Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 90
Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þó nokkrum yfirburðum. Frank Posch lék því aðeins eitt tímabil með Fram en hann gekk í raðir félagsins í vor og samningur hans við Fram var að renna út. Lárus Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefur verið dugleg- ur að safna liðsstyrk upp á síðkastið því fyrr í vikunni gekk unglingalandsliðsmaðurinn Elvar Freyr Arnþórsson til liðs við Stjörnuna frá Val. Frank Posch yfirgefur Fram Enska knattspyrnusam- bandið hefur farið af stað með rannsókn í kjölfar vísbendinga sem borist hafa um meint veðmál nokkurra framkvæmda- stjóra í úrvalsdeildinni. Stjór- arnir eiga að hafa veðjað um úrslit leikja í úrvalsdeildinni. „Við munum kanna hvort einhver brot á okkar reglum hafa verið framin og tökum glaðir við öllum vísbendingum í þessu máli,“ sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í gær. Ekki hefur komið fram hvaða framkvæmdastjórar þetta eru en samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins er framkvæmdastjórum og leikmönnum óheimilt að veðja á leiki sem þeir eru tengdir á einhvern hátt. Rannsókn á veðmálum New York Knicks hefur samþykkt að greiða Larry Brown 1.258 milljónir vegna þess að félagið rak hann þegar Brown átti fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið. Knicks ætlaði sér stóra hluti er það réð Brown til starfa en hann stóð engan veginn undir vænting- um og var strax rekinn. Undir hans stjórn vann Knicks 23 leiki en tapaði 59. Á þessu eina tímabili prófaði Brown 42 mismunandi byrjunarlið en árangur liðsins undir hans stjórn var sá slakasti frá árinu 1986. Fær rúman milljarð DHL-deild kvenna: Evrópukeppnin í körfu: Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deild kvenna í gær þegar liðin mættust í Kapla- krika í gær. Lokatölur urðu 21-30 en Valsstúlkur gerðu út um leik- inn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fyrstu mín- útu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtök- unum í leiknum. Vörnin hjá Val vann vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þess gengu ekki sem skyldi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því hún skaut án afláts en skor- aði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleikn- um, sem er ótrúlegur árangur út af fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og það var eingöngu spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhanns- son, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu mest- megnis á bekknum í fyrri hálf- leik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minnkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þó að munur- inn hafi verið mikill gáfust FH- stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik þar sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðum varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH-stelpunum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálf- leik út úr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losarabragur á þetta í seinni hálf- leiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síð- ari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuð- um þessum leik á fyrstu 20 mín- útunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjáns- son þjálfari FH eftir leikinn í gær. FH sá aldrei til sólar gegn Val Fyrsti leikur Hauka- stúlkna í Evrópukeppninni fór fram á Ásvöllum í gær er Íslands- meistararnir tóku á móti spænska liðinu Gran Canaria. Fyrirfram var ljóst að það yrði við ramman reip að draga enda spænska liðið mjög sterkt. Spænska liðið tók strax völdin í leiknum og hafði sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann, 12-19. Þær spænsku héldu áfram að keyra á Haukastúlkur í öðrum leikhluta og þegar flautað var til leikhlés var munurinn fimmtán stig, 33-48. Þessi munur hélst í þriðja leik- hluta en þær spænsku bættu aðeins við sig í lokaleikhlutanum og lönduðu að lokum verðskulduð- um 20 stiga sigri, 72-92. Helena Sverrisdóttir átti stór- leik hjá Haukunum með 25 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Ifeoma Okonkwo var einnig sterk með 16 stig og 11 fráköst. Tuttugu stiga tap hjá Haukum gegn Canaria
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.