Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 25

Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur 20. mal 1979. 25 Sovéskur sérfræðingur í heimsókn Bandaríkjamenn verða fyrr eða síðar að taka upp áætlanagerð og aukna miðstýríngu AM — Stórveldi heimsins fylgj- ast vel meö öllu sem fram fer á jarökringlunni i þjóöfélagslegum og stjórnmálalegum sökum, enda skortir þau ekki mannafla né þaö sem mest er um vert, fjármagniö. 1 Bandarikjunum og Sovétrikjunum er þvi að finna sérhæföar stofnanir, sem fylgjast með alþjóðamálum og hræringum^gera skýrslur um á- standið og reikna Ut eftir getu hvernig breytingar á einum vettvangi kunni að leiöa til hræringa á öðrum, hagstæöra eða óhagstæöra eftir atvikum fyrir viðkomandi riki. Þannig er aö finna f Banda- rikjunum margar stofnanir, Dr. Kosoladov sem spá i alþjóöamál, t.d. Brookings Institution i Washington, Russian Institute viðColumbia háskóla ogRAND stofnunina, svo eitthvaö sé nefnt. 1 Sovétrikjunum er reynt aö fylgjast ekki siöur meö málun- um, en stofnanir þeirra af þessu tagi munu færri, en þvi fjölmennari. Hér var nýlega á ferð rússneskur fyrirlesari dr. Kosoladov frá Rannsóknar- stofnun heimsefnahagsmála og alþjóðasamskipta, sem starfar i tengslum við Visindaháskólann i Moskva. Kom hann hingað i boði MtR og hélt fyrirlestra um viðhorf Sovétrikjanna til alþjóöamála og svaraði fyrir- spurnum, en áöur haföi hann veriöi sams konar erindagjörö- um i Noregi. Múghræringar í Banda- rikjunum Stofnun sú sem Kosoladov starfar viö hefur um 600 manna starfslið, en hann starfar sjálfur við alþjóðasamskiptadeild hennar. Doktorsritgerð hans fjallaði um athafnasemi Banda- ríkjamanna i Viet Nam á árun- um 1940 — 1975, og er verksvið hansenda rannsóknir á sérstök- um þáttum hins bandariska þjóðfélags. Þessir þættir heyra undir það sem kallast „psyckologic-sociological” eöa þjóðfélagssál'fræðilegir. Til nánari skýringar er hér um að ræða að rannsaka tengsl milli t.d.æðstu valdastofnana Banda- rikjanna, forsetans og nánasta starfsliös hans og þeirra hópa ýmissa hagsmuna sem i kring standa. Viðhorf hins breiöa múgs til hvers þessara hópa og að hvernig hann skiptist i af- stöðunni til þeirra á ýmsa vegu, er svo rannsóknarefnið, ásamt þvi aö gera spár og draga likur af þróuninni á hverjum tima. Steinar i götu slökunar stefnunnar Dr. Kosoladov leit við hér á ritstjórninni sl. þriðjudag og við spurðum hann nokkurra spurninga um hið óneitanlega forvitnilega rannsóknarefni, þótt fyrirlestrar hans hefðu annars verið um afstöðu Sovét- rikjanna til ýmissa aöstæðna i alþjóöastjórnmáium nú. Dr. Kosoladov sagði að hið bandariska þjóðfélag stæði nú á afar einkennilegu stigi og að þar hefðu hrannast upp vandamál, sem hann teldi illmögulegt að leysa án aukinnar miðstýringar og áætlanagerðar. Ein- staklingshyggja væri meö ó- dæmum rik i Bandarfkjamönn- um og ýmugustur mikill á hinu mikla rikisvaldi, en meöal hag- fræðinga, þingmanna og ýmissa upplýstari manna væri samt sem áöur að finna aukinn skilning á þvi, aö án einhverrar áætlanagerðar og meiri miö- stýringar verður engin bót á ráöin. Hann minnti á frumvarp, sem einir tíu senatorar lögðu fram i þinginu áriö 1975, sem gerði ráö fyrir áætlanagerö á ýmsum sviðum, en það frum- varp komst aldrei til umræðuog dagaði uppi innan þinghús- veggjanna. Samt sem áður væri það mjög athyglisvert að þetta skyldi koma fram, og nauðsyn t þessa yrði stööugt fieirum ljós. Hann benti á sem dæmi að væri Bandarlkjamaöur spurður hvort hann óskaði meiri rfkisaf- skipta, þá mundi hann svara neitandi, en ef spurningin væri þannig oröuð, að sami maður ætti aö svara hvort hann vildi betri heilbrigöisþjónustu, mundi svarið verða já. Eins og sakir stæðu væri áætlunargerð — þó ekki væri nema i jap- önskum stil —þeim fjarri skapi, en þó kvaðst hann búastviðað á næstu árum mundi þetta þjóð- félag snúa sér aö þvi að hefja á- ætlanagerð I anda Japana. Spárnar standast oft Við spurðum dr. Kosoladov hvernig spárnar hjá stofnun hans stæðust og sagði hann að einsoggengi væri það misjafnt, en iðulega næðu þeir ágætum árangri, eins og þegar þeir spáðu fyrir um úrslit forseta- kosninganna 1976 og skeikaði ekki nema um 0.3%. Hann benti á að fjarri færi aö rannsóknir stofnunarinnar beindust ein- göngu aö Bandarikjunum, heldur væruathuguð öll hugsan- leg alþjóöleg málefni, en sem fyrr segir snerust hans rann- sóknir að Bandarikjunum fyrst og fremst. A deild hans vinna 12 manns að bandarfsku rannsókn- unum, en um 35 — 40 á deildinni allri. Um þessar mundir sagði hann hæst bera hverja af- greiðslu nýi SALT samningur- inn fær á Bandarikjaþingi, en farisvo aðhonum verði hafnað, muni það auka mjög tortryggni milli stórveldanna og s pilla þvi mikla starfi, sem unnið hefur verið i þágu slökunarstefnu. Hann kvaðst þó gera sér vonir um að a llt færi á besta veg, enda þær forsendur, sem lágu til grundvallar kaldastriðshugs- unarhættinum, sem byggðist á að annar aðilinn hafði meiri hernaðarmátt en hinn, horfnar. Menn skildu I æ ríkari mæli að skilningur og samkomulag um deiluefni, væri eina Urræðið. Framhald á bls.31 Dragið ekki að panta bíl StðtÍOíl Til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi \/Sogaveg - Símar 84510 84511 Sedan Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvél (Gamla Saab-vélin) Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta bil austantjalds. Gormar á öllum hjólum og bíllinn því dúnmjúkur i holum og eiginleikar bilsins i lausamöl eru frábœrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.