Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 6
A
R
G
U
S
/
06
-0
55
2
Debetkort
með kreditheimild*
– vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar!
Kynntu þér DMK Debetkort og aðra þjónustuþætti
DMK á spron.is
* skv. útlánareglum SPRON
Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á
þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð meira en
greiningardeild Glitnis reiknaði með en hún spáði 2,8
milljarða króna tapi á fjórðungnum.
Þá nam tap félagsins tæpum 4,7 milljörðum króna
á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554
milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra.
Í uppgjöri Dagsbrúnar segir að tekjur Dagsbrún-
ar (nú 365 hf.) hafi numið 36,1 milljarði króna á fyrstu
níu mánuðum ársins sem er rúm þreföldun frá síð-
asta ári en þá námu þær rúmum 10,8 milljörðum
króna. Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu tæpum 16
milljörðum króna, sem er 12,1 milljarðs króna aukn-
ing á milli ára.
Rekstrarhagnaður (EBITDA) af reglulegri starf-
semi fyrir óvenjulega liði fyrstu níu mánuði ársins
nam tæpum 3,8 milljörðum króna samanborið við
rétt rúma 2,3 milljarða króna í fyrra.
Handbært fé Dagsbrúnar frá rekstri án vaxta nam
26 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins sem
skýrist af miklum óvenjulegum kostnaði í fjórðungn-
um og aukningu á rekstrartengdum eignum og skuld-
um. Á sama tíma í fyrra nam þessi liður tæpum 1,9
milljörðum króna, að því er segir í uppgjörinu.
Heildareignir félagsins í septemberlok námu 87,6
milljörðum króna samanborið við 22,8 milljarða
króna í lok síðasta árs.
Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum
Bæta þarf þjónustu við aldraða til
muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir,
blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti
á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheim-
ilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um
aðbúnað vistmanna þar.
Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að
blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum.
Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísa-
fold sem kemur út í dag.
Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar,
segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega
röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að
raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við
séum að fara nógu vel með gamla fólkið,
hvernig því líður í raun inni á þessari stofn-
un,“ segir Reynir.
Að sögn Reynis var öllum nöfnum vist-
manna breytt í greininni og því komi umfjöll-
unin sér ekki illa fyrir neinn.
Spurður segir Reynir að vissulega hafi
Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem
réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að
skrifa grein um reynslu sína í starfinu.
Reynir segir að menn muni sjá meira af
slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að
fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af
hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborð-
ið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnu-
brögð „hina nýju blaðamennsku“.
Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri
Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær
að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elli-
heimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísa-
foldar séu vafasöm.
Hann sagði að ekki væri hægt að líða að
Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði
að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir
dómstólum.
Blaðamaður réði sig til starfa á Grund
Hefur þú dottað undir stýri?
Gefur þú blóð?
Tveir karlmenn
reyndu að stela þrjú hundruð kílóa
hraðbanka úr útibúi Landsbank-
ans að Kletthálsi í Reykjavík á
miðvikudagsmorgun.
Mennirnir losuðu hraðbankann,
mjökuðu honum að hurð bankans
og veltu honum á hliðina. Öryggis-
kerfi bankans fór í gang og tóku
myndavélar í anddyrinu aðfarirn-
ar upp á myndband. Þegar örygg-
isvörður kom á vettvang lá hrað-
bankinn í dyragættinni en
mennirnir höfðu hypjað sig.
Öryggisvörðurinn gerði lög-
reglunni viðvart laust fyrir klukk-
an átta og kom hún á vettvang og
rannsakaði vegsummerki eftir
ránstilraunina.
Mennirnir voru ekki með nein
verkfæri þegar þeir reyndu að
fremja ránið og bendir það til að um
skyndiákvörðun hafi verið að ræða.
Haukur Þór Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs
Landsbankans, segir að mennirnir
hafi líklega ekki áttað sig almenni-
lega á því hvað þeir voru að gera;
að þeir væru í beinni útsendingu
meðan þeir böðluðust á hraðbank-
anum. „Ef þeir hefðu litið upp og
séð myndavélina þá hefðu þeir
áttað sig á því að þetta var vonlaus
tilraun,“ segir Haukur og bætir
því við að hraðbankar í landinu
hafi yfirleitt verið látnir í friði.
Að sögn Hauks var hraðbank-
inn illa festur, hann var ekki bolt-
aður niður í gólfið, sem venjulega
er gert til að festa slíka hraðbanka.
Ástæðan er sú að það er hiti í flís-
unum í anddyri útibúsins sem
gerir það ómögulegt að festa hrað-
bankann með boltum því þeir eyði-
leggi hitamottuna undir flísunum.
„Í þessu tilfelli var hraðbankinn
festur með lélegustu festingunum
okkar.“
Haukur segir að hugsanlega
hafi tæknibúnaður inni í hrað-
bankanum skemmst en að líklega
sé ekki um mikið tjón að ræða
fyrir bankann.
Starfsmaður lögreglunnar í
Reykjavík segir að ekki sé gáfu-
legt að stela slíkum hraðbönkum
því yfirleitt séu ekki miklir pen-
ingar í þeim. Hann segist eingöngu
muna eftir einu slíku ráni. Það átti
sér stað í anddyri Kennaraháskól-
ans fyrir nokkrum árum. Þá náðu
þjófar að nema hraðbanka á brott
og gómaði lögreglan mennina og
var hraðbankinn í bíl þeirra.
Lögreglan rannsakar nú ráns-
tilraunina og býst við því að hand-
taka þjófana fljótlega ef þeir gefa
sig þá ekki fram áður.
Ætluðu að stela 300
kílóa hraðbanka
Tveir menn reyndu að fremja klaufalegt rán í gær. Ránið var í beinni útsend-
ingu. Starfsmaður Landsbankans segir hraðbankann hafa verið illa festan.