Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. mal 1979. 11 ekki á sleðann, þarna þegar við vorum sóttir á flugvöllinn. Dótið okkar gerði ekki betur en að komast á sleöann en við gengum meðfram. NU er einmitt aðal-hundasleðatiminn á Græn- landi og ferðaménn koma i'hóp- um til Angmagssalik til þess að gista þar á hóteli um nætur, en láta aka sér fram og aftur á hundasleða á daginn. Einn dag- inn sem við vorum þarna, — mig minnir það vera á annan i páskum, — komu tuttugu hundasleöar til Angmagssalik með ferðamenn. Þeir höfðu verið i leiðangrimeðferðamenn einhvers staðar þarna i grennd- inni, ég veit ekki hvar. Grænlendingar hlusta mikið á íslenska út- varpið — Þegar viö komum til Ang- magssalik, tóku þar á móti okk- ur helstu fyrirmenn bæjarins: bæjarstjórinn — hann var annar þeirra sem gistu hjá mér þegar norræna menningarvikan var i Kópavogi um árið — sömuleiðis voru þar lögreglustjórinn, bæjarverkfræðingurinn o.fl. — Siðan var okkur öllum komið fyrir á einkaheimilum, og einn okkar dvaldist hjá nýkjörnum þingmanni Grænlendinga. Hann er lögregluþjónn i Angmagssa- lik. Einn okkar bjó hjá einum helsta veiðimanninum i þorpinu. Hann hafði m.a. unnið sér þaö til frægðar að fella stærðar isbjörn og við fengum að sjá feldinn af skepnunni. En þessi ágæti veiðimaður var sáralitið heima á meðan við vorum þarna heldur var hann á stöðugum ferðalögum með túr- ista á hundasleðum, og okkur var sagt, að hann gerði varla annað á meöan aðal-sleðatim- inn stendur yfir, svona frá þvi i febrúar og þangað til seinast I aprfl. Margir telja það besta timann til þessað sækja Græn- land heim, þvi að þegar liða tek- ur að vori, verða mikil stað- viöri, og þá er kyrrðin og fegurðin þarna ölýsanleg. — Hvernig eru húsakynni Grænlendinga? — Þau eru allgóö. Þetta eru yfirleitt fremur litil timburhús, standa flest á háum kjallara og eru með bröttu risi. Þau heimili þar sem við bjuggum, gefa auðvitað ekki rétta mynd af hi- býlum almennings. Það voru heimili fólks i góðum stöðum en atvinnuleysi var mjög mikið þarna. Þessi heimili voru vel búin húsgögnum og heimilis- tækjum eins og best gerist. Töluverður bókakostur var á heimilinu þar sem ég bjó.og þar hafði húsbúndinn útbúið her- bergi til framköllunar mynda. Þar var einnig li'tið smiðaverk- stæöi með hefilbekk og ýmsum verkfærum til viðgerða og ann- arra smiða. Þessu var hagan- lega fyrir komið i skála framan viðstofuna. Það segir sig sjálft, að þarna veröa menn að bjarga sér af eigin rammleik með ymsa hluti, en geta ekki skroppið út i' næstu búð, ef þá vanhagar um eitthvað. Það vakti athygli mina, að mjög fullkomin hljómflutningstæki og útvarpstæki voru á öllum heimilum, þar sem við komum. Viðaáttubörnin sin eigin hljóm- flutningstæki, og fullorðna fólk- ið sin, svo auðséð er, að Græn- lendingar hlusta mikið á tónlist. Þeir hlusta lika mikið á islenska útvarpið og höfðu orð á þvi', hve þeim þætti tónlistin þar góð. — Þeir hafa auðvitað raf- magn? — Já, það er rafmagn frá dieselrafstöð. En hús sin hita þeir upp með oliukyndingu. , — Það er vatnsleiðsla I öllum húsum? — Já, en yfirleitt ekki nein vatnssalerni. Það er mjög erfitt að gera frárennsli þarna, þar sem landið er i raun og veruallt ein klöpp. í staðinn fyrir vatns- salerni nota Grænlendingar dalla, líka þeim sem eru viða i suma rbústöðum hér á landi. Þeir eru vel loftræstir og virðast tæmdir reglulega. Frárennsli var aftur á móti frá baðkerum og handlaugum. Frárennslis- rörin liggja ofan jarðar eins og vatnsleiðslurnar í húsin, en stokkar byggðir yfir og allt vandlega einangrað. — Ég veitti þvi athygli að þakrennur voru ekki á húsunum. Ekki sá ég heldur eitt einasta hús með okk- ar rómaða bárujárni, heldur voru þau öll með pappa og var þó þakhalli nægur. A flestum húsum sem viö sáum eru tré- hlerar á hjörum við gluggana, þannig að hægt sé að loka að ut- anog verjaglerið ismulningiog jafnvel grjóti, sem oft fylgir vetrarbyljunum. Ég skoöaði skóla staðarins, hina myndar- legustu byggingu. Þar voru að visu ekki hlerar fyrir gluggum, en á þeirri hlið sem sneri i mestu óveðursáttina voru gluggarnir mjög litlir og ytri Grænlensk kona skemmtir gestum. rúðan var úr mjög þykku plexi- gleri sem er óbrjótandi. Skiðakeppnin — — En hvernig fór skiða- keppnin sem var tilefni farar- innar? — íslendingarnir röðuðu sér I fremstu sætin bæði I svigi og stórsvigi og voru a .m.k. einum hæfnisflokki fyrir ofan Græn- lendinga. En þess ber að gæta, aögrænlenska skíðafélagið sem Islendingar voru að keppa við var ekki stofnað fýrr en 1973, svo að þar hafamenn ekki notiö langvarandi skipulegrar þjálf- unar. t skiðagöngunni náðu Grænlendingar þó fyrsta sæti en Islendingar öðru og var þó reyndar lítið um vel þjálfaða göngumenn i okkar liði. — Hvernig var aðstaða til keppni þarna? — Landið er i sjálfu sér ekkert óhagstætt til sllkrar keppni. Þótt undirlendi sé litið eru brekkurnarekki brattarienhér. Aftur á móti var ekki nema ein skiðalyftaoghún var litiðmeira en nafhið. — Skiöagangan fór þannig fram að gengnir voru hringir, eins og algengt er, og segja má að þarna sé ágætt gönguland. Keppendur voru á öllum aldri og af báðum kynj- um. Þarna fór einnig fram svo- kölluð mini-keppni, þar sem keppendur voru allir á smá- skiöum. Flest voru það börn og unglingar sem tóku þátt i þeirri keppni. Þetta haföi ég ekki séð áöur en hafði gaman af. 1 sambandi við þessa keppni og úrslit hennar er rétt að taka það fram, að besti skiðamaður þeirra Angmagssalik-búa var ekki heima og gat þvi ekki tekið þátt I keppninni. Hann var ein- mitt að keppa i Godthaab, þar sem skiðalandsmót Græn- lendinga fór fram á meðan við vorum þarna. Þegar verðlaunaafhending fór fram var m.a. skipst á merkjum félaganna, sem þátt tóku i keppninni. Við gáfum Grænlenska félaginu veifu frá l.R. A veifunni stendur að Í.R. sé stofnað 1907 og þegar Græn- lendingurinn sem tók viö veif- unni rak augun i þetta, varð Reynt að veiða hákarl — Gátuð þið, Islendingarnir, ferðast eitthvað um nágrenniö á meðan þið voruð þarna? — Ég bjó hjá bæjarstjóranum og á meðan ég var þar, fóru þau hjónin i þriggja daga ferðalag á hundasleöa en þau eiga fimm- tán hunda. Miglangaði aðfylgja þeim eitthvaö á leið, og dreif mig á fætur eldsnemma morg- uninnsem þau lögðu af stað. Við héldum úrhlaði klukkan hálfsex Þátttakendur I Grænlandsferðinni. Taliö frá vinstri: Hörður Björnsson, Axel Gunnlaugsson, Guömundur Jakobsson, Hafþór JúIIusson og Guðmundur Gunnlaugsson. honum að orði að hann vonaði að félagiö þeirra yröi búið að eignast góða skiðamenn, þegar það heföi starfað eins lengi og l.R. — En að visu ber þess að gæta að skiðadeild l.R. er ekki svona gömul hún mun vera stofnuð árið 1939. um morguninn, ég á skiðum en þaulsleöanum. Við fórum þvert yfir isi lagöan fjörðinn og siöan eftir stööuvatni sem auðvitað var vel faliö undir is og snjó. Þegar við höfðum ferðast þannig all-langan veg barst það Framhald á bls. 31 ► A keppnisstaö. Texti: V.S. Myndir: Tryggvi Þormóðsson og Guðmundur Jakobsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.