Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 22
fréttir og fróðleikur Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgar- svæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri. Forval VG, sem fram fer á laugar- dag, er sérstakt fyrir þær sakir að það er sameiginlegt fyrir þrjú kjör- dæmi. Í því verða frambjóðendur flokksins í báðum Reykjavíkur- kjördæmunum og Suðvesturkjör- dæmi valdir en stjórnmálaflokk- ar hafa ekki farið þá leið áður. Þá er aðferðin sem beitt er við val á frambjóðendum athygliverð en kjósendur eiga að velja þrjá fram- bjóðendur í hvert efstu sætanna – þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í fjórða sæti. Reglur flokksins kveða á um að tvö efstu sæti listanna þriggja (alls sex sæti) skulu skipuð þrem- ur konum og þremur körlum. Þá verður tryggt að fólk af sama kyni verði ekki í efstu sætum allra lista. Er þetta gert „í anda kven- frelsis“, eins og það er orðað í for- valsreglunum. Til þeirrar reglu verðu horft við röðun fólks á lista í kjördæmunum, auk búsetu en kjörstjórn hefur mjög frjálsar hendur við niðurröðun á lista. Góð þátttaka vekur einnig athygli. Frambjóðendur eru jafn- margir og í prófkjörum Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík og Suð- vesturkjördæmi og litlu færri en í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjór- tán þingmenn í kjördæmunum í síðustu kosningum, Samfylkingin tólf en VG tvo. Forvalið er hið fyrsta sem VG efnir til vegna alþingiskosninga. Fyrir fyrri kosningar hefur flokk- urinn stillt upp á lista sína og sú aðferð er einnig viðhöfð í öðrum kjördæmum nú. Átta frambjóðendur stefna á fyrsta sæti en af þeim nefna þrír fyrsta sætið eingöngu. Það eru þingmennirnir tveir Kolbrún Hall- dórsdóttir og Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins. Fjórir frambjóð- endur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau Álfheiður Ingadóttir varaþing- maður, Árni Þór Sigurðsson borg- arfulltrúi, Guðmundur Magnús- son leikari og Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður. Þá sækist Paul F. Nikolov blaðamað- ur eftir 1-3. sæti. Átta sækjast eftir öðru sæti og nefna það ýmist eingöngu eða næstu sæti einnig. Það eru þau Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmála- fræðingur, Friðrik Atlason deild- arstjóri, Gestur Svavarsson hug- búnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur, Jóhann Björnsson kennari, Krist- ín Tómadóttir nemi og Kristján Hreinsson skáld. Af samtölum við flokksmenn að dæma þykir staða sitjandi þing- manna sterk og er almennt búist við að þeir haldi sætum sínum. Af öðrum frambjóðendum þykja Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jak- obsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einna líklegust til afreka. Prófkjörsbaráttan hefur verið drengileg og kynning frambjóð- enda að mestu farið fram á sam- eiginlegum fundum og í bæklingi. Ekki eru í gildi sérstakar regl- ur um auglýsingar eða kostnað sem hver og einn má stofna til en gengið út frá því að frambjóðend- ur starfi í anda þeirrar menningar VG að verja litlu til prófkjörsbar- áttu. Er það talinn nægilegur var- nagli að menn skjóti sig í fótinn með dýrum auglýsingum. Átta stefna á forystusæti VG Yfir 70 blóðgjafa þarf daglega Enda í Strassbourg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.