í gær sendi Manchester
United frá sér aðra tilkynningu
þar sem fram kom að liðið væri í
viðræðum um að fá strákinn til
æfinga hjá félaginu.
Adu er ekki nema 17 ára gamall
og hefur lengi verið orðaður við
stærstu félagslið í heimi. Adu
hefur leikið með DC United und-
anfarin þrjú ár en hann hóf að
leika í bandarísku atvinnumanna-
deildinni 14 ára gamall.
Adu er þó ekki samningsbund-
inn DC United heldur er hann með
samning við deildina sjálfa, Major
League Soccer. Samningur hans
við MLS rennur út eftir eitt ár en
strákurinn má ekki yfirgefa
bandaríska liðið fyrr en hann
hefur náð átján ára aldri, en það
mun gerast í júní á næsta ári.
Sir Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester Unit-
ed, er líklegur til að bjóða í leik-
manninn ef Adu nær að heilla
stjórann en vitað er af áhuga Chel-
sea á stráknum.
Freddy Adu hefur lýst yfir
áhuga sínum á að spila í Evrópu
innan fárra ára. „Markmið mitt er
að fara til Evrópu og ef það tæki-
færi býðst fljótlega mun ég grípa
það tækifæri,“ sagði Adu.
Í viðræðum um Adu
Real Madrid hefur gengið
frá kaupum á vinstri bakverðinum
Marcelo frá brasilíska liðinu Flu-
minense, samkvæmt spænskum
blöðum. Kaupverðið er talið vera
um sex milljónir evra, eða um 522
milljónir íslenskra króna.
Sevilla var einnig með auga-
stað á Marcelo en nú virðist Real
Madrid hafa haft betur.
„Strákurinn vill bara koma til
Madrid. Það má vel vera að aðrir
hafi verið að bjóða í Marcelo en
hann vill aðeins verða leikmaður
Real Madrid,“ sagði heimildar-
maður innan félagsins.
Marcelo er 18 ára gamall og er
talinn vera upplagður arftaki
Roberto Carlos bæði hjá brasil-
íska landsliðinu og nú hjá Real
Madrid. Marcelo mun ganga í
raðir Real Madrid í janúar.
Real Madrid búið að kaupa
arftaka Roberto Carlos
Baráttaun um völdin í
West Ham vekur mikla athygli í
Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi
virðast á einu máli um að Eggert
Magnússon og félagar leiði kapp-
hlaupið um völdin í félaginu.
Breska blaðið The Independent
greinir frá því að líklegt sé að
Eggert leggi fram formlegt tilboð
í næstu viku þegar hans fólk verð-
ur búið að skoða bókhald félags-
ins.
Það er einnig athyglisvert að
fram kemur í grein The Independ-
ent í gær að gamla markamaskín-
an Tony Cottee hafi verið í fjár-
festahópi Eggerts í upphafi en
hafi síðan verið látinn róa af. Tony
Cottee hefur lengi verið orðaður
við félagið og samkvæmt blaðinu
íhugar hann að gera tilboð í félag-
ið með nýjum aðilum.
Fram kom í fjölmiðlum á mið-
vikudag að breyting hefði orðið á
fjárfestahópi Eggerts sem væri
nú norrænn.
Björgólfur Guðmundsson,
stjórnarformaður Landsbankans,
er aðalbakhjarl Eggerts og það
þykir styrkja stöðu þeirra félaga
að Björgólfur hyggst greiða fyrir
félagið með eigin peningum en
ekki peningum Landsbankans.
Eggert var í slagtogi með Tony
Cottee en lét hann síðan róa
Svo gæti farið að Rafael
Benitez, stjóri Liverpool,
yfirgæfi félagið ef tilboð bærist
frá stóru félagi í Evrópu. Þetta
var haft eftir umboðsmanni
framkvæmdastjórans, Manuel
Garcia Quilon.
„Benitez myndi falla vel að
ítalska boltanum og leikstílnum
þar í landi og hann er einn af
þremur bestu framkvæmdastjór-
um í heimi. Ef áhugavert tilboð
bærist frá stóru félagi þá myndi
Benitez klárlega íhuga það. Ef
þessi staða kæmi upp þá gæti
hann jafnvel yfirgefið Liver-
pool,“ sagði umboðsmaðurinn í
gær.
Gæti yfirgefið
Liverpool
Gareth Southgate, stjóri
Middlesbrough, hefur fengið
grænt ljós frá enska knattspyrnu-
sambandinu til að stýra liðinu
áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Reglur sambandsins segja til um
að fram-
kvæmda-
stjórar verði
að vera með
svokallað
UEFA Pro
leyfi til að fá
að stýra
liðum.
Southgate
var með
undanþágu
frá þessari
reglu þar
sem hann
hefur ekki
enn klárað
það stig
þjálfunar og sú undanþága rann
út í gær. „Gareth Southgate er
staðráðinn í því að klára þetta
stig þjálfunar eins fljótt og auðið
er og hann mun gera það. Þangað
til mun hann halda áfram að stýra
Middlesbrough,“ sagði Keith
Lamb, stjórnarformaður Middles-
brough.
Reglum breytt
fyrir Southgate