Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. mai 1979. 7 JÓN SIGURÐSSON: Þaö er vart hætt a6 segja a6 veturinn sé enn horfinn tír bænum. Nú er enn tækifæri til að snúa vöm í sókn Nú i vikunni var lögö fram á Alþingi tillaga ráöherra til þingsályktunar um iönaöar- stefnu. Asamt greinargerö og skýrslum þeim sem fylgja er þetta mikiö rit aö vöxtum og ákaflega fróölegt og upplýsandi um ástandoghorfur I islenskum atvinnu- og efnahagsmálum, enda hefur ritiö veriö unniö á vegum nefndar sem skipuö var færustu mönnum. 1 raun og veru má ef til vill segja aö ekki sé svo mikiö nýtt i þeim iönaöarfræöum sem til- laga ráöherrans ber meö sér. Arum samanhefur veriö rætt og ritaö um þarfir iönaöarins, og um þarfir þjóöarinnar fyrir öflugan og vaxandi iönaö, um nauösynina sem á þvi er aö þyngsta áhersla veröi lögö á iönaö og þjónustugreinar frem- ur en hina „heföbundnu” atvinnuvegi. Á sinum tima var þetta töluvert pólitfekt hitamál, vegna þess einkum aö „viö- reisnarstjórnin” lagöi alla áherslu á stóriöjudrauma sina, en haföi aöra atvinnuvegi i svelti og tók ekki þeim tökum sem nauösynleg voru á byggöa- málunum. Af þeim sökum hlaut svo aö fara aö sjávarútvegur og land- búnaöur hlytu meiri athygli um hriö eftir aö framfarasóknin hófst aö nýju 1971. Tímabær viðurkenning Tillagan um iönaöarstefnu er löngu timabær viöurkenning á þeirri staöreynd, aö ef viö hyggjumst búa hér á landi viö batnandi li'fskjör á næstu árum veröum viö aö beina allri athyglinni aö þeim atvinnu- greinum sem eru megnugar þess aö veita viötöku fleiri vinn- andi höndum. Þaö liggur alveg fyrir, aö aöstæöur eru meö þeim hætti aö landbúnaöur og sjávarútvegur geta ekki tekiö þíetta hlutverk aö sér á næstu árum. Þvert á móti hniga öll rök aö þvi aö mannfækkun veröi i þeim atvinnugreinum. A þessar meginstaöreyndir var raunar bent fyrir meira en áratug. Nú stöndum viö frammi fyrir þvi aö nú duga oröin tóm ekki lengur. Þaö veröur aö snúa séraö þessum málum. Frestun- in sem oröin er á öflugri iönaö- arstefnu er þegar farin aö valda stöönun I lifskjörum og land- flótta. Þegar svo er komið þarf vitanlega ekki lengur vitnanna viö, þviaö staöreyndirnar tala slnu ótviræöa máli. Þvi miöur hefur óðaveröbólg- an og vinnustriöið linnulausa oröið til þess aö stjórnvöldin hafa ekkihaftráörúm tilþessað bregðast viö aöstæðunum nú á siðustu árum, og þess vegna hefur ekki oröiö eölilegt fram- hald af þeirri framfarasókn sem hófst 1971. En þeim mun brýnna er aö menn taki nú rækilega til hönd- um. Merkileg sinnaskipti 1 tillögunni um iðnaðarstefnu er vikiðaö ýmsum þeim aögerð- um sem nauösynlegar eru í þvi skyni aö greiða fyrir iönþróun- inni. Satt aö segja er þessi til- laga ánægjulegur vottur um mjög merkileg sinnaskipti hluta af forystuliöi Alþýöubandalags- ins, og sést þaö ekki hvað sist af þeim atriöum sem nefnd eru I tillögunni. Til þess aö um eölilega og hraða iönþróun geti oröiö aö ræða veröurt.d. aö jafna lána- kjör atvinnuveganna og hverfá frá þeirrimismunun sem bitnaö hefur á iöngreinum og þjónustu- greinum á umliönum árum. Þaö veröur aö leggja mikiö kapp á betri vinnuskipulagningu og hagræðingu I þvi skyni aö efla arösemi atvinnurekstrarins, og með sköttum t.d. veröur aö bæta fjárhagsaðstöðu og auka hagn- að iönfyrirtækjanna. Þaö verö- ur að losa m jög um öll verðlags- höft, eldci síst I þeim greinum sem eiga I samkeppni viö inn- flutning. Ekkertaf þessum atriðum er i sjálfu sér nýlunda. Þaö sem er nýtt er hitt, aö þessi atriði skuli nú koma fram i tillögu sem einn af forystumönnum Alþýöu- bandalagsins leggur fyrir Al- þingi. Aö sjálfsögöu ber aö fagna því aö sllk tillaga kemur fram, og auövitaö er þaö á- nægjulegt aö sem allra flestir geri sér grein fyrir þvi sem gera þarf I þessum efnum. Þaö er hins vegar eitthvað al- veg nýtt og mjög óvænt ef Al- þýöubandalagsmenn almennt treysta sér til aö standa aö framkvæmd þeirrar raunsæju stefnu sem nefad iönaöarráö- herranshefur nú lagt til aö fylgt veröi. Hugsunarhátt- urinn verður að breytast En til þess aö framfylgt veröi heillavænlegri stefnu I iönaöar- og atvinnumálum þarf reyndar margt fleira en aöeins skynsemi I fjármálum og rekstri. 1 raun og veru þarf hugsunarháttur manna aö breytast töluvert. - Menn eru allt um of háöir gamalgróinni rómantlk hér á landi, telja þaö i sjálfu sér „göf- ugt” aö vera hjarðmenn og veiöimenn, en I sjálfu sér „vont” aö sama skapi aö vinna viö iðnaðeða þjónustu. Slfellt er um þaö talaö, aö aöeins frum- framleiðslan, fiskveiöar og landbúnaður, skapi þjóöaráuð- inn, en aörir séu þá einhvers konar „afætulýður”, I staö þess að horfast í augu viö þá staö- reynd aö mjög veruleg og mikil- væg verömæti skapst viö úr- vinnslu hráefnanna, og að grundvöllur þess að framleiöslán geti komiö aö not- um og borgað sig veröur hún aö komast til neytenda og kaup- enda og þá i hæfilegum og aö- laöandi búnaöi. Og þaö gleymist llka, aö til þess aö þetta sé allt saman hægt veröur aö vera fyrir hendi mikil starfsemi á sviöi almennra mennta, visinda og rannsókna. Þannig veröa hin almennu viöhorf til atvinnumálanna aö breytast á þá lund, aö þjóöin skilji hversu samþætt öll þessi starfsemi er, hvernig fiskimaö- urinn, bóndinn, iönverkamaöur- inn, byggingamaöurinn, versl- unarmaöurinn, kaupmaöurinn, bókhaldarinn og kennarinn — hvernig allir þessir aöilar og margir fleiri eru í raun aö vinna saman aö þvl aö skapa þjóöar- auðinn og koma honum til nýt- ingar. Fátækt er glæpur Þaö kemur greinilega fram I þeim skýrslum sem fylgja til- lögunni um iðnaöarstefnu aö tækin og möguleikarnir til aö skapa góö og batnandi llfskjör fyrir vaxandi fólksfjölda eru fyrir hendi hér á landi. Aö þessu mikilvæga Ieyti sannar þessi til- laga enn hin frægu orb Ólafs Friðrikssonar, aö enginn þurfi aö vera fátækur á Islandi og „þess vegna er fátæktin glæp- ur”. En á sama hátt má spyrja meö Kristjáni Friörikssyni iön- rekanda, hvort verið sé aö „skipuleggja fátæktina inn i landiö” meö þeirri upplausn sem hér rikir vegna óöiaverö- bólgu og stööugra átaka á vinnumarkaðinum. Þaö veröa menn aö hafa i huga aö hér verður ekki framfylgt neinni markvissri stefnu um iönþróun og batnandi hag meðan stjórn- völdin hafa ekkert ráörúm til athafna vegna veröbólgu og linnulausra vinnudeilna. Nú er enn tækifæri Og þetta er þaö sem hefur veriö að gerast nú aö undan förnu. Þjóöin átti gulliö tækifæri áriö 1977 þegar aögeröir fyrr- verandi stjórnar höföu oiöið til þessaö minnka veröbólguna um helming. Þá voru tækifæri til þess aö móta framtföarstefnu. Þau tækifæri voru ekki notuö, heldur var hafið stanslaust stór- strlö innanlands sem lyktaöi ekki fyrreneftir kosningarnar á slöast liðnu ári. Framsóknarmenn árttu drjúg- an þátt I þeim árangri sem náöst hafði 1977. Þeir hafa ekki slöur reynt eftir kosningarnar á slöasta ári aö ná samkomulagi innan rlkisstjórnarinnar og viö aðila vinnumarkaöarins um þaö aö brjótast af alefli út úr vita- hring veröbólgunnar og skapa þannig skilyrði til þess aö fram- farasóknin geti hafist aö nýju. Allir vita hve erfiðlega þetta hefúr gengiö. Allir hafa tekið eftir andstööu Alþýöubanda- lagsins við allar raunhæfar til- lögur um aðgeröir, og allir hafa tekiö eftír. þvi nú slöustu daga hvernig svo virðist sem Alþýöu- flokkurinn sé aö springa á út- gönguversinu. Sannleikurinn er þó sá, aö nú er enn tækifæri. Nú eru enn tímamót, I þeim skilningi, að nú veröa Islendingar enn aö gera þaö upp viö sig hvaö þeir vilja. Vilja þeir I raun og veru áfram- haldandi upplausn, áframhald- andi óöaveröbólgu, landflótta og stöönun atvinnulSs og hrakandi llfskjör? Eöa vilja menn vinna saman aöuppbyggingu ogframförum? Til þess þarf festu og stööug- leika I stjórnarfari, friö á vinnu- markaöi og jafnvægi I efiia- hagsmálum. Til þessþarf fram- leiðslu en ekki vinnustöövun, samvinnuen ekki efnahagslega borgarastyrjöld. Og til þess þurfa menn aö meina þaö sem þeir segja meö tillögum sinum, t.d. iönaðarráöherrann og flokksmenn hans meö þings- ályktunartillögunni um iönaö- arstefnu. menn og málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.