Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 10
Kjósendur í Suður-Ossetíu samþykktu nánast einróma í atkvæðagreiðslu á sunnudaginn að lýsa yfir formlegu sjálfstæði héraðsins, sem tilheyrir Georgíu en hefur þó notið sjálfstæðis í reynd í meira en áratug. Samkvæmt bráðabirgðatölum greiddu 99 prósent kjósenda sjálfstæði atkvæði sitt. Suður-Ossetíumenn virðast almennt vilja sameinast Rússlandi þegar fram líða stundir. Sjálfstæði héraðsins frá Georgíu er fyrst og fremst hugsað sem áfangi í þá átt. Meira en þúsund manns létu lífið í harðvítugri borgarastyrjöld aðskilnaðarsinna við Georgíuher á árunum 1991 til 1992, sem braust út í beinu framhaldi af falli Sovétríkjanna. Stjórn Suður-Ossetíu er í nánum tengslum við Rússland, sem viðurkennir ekki heldur formlega sjálf- stæði héraðsins en hefur veitt íbúum þess leyfi til að ganga með rússnesk vegabréf. Rússneska rúblan er sá gjaldmiðill, sem notaður er í Suður-Ossetíu, og rússneski fáninn blaktir víðast við hún við hlið héraðsfánans. Kosningarnar á sunnudag- inn breyta í sjálfu sér engu um formlega stöðu Suður- Ossetíu vegna þess að Georgía viðurkennir ekki sjálfstæði héraðsins og þar með ekki heldur lögmæti kosninganna. Skoðið Gagnvirkt efni og leikir – heima og í skólanum Það er leikur að læra á vef Námsgagnastofnunar má finna ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri. Vefurinn er opinn fyrir alla. Á www.nams.is NÁMSGAGNASTOFNUN Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10–12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúm- lega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flug- leiðinni til Alicante, sem er marg- föld skattaupphæð á þessari leið.“ Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleik- anum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins til- kominn.“ Runólfur segir að þessum upp- lýsingum verði beint til sam- keppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eigna- tengingu á milli Icelandair og Ice- land Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Ice- land Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseft- irlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækk- un hafa sett mikinn strik í reikn- inginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöld- in. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flug- völlur og þar eru innheimt 2–3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um.“ Birgir segir betri afkomu fyrir- tækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir sam- keppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Eru samstiga í verðhækkunum Ástand á vinnu- markaði er gott. Skráð atvinnu- leysi var eitt prósent í október eins og september, samkvæmt upplýs- ingum frá Vinnumálastofnun. Vísbendingar eru um að ástandið muni versna á næstunni, eftir því sem fram kemur á vef ASÍ. Atvinnuleysi hefur aukist lítillega á landsbyggðinni meðal karla og kvenna og hjá körlum á höfuðborgarsvæðinu en minnkað meðal kvenna á höfuðborgarsvæð- inu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um tíu þúsund erlendir ríkisborgarar hafi komið til starfa á íslenskum vinnumarkaði það sem af er ári. Um eitt prósent atvinnuleysi Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvö- falt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.