Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. mal 1979. 5 Kaupfélögin umalltland Véladeild Sambandsins Armuia 3 Reykiavih Sim 38900 GROHE-KYNNING Efnt verður til kynningafunda á Grohe blöndunar-, vatnshreinsi- og sjálfhitastillitækjum dagana ^j21., 22. og 23. maí n.k. í húsnæði Skagfirðingafélagsins að Síðumúla 35 (Fíat-húsið) í Reykjavík og Hótel KEA, Akureyri. Fundimir verða sem hér segir: Mánudagur 21. maí kl. 17.30 21. maí ki. 20.30 Þriðjudagur 22. maí kl. 17.30 Miðvikudagur 23. maí kl. 17.30 Hótel KEA, Akureyri Pípulagningamenn — sveinar og meistarar. Verzlunarstjórar og sölufólk. Arkitektar, vcrkfræðingar og tæknifræðingar. Sölufólk, pípulagningamenn, verkfræðingar, arkitektar og tæknifræðingar. Sértilkvaddur tæknimaður frá Grohc annast kynninguna og svarar fyrirspurnum. Til staðar verða sjálfhitastillandi Grohe-tæki, stór og smá, er mönnum gefst kostur á að taka | | sundur, svo og margar nýjar gerðir af blöndunartækjum. Sömu daga verður tæknimaður Grohe til viðtals á skrifstofu vorri, að Síðumúla 21. UJ Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 82677, og pantið viðtal við tæknimann Grohe, ef þér óskið þess, einhvern áðurgreindra daga. o SÍÐUMÚLI 21 . SÍMl 82677 . PÓSTHÓLF 23 . TELEX 2254 Ég fór 1 fermingarfötunum á Þingvöll á lýðveldishátl&ina 1944 þvi einhver hafði sagt mér að ég væri að eignast land. Landið væri nú frjálst og við lausir við Dani fyrir fullt og fast. Ég átti stórt land: Blátt land, kalt grjót, brimasamar strendur lika tignarleg fjöll og ég átti þetta allt með hinu fólkinu. Með sjómanninum sem gekk stórstigur Ut i rökkrið á leiö til skips með sjópokann sinn á bak- inu hann var i Viktoriupeysu og hvitum vaðmálsbuxum. Ég átti landið með konunum sem komu þreyttar heim af fiskreitunum eftir sólbjartan dag, með kaupmanninum á horninu, sem varihvitum sloppi, manninum i Kron, sem var i brúnum: öllu mögulegu fólki, sem nú hafði allt i einu eignast land, og allir fundu á sér þótt enginn heföi vöi um hönd. En svo komu tlmar, og smám saman læddist að þér hræðilegur grunur. Þú áttir ekkert land I raun og veru, að vfsuáttu Danirþað ekki, heldur einhverjir menn. Menn sem áttu blýþung fjöll, hvitfextar ár, fossa, hveri, tún og ber jalyng út um allt. Lika fugla. 1 mannkynssögunni hafðir þú lesið, að menn stjórnuðu þjóöunum með svartri moldinni einni saman. Bændur gengu út á akrana en uppskeran varð að mestu eign hertogans og greif- ans. Hinn stritandi lýður átti ekkert nema bakverkinn og vatnssósa lappirnar á sér sjálf- um. Þeir höfðu sem sé logið þessu með landið 1944 — viö höfðum ekkert land unniö af Dönum. Landið var eign rikra kalla og bænda, hafði verið þaö og var það áfram. Að eiga og eiga ekki Stundum skiptir það reyndar litlu máli hver á landið og hver ekki, en stundum skiptir það kannski öllu máli, ekki minna en það. Um þaö er Deildar- tunguhverinn nú skýrasta dæm- ið, hann minnir þig á að þú ert i raun og veru tökubarn þessarar þjóðar og hefur ekkert erft,ert erföaprins án þess aö erfa nokk- uð einsog Knútur heitinn Dana- prins var, en nóg um það. 1 löndum þar sem stjórnað með svartri mold er eignar- rétturinn friðhelgur — og á að vera það. En hvernig er þessu varið á Islandi? Þar rikir á hinn bóginn mjög dularfullur og ein- kennilegur eignarréttur. Hann kemur fyrst og fremst fram i þvi að þegar gott má hafa af landi, þá er landiö i einkaeign en ef vont hlýst af landi, þá er allt þetta kalda grjót og hraun- breiðurnar þar með oröið aö sameign —þviþá þarf að borga. Viðgetum tekið nokkur dæmi. Segjum svo að Deildartungu- hver heföi veriö i Kirkjubæ I Vestmannaeyjum. Þá hefði sjálfsagt verið talið rétt af eig- endum Kirkjubæjar aö fara fram á 250 milljónir, ef ekki milljarð fyrir 30 ára samning um vatn. Vestmannaeyjar eru nokkur þúsund manna bær (voru það) og ef óskað hefði verið eftir heitu vatni I „deildartunguhvernum” I Kirkjubæjarlandi, þá hefði að likindum orðið að borga svart- oliuverð fyrir það. En ekki tókst nú svona vel til það kom hinsvegar upp eldur og hvað skeður, það er stofnaður Viðlagasjóöur og öll þjóðin er látin borga. Einkaeignin breyt- ist i sameign i einum svip. Engum manni hefur a.m.k. mér vitanlega dottið 1 hug að skrifa reikning handa bóndan- um og eigandanum á Kirkjubæ fyrir milljarða tjón er varð af þvi að glóandi hraun kom upp i staðinn fyrir heitt vatn. Ég get þannig til dæmis vel hugsað mér hvernig reikningar myndugreiðastefeldgoskæmi i Deildartungu, — en nóg um það i bili. Hver borgar eld? Þetta er gott dæmi um það, hvernig landið breytist úr sér- eign i sameign eftir þvi hvort unnt er að græöa á landinu, eða hvort það veldur tjóni. Grasdreifari á PZ-sláttuþyrlur CM165 Eigum fyrírliggjandí nokkra grasdreifara á stærri gerð PZ-sláttuþyrlu, 2ja tromlu CM 165. Búnaður þessi dreifir úr skáranum um leið og slegið er. Búnaðurinn er dreifarafingur á tromlurnar og dreifi- spjöld. Leiðarvisir fylgir. Verð aðeins kr. 52.777.- með söluskatti. Pantið tímanlega. eignarhaldi privatmanna á auöi landsins svo lengi sem þeir eru lausir við alla ábyrgð af sinu landi. Viö þurfum þvi að snúa dæm- inu við. Það má gera meö ýmsu móti. Taka má jarðhita landsins meðlögum til almenningsþarfa, t.d. undir 100 metra dýpi ogeins jarðhita sem enginn kostur er fyrir einstaklinga eða eigendur jaröa aö nýta — eöa láta menn borga stórskatta af hverum og bera alla ábyrgö af hræringum jarðar, eldgosum og öðru. Þessi eignarréttarskilningur að landið sé i' einkaeign ef ábata má hafa en sameign ef eitthvað þarf aö borga, hann getur ekki gengiö til lengdar og er útgeng- inn fyrir lifandis löngu. Annað hvort eiga menn jarðhita eða ekki hveri eða eldgos. Ég hygg þvi að i stað þess aö láta fara fram eignarnámskröfu t Deildartunguhver sérstak- lega, þá hefði rikisstjórnin átt að taka allan jarðhita og virkjunarmöguleika til bæna og láta eignarréttinn verka i eina átt en ekki sem vélinda þar sem einstaklingurinn á matinn en þjóðin spýjuna. Jónas Guðmundsson Hver á „deildartunguhveri” Fleiri dæmi má nefna. Fyrir nokkrum árum gerði jarðskjálftahrinu á Reykjanesi, i grennd við Svartsengi. Sprungur komu i húsveggi og vegaskemmdirurðu. Mér vitan- lega borguöu eigendur Svarts- engis engar bætur fyrir spjöllin en fá hins vegar dálaglegan skilding fyrir gufuna sem kem- ur upp. Hver borgar ef eldur kemur upp þarna _og hraun rennur i Grindavik I stað vatns? Svari þvi hver sem vill Við getum nefnt fleiri dæmi. Ef það á að veiða lax i einhverri ánni, þá er hún I einkaeigu en ef brú, sem er þjóðareign tekur af eða vegarspotta, þá borgar þjóðin. Við getum lika tekið nýtt dæmi snjóflóð tók ofan brú I dal fyrir noröan á dögunum ogtyllti henni upp i fjallshlið hinum megin i dalnum, svona upp á sport. Hver borgar það? Sá sem áfjallið? Nei það er skaði og þá borgar þjóðin. Við hliðina á ritvélinni minni er miði, þar stendur að fast- eigna- og lóðarmat hjá mér sé um 20 milljónir króna. Fyrir þetta verö ég að greiða riflega 10.000 krónur á mánuði. Af Deildartunguhver vildu Skaga- menn borga eina milljón á mánuði fyrir vatn. Og ég spyr: Hvað borga menn i eignaskatt af hver, sem ekki er falur fyrir 250 milljónir króna? landsins? Við erum leiguliðar landeigenda Ef hverinn er af eigendum metinn á 800 milljónir, þá þyrfti að borga af slikum grip um 400 þúsund krónur á mánuði og má undirritaður þvi i raun og veru teljast heppinn aö Deildar- tunguhver skuli ekki vera I Garðastræti 8 það væri ljóta ógæfan — og þó. Þaðkemurfram.að það kost- ar i núkrónum um 6 milljarða að nota þetta deildartunguvatn og það er i járnum að það sé I byrj- un ódýrara en olian. Landeig- endur (hvereigendur) þurfa auðvitað að fá sitt og sjómenn ogannað fólk á Akranesi veröur aö greiða stórfé. Og mér er spurn, er þetta ekki oröiö að hálfgerðu miðaldakerfi? Er noldcur munur að standa á hris- grjónaekrum i Austurlöndum, til að vinna fyrir aðalsmenn sem hirða uppskeruna og stunda sjó fyrir eigendurnar i Deildartungu sem eiga vatn? Brynjólfur biskup gerði út á Akranesi, átti skip en sjómenn fengu litinn hlut, kirkjan hirti gróðann. Ég sé ekki neinn mun á lénsskipulagi miðalda og 4L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.