Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 12
Losun kolefnis í
formi koltvísýrings út í andrúms-
loftið hefur aukist um 2,5 pró-
sent á ári frá árinu 2001 en losun-
in jókst um eitt prósent árlega
fram til ársins 2000. Þetta kemur
fram á bloggsíðu Einars Svein-
björnssonar, aðstoðarmanns
umhverfisráðherra, www.esv.
blog.is.
Ástæðan fyrir því að losunin
hefur aukist svo hratt er rakin til
þess að meira er brennt af kolum
en áður. Skýringin er að hluta til
verðhækkun á olíu upp á síðkast-
ið en stórir orkuframleiðendur
hafa skipt frá olíu yfir í kol sem
menga meira.
„Einnig hafa fleiri brugðið á
það ráð að taka upp heimilis-
kyndingu upp á gamla mátann
með eldivið og öðrum álíka orku-
gjöfum. Upp úr 1970 virtist sem
heimsbyggðin væri að ná tökum
á losun kolefnis þar sem elds-
neytisnotkunin minnkaði og
breyttist,“ segir Einar og telur
líkast til vísað til aukinnar notk-
unar á kjarnorku sem hafi orðið
á þessum árum og notkunar á
nýjum jarðgaslindum sem hafi
útrýmt kolum að mestu.
„En nú sem sagt eykst þessi
bruni hratt á nýjan leik. Og auk
þeirrar ástæðu sem áður er talin
eiga fjölmenn nýhagvaxtarlönd
með Kína í fararbroddi sinn þátt
í þessari aukningu. Samkvæmt
þessum upplýsingum er því gróð-
urhúsavandinn enn stærri og ill-
viðráðanlegri en áður var talið.
Eða hvað?“ spyr hann.
Ástæðan er verðhækkun olíu
Benedikt sextándi páfi
lýsti sig í gær fylgjandi því að
Tyrkland fái aðild að Evrópu-
sambandinu. Páfi er í opinberri
heimsókn í Tyrklandi í þeim til-
gangi að lægja reiðiöldur mús-
lima gagnvart sér og stuðla að
sáttum milli kristinna og mús-
lima.
Hugsanleg aðild Tyrklands að
Evrópusambandinu er vægast
sagt umdeild, jafnt í Tyrklandi
sem í aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins.
Tyrknesk stjórnvöld hafa á
síðustu árum sótt það stíft að fá
aðild að Evrópusambandinu, en
strandað hefur á ýmsu, nú síðast
á kröfu Evrópusambandsins og
Kýpur-Grikkja um að Tyrkir
veiti Kýpur-Grikkjum aðgang að
höfnum og flugvöllum í Tyrk-
landi.
Í gær lagði Olli Rehn, sem fer
með stækkunarmál ESB í fram-
kvæmdastjórn sambandsins, að
aðildarviðræðum við Tyrkland
verði að hluta frestað vegna deil-
unnar, þar sem Tyrkir hafa til
þessa ekki viljað veita Kýpur,
sem er fullgilt aðildarríki í Evr-
ópusambandinu, þennan aðgang.
Endanleg ákvörðun um hvort
aðildarviðræðum verði frestað
vegna þessarar deilu verður þó
ekki tekin fyrr en á leiðtogafundi
Evrópusambandsins um miðjan
desember.
Recep Tayyin Erdogan, for-
sætisráðherra Tyrklands, brást í
gær ókvæða við þessari tillögu
Rehns. „Við látum engan troða á
réttindum okkar,“ sagði hann.
Erdogan æfur vegna frestunar
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA