Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 94

Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 94
Sífellt fleiri íslenskir karlmenn eru skeggjaðir. Þetta er sérstaklega algengt meðal þekktra Íslendinga en almennt má segja að komið sé í tísku að vera með skegg. Logi Berg- mann Eiðsson var með þeim fyrstu sem reið á vaðið og í kjölfarið birt- ist Haukur Hólm með myndarlegt skegg. Fleiri virðast vera að bætast í hópinn. Hárgreiðslumaðurinn Gummi á Mojo segist verða meira var við að karlmenn safni skeggi. „Það er ein- hver Baltasars-fílingur í gangi,“ segir Gummi og vísar þar til leik- stjóra Mýrarinnar sem ósjaldan skartar myndarlegu alskeggi. „Þetta er nú líka veðurtengt enda eru menn síður með skegg þegar sól er hátt á lofti,“ bætir hann við. Misjafnt er hvort menn safni skeggi starfs síns vegna, eins og fjölmargir leikarar, eða einfald- lega til að hressa upp á útlitið. Meðal annarra kunnra skeggapa má nefna Daníel Ágúst Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Guðmundur segir jafnframt að skeggið geti verið karl- mennskudæmi en ekki sé mikið um sítt skegg. „Sumir hafa kannski verið önnum kafnir, ekki nennt að raka sig og svo líkað vel við það sem þeir sáu í speglinum. „Ég veit það líka af eigin reynslu að þegar maður tekur sköfuna fram og lætur skeggið fjúka lítur þú út eins og tólf ára drengur,“ segir Gummi og því gæti hér verið um ráð til að sýn- ast ábyrgðarfyllri. „Ég veit um lækni sem safnaði alltaf skeggi áður en hann fór á fundi hjá stjórnendum spít- ala til að sýnast grimmari,“ bætir Gummi við. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 … fær Sandra Birgisdóttir fyrir framtakssemi sína og drifkraft, en í næstu viku keppir hún á heimsmeistaramóti í pool, fyrst Íslendinga. „Þetta er rétt, ég er mjög ósáttur,“ segir Egill Helgason, stjórnandi Silfurs Egils. Á bloggsíðu Steingríms Sæv- arrs Ólafssonar er því haldið fram að Egill sé afskaplega ósáttur við það hversu lítils stuðnings Silfrið nýtur meðan allt er lagt í nýjan þátt, Pólitík, sem fjallar um hlið- stætt efni og Egill hefur haft til umfjöllunar. Egill sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa lesið blogg Steingríms en svo virðist sem bloggarinn fari býsna nærri um sannleikann. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar tvö, vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi utan þess sem hann sagðist ekki kannast við neina óánægju af hálfu Egils. Hann bætti einnig við að öll samtöl sín við starfsmenn Stöðvar- innar væru trúnaðar- mál. Egill vildi ekki staðfesta neitt í þá ver- una að hann væri á leið frá 365 enda væri enn ýmislegt á huldu um hvernig málum yrði háttað. Ljóst er að ef Egill hættir á Stöð 2 er sjón- varpsstöðin búin að missa öflugan mann nú þegar kosningar eru á næsta leiti enda fáir jafnvel inni í þeirri kosningabaráttu sem nú er hafin og Egill Helga- son. Egill telur að sér vegið á Stöð 2 Mörgum blöskrar að jólaskreyt- ingar skuli vera komnar upp, jóla- lög fari bráðum að hljóma á öldum ljósvakans og jólin séu hreinlega komin í byrjun október eða miðjan nóvember. Atli Týr Ægisson hefur opnað netsíðuna atli.askja.org/jol/ þar sem hann birtir nöfn þeirra fyrirtækja sem hafa gerst sek um að flýta öllu því sem tengist jólun- um. „Ég er ekki beint að mótmæla jólunum heldur frekar ótímabær- um jólaundirbúningi,“ segir Atli en þetta er þriðja árið í röð sem hann hefur þennan háttinn á og hefur síðan notið mikilla vinsælda en þar geta gestir fengið afnot af borða sem á stendur. „Jólin mín byrja í desember – jól á réttum tíma“. Á heimasíðunni segir Atli að þessi ótímabæri jólaundirbún- ingur spilli fyrir hinum alvöru jólum og að margir séu hreinlega orðnir dauðþreyttir á þeim þegar þessi hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Meðal þeirra fyrirtækja sem nefnd eru á listanum má nefna Kringluna sem Atla telst til að hafi verið skreytt með jólaskrauti í lok október og IKEA sem hóf að selja jólavörur 12. október. „Þetta er svo- lítið þreytandi,“ segir Atli. „Menn mættu svona aðeins fresta þessu fram til loka nóvember eða byrjun desember,“ bætir Atli við og segist ekki ætla að versla við þau fyrir- tæki sem hafi þennan háttinn á, að flýta jólunum. Hann segist þó ekki vita til þess að útvarpsstöðvar séu farnar að spila jólalög en það stytt- ist örugglega í það. Atli er ekki sá eini sem berst gegn þessari þróun því sambæri- leg samtök má finna í Noregi sem heita „Gi oss jula tilbake“ eða Gefið okkur jólin aftur og er þar harðlega mótmælt þeirri brjáluðu efnishyggju sem fylgi jólahaldi. Á Íslandi eru jafnframt samtökin um gleðileg jól starfrækt í Hafnar- firði en þar eru bæjarstarfsmenn í óða önn að koma upp jólaskreyt- ingum þótt ekki hafi verið kveikt á þeim. Atli stundar söngnám við Tónlistarskólann í Hafnarfirði hjá Guðlaugi Viktorssyni og segist söngvarinn ekki vera farinn að æfa jólalögin. „Ekki enn í það minnsta,“ segir hann og hlær. Skeggbylgja meðal íslenskra karlmanna Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. 27.–29. nóv. George Michael 69.900 kr. Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Arsenal–Man. City 54.900 kr.30.–31. jan. Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Óli Palli og The Pogues 59.180 kr.16.–18. des. Liverpool–Everton 84.900 kr.2.–4. feb. Keisari Rokklands á Rás 2, Óli Palli, ætlar að sjá um Rokklandsferðir Express Ferða í vetur. Í desember fer Óli Palli með góðan hóp til London og verður farið á tónleika með The Pogues. Innifalið: Flug með sköttum, hótel í 2 nætur með morgunverði, rúta til og frá flug- velli, íslensk fararstjórn og miði á tónleikana. Önnur ferð Tottenham-klúbbsins á Íslandi. Sú fyrri var afar vel heppnuð og er engin ástæða til að ætla að svo verði ekki þegar Spurs taka á móti Wigan. Heimamenn ætla sér sigur og ekkert annað á White Hart Lane. Innifalið: Flug með sköttum, hótel í 3 nætur, íslensk fararstjórn og miði á leikinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.