Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 22

Tíminn - 20.05.1979, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 20. mai 1979. Umsjón: Eiríkur S. Eiríksson JMU TIMINN---- Nýr bassaleikari Foreigner Nýlega hætti hinn ágæti bassaleikari, Eg Gagliardi i hljómsveitinni Foreigner og i hans staö hefur verið ráðinn Englendingurinn Rick Wills. Wills þessi lék áður með Peter Frampton og einnig hefur hann leikið með Roxy Music og Small Faces, auk þess sem hann aö- stoðaði Dave Gilmore lir Pink Floyd við gerð sólópi ötu sinnar. diskótek viða um löndogkemur fram i því aö vera sem frumleg- astur og viðrinisiegastur (freakaðastur). Hins vegar má hafa af þessu hina ágætustu skemmtun en biaðamaður tekur- þó undir orð kellingarinnar sem sagði þegar hún sá hvernig menn létu álit sitt I Ijós á kröfugöngu einni — „Illa fariði með eggin drengir”. — GP Brenda Lee plötusnúður I óöali ásamt „Disco Maniacs” — Tony ogPhilip. Sem sjá má eru þeir félagar kattliðugir og kræfir eftir þvi, NUtimamynd Róbert Tycoon — Meðfylgjandi mynd sýnir bandarfsku rokkhljómsveitina Tycoon, sem nú siglir hraöbyri upp á stjörnuhimininn vestan hafs. Þykir hljómsveitin ein sú albesta sem þar hefur komið fram I seinni tið á hinni svokölluðu „Boston-linu” og er henni spáð eneu minni vinsældum en Toto, sem gert hefur það gott að undanförnu. 1 IV Kvi ri ki ia j ra ”-si ti: m IDÍ 11 á V 11 - BURNEL Það á ekki af Jean Jacques Burnel, bassaleikara Strangl- ers, að ganga þessa dagana. Eftir mikið mótlæti i Astralíu, þar sem hann lamdi á tveim lögregluþjónum, hafa hljóm- leikar hans, sem ætlað var að fylgja eftir nýútkominni sóló- plötu, farið i handaskolum og aðsókn á alla hljómleikana hef- ur verið i lágmarki. Allir regn- bogans litir Eins og greint var frá I sið- asta Nútlma, gekk Roger Glover, fyrrverandi bassa- leikari Deep Purple, nýlcga til liðs við hinn gamla félaga sinn Ritchie Blackmore og hljóm- sveit hans Rainbow, en auk þeirra tveggja var trommu- leikarinn Cozy Powell I hljóm- sveitinni. Blackmore hefur nú endan- lega stiilt upp fullu liöi þvi að fyrir skömmu réð hann söngv- arann Graham Bonnett i hljómsveitina, en Bonnett þessi hefur að undanförnu unnið i Astraliu og á nýja-Sjá- landi. Þá hefur Blackmore einnig ráöiö hljómborösleik- arann Don Airey, sem áður lék með Colosseum II, I hijóm- sveitina og þannig skipuð mun hún leika I sumar, en þá er væntanieg ný plata með hljómsveitinni. Burnel hugsaöi þó gott til glóðarinnar er hann átti að koma fram I London, sem verið hefur höfuðvigi Stranglers i gegnum árin. Ekki fór þó allt eftir áætlun, þvi að til að byrja með var sett bann á hann i Drury Lane Theater Royal þar sem hljómleikarnir áttu að fara fram, er eigendurnir fréttu að hann væri meðlimur Stranglers. Hljómleikarnir voru þá fluttir yfir I Hammersmith Odeon hljómleikahöllina og var ekki annað séð, en að allt væri i himnalagi. Svo var þó ekki vegna þess að forsalan á hljóm- leikana var minni en engin og þvl var hljómleikunum frestað um óákveðinn tima. Það sem einkum er talið valda hinum slæmu viðtökum, sem Burnel hefur fengið, er þaö að hljómleikagestir hafa komið á hljómleikana með þvi hugar- fari að hlýða á Stranglers-lög, en orðið fyrir vonbrigöum er þeir hafa komist að þvl að efni Burnel af nýju plötunni „Euro- man Cometh” er gjöróllkt þvi sem Stranglers hafa boðiö upp á. ★ Dracula plata frá Cornwell Þess má geta að Hugh Corn- well, söngvari og gltarleikari Stranglers, hefur ekki látið ólán Burnel sér að kenningu verða þvi að hann er ráðinn I þvi að fara i hljómleikaferð I sumar, og kynna efni af plötu sinni „Nosferatu”, sem út kemur i júnl. Þess má geta að platan heitir eftir fyrstu Dracúla kvik- myndinni, sem gerð var og reyndar er nýbúið að gera aðra kvikmynd með sama nafni um þennan blóöþyrsta greifa. A plötunni kemur Ian Dury fram sem gestur, auk tveggja liðs- manna Devo, en auk Cornwell unnu Robert Williams (tromm- ur) og Ian Underwood að gerð plötunnar. — ESE „DISCO-FREAK” Diskó-brjálæðingarnir eða The Disco-maniacs kalla þessir ágætu ensku diskódansarar sig (sjá meðfylgjandi mynd), en þeir eru hér staddir I heimsókn á vegum veitingahússins óðais. Dansararnir verða hér tii 24. mal og koma fram I óðali og vlðar. Segja má að dans þeirra sé að mörgu leyti nokkuð sér- stæður en hann einkennir þó sú byigja sem nú gengur yfir „Uppgötvun” hjá ELO 1 næstu viku kemur á mark- að ný plata frá hinni virtu hljómsveit Electric Light Orc- hestra, eöaELO einsoghún er gjarnan nefnd, og nefnist nýja platan „Discovery”. Þessi plata er fyrsta stúdióplatan sem Elo hljóöritar, siðan „Out of the Blue” kom út, en sú plata hefur nú selst I yfir 10 milljón eintökum vlðs vegar um heim, og I Bretlandi einu hefur platan selst I 1250 þús- und eintökum. Þessmágeta aðþegar hefur verið gefin út litil plata með efni af stóru plötunni og eru á henni tvö lög, „Shine a little love” og „Jungle”. Þykja þessi lög gefa til kynna að ELO hafi ýmislegt nýtt I poka- horninu og þegar hafa verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til þess aö nýja platan verði enn ein metsöluplatan. — ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.