Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 22
fréttir og fróðleikur
Átta af 30 þátttakendum í
forvali Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs á
höfuðborgarsvæðinu vilja
leiða lista á höfuðborgar-
svæðinu. Flokkurinn heldur
sameiginlegt forval fyrir
Reykjavíkurkjördæmin
tvö og Suðvesturkjördæmi.
Báðir þingmenn flokksins
í Reykjavík sækjast eftir
endurkjöri.
Forval VG, sem fram fer á laugar-
dag, er sérstakt fyrir þær sakir að
það er sameiginlegt fyrir þrjú kjör-
dæmi. Í því verða frambjóðendur
flokksins í báðum Reykjavíkur-
kjördæmunum og Suðvesturkjör-
dæmi valdir en stjórnmálaflokk-
ar hafa ekki farið þá leið áður. Þá
er aðferðin sem beitt er við val á
frambjóðendum athygliverð en
kjósendur eiga að velja þrjá fram-
bjóðendur í hvert efstu sætanna
– þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað
sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í
fjórða sæti.
Reglur flokksins kveða á um að
tvö efstu sæti listanna þriggja
(alls sex sæti) skulu skipuð þrem-
ur konum og þremur körlum. Þá
verður tryggt að fólk af sama kyni
verði ekki í efstu sætum allra
lista. Er þetta gert „í anda kven-
frelsis“, eins og það er orðað í for-
valsreglunum. Til þeirrar reglu
verðu horft við röðun fólks á lista
í kjördæmunum, auk búsetu en
kjörstjórn hefur mjög frjálsar
hendur við niðurröðun á lista.
Góð þátttaka vekur einnig
athygli. Frambjóðendur eru jafn-
margir og í prófkjörum Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík og Suð-
vesturkjördæmi og litlu færri en
í prófkjörum Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjór-
tán þingmenn í kjördæmunum í
síðustu kosningum, Samfylkingin
tólf en VG tvo.
Forvalið er hið fyrsta sem VG
efnir til vegna alþingiskosninga.
Fyrir fyrri kosningar hefur flokk-
urinn stillt upp á lista sína og sú
aðferð er einnig viðhöfð í öðrum
kjördæmum nú.
Átta frambjóðendur stefna á
fyrsta sæti en af þeim nefna þrír
fyrsta sætið eingöngu. Það eru
þingmennirnir tveir Kolbrún Hall-
dórsdóttir og Ögmundur Jónasson
og Katrín Jakobsdóttir, varafor-
maður flokksins. Fjórir frambjóð-
endur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau
Álfheiður Ingadóttir varaþing-
maður, Árni Þór Sigurðsson borg-
arfulltrúi, Guðmundur Magnús-
son leikari og Þórir Steingrímsson
rannsóknarlögreglumaður. Þá
sækist Paul F. Nikolov blaðamað-
ur eftir 1-3. sæti.
Átta sækjast eftir öðru sæti
og nefna það ýmist eingöngu eða
næstu sæti einnig. Það eru þau
Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður
Lilja Erlingsdóttir stjórnmála-
fræðingur, Friðrik Atlason deild-
arstjóri, Gestur Svavarsson hug-
búnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir sagnfræðingur,
Jóhann Björnsson kennari, Krist-
ín Tómadóttir nemi og Kristján
Hreinsson skáld.
Af samtölum við flokksmenn
að dæma þykir staða sitjandi þing-
manna sterk og er almennt búist
við að þeir haldi sætum sínum.
Af öðrum frambjóðendum þykja
Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jak-
obsdóttir, Álfheiður Ingadóttir,
Gestur Svavarsson og Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir einna líklegust
til afreka.
Prófkjörsbaráttan hefur verið
drengileg og kynning frambjóð-
enda að mestu farið fram á sam-
eiginlegum fundum og í bæklingi.
Ekki eru í gildi sérstakar regl-
ur um auglýsingar eða kostnað
sem hver og einn má stofna til en
gengið út frá því að frambjóðend-
ur starfi í anda þeirrar menningar
VG að verja litlu til prófkjörsbar-
áttu. Er það talinn nægilegur var-
nagli að menn skjóti sig í fótinn
með dýrum auglýsingum.
Átta stefna á forystusæti VG
Yfir 70 blóðgjafa þarf daglega
Enda í
Strassbourg