Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 32
hagur heimilanna Notar útivistarbolinn alla daga Ari Matthíasson leikari hefur lært það af reynslunni að best sé að fá iðn- aðarmenn til að sjá um endurbætur. Nú fer í hönd sá tími sem fólk fer að huga að jóla- gjöfum handa vinum og vandamönnum hérlendis og erlendis. Þeir sem hyggjast senda jólagjafir út fyrir landsteinana geta valið úr nokkrum fyrirtækjum sem bjóða upp á sendingarþjón- ustu. Anna Katrín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs hjá Póstinum, segir alltaf mest að gera á þeim degi þegar fresturinn til að senda pakka og póst rennur út. „Viðskiptavinir okkar senda sjötíu prósent allra pakka til Norðurlandanna og Norð- ur-Evrópu. Fyrir jólin í fyrra send- um við átta þúsund pakka út og var meðalþyngd þeirra um þrjú kíló.“ Anna segir að það kosti 2.495 krónur að senda tveggja kílóa pakka til Bretlands og sama þyngd til Danmerkur kostar 1.750 krón- ur. Pósturinn reiknar ekki út ákveðinn dagafjölda fyrir send- ingar en miðar við að sendingarn- ar komist til skila fyrir jól séu þær ekki sendar síðar en á síðasta sendingardegi fyrir jól. Anna segir þá sem panta vörur að utan, til dæmis af netbóksöl- unni Amazon, ættu að bæta nokkr- um dögum við þann afhendingar- tíma sem gefin er upp á vefnum því hann sé oft knappur. Kolbrún Sigtryggsdóttir, deild- arstjóri útflutnings hjá UPS, segir sendingar yfirleitt aðeins taka einn dag til Evrópu og Bandaríkj- anna en utan þessara svæða séu vörur yfirleitt komnar eftir tvo til fjóra daga. „Það hefur færst í auk- ana að fólk notfæri sér þjónustu okkar, sérstaklega þegar það þarf að senda matvæli. Heimurinn skiptist í átta verðsvæði og er verð breytilegt eftir þjónustustigi, en boðið verður upp á sérstök tilboð í desember.“ Ef miðað er við tveggja kílóa sendingu til Bretlands og Danmerkur er verð á henni 5.593 krónur. Kolbrún segir að pakkinn sé sóttur til sendanda og viðtakandi fái hann síðan sendan heim að dyrum. „Þeir sem búa úti á landi þurfa að koma sendingunni til höf- uðborgarinnar en við getum síðan sótt hana hvert sem er innan borg- armarkanna.“ Haukur Óskarsson, þjónustu- stjóri hjá DHL á Íslandi, segir sendingartíma stuttan, aðeins einn dag ef allt gengur upp. „Þeir sem senda geta fengið kassa og lím- band hjá okkur en einnig er hægt að sækja pakkann heim og hann er síðan fluttur heim til viðtakanda. Flutningsgjald fyrir tveggja kílóa pakka til Bretlands er 2.750 krón- ur og er verðið svipað til Banda- ríkjanna en til Danmerkur er kostnaðurinn 3.462 krónur. Þeir sem senda mat til útlanda þurfa að skila inn heilbrigðisvott- orði og þeir sem senda matvæli til Bandaríkjanna geta lent í því að sendingin sé stoppuð í tollinum, sérstaklega ef um er að ræða reyk- tan lax eða hangikjöt.“ Haukur bendir fólki á að vera tímanlega með sendingar til að minnka líkur á því að þetta gerist. Kristbjörn Eydal, þjónustufull- trúi Fedex hraðflutninga, segir sendingartíma til Evrópu og Ameríku vera einn til tvo daga og að mest sé sent út af jólagjöfum og hangikjöti. „Við sjáum nokkra aukningu á milli ára og greinilegt að fleiri senda vinum og ættingj- um erlendis jólaglaðning.“ Krist- björn segir sérstakt jólatilboð í gangi núna sem miði við tvær stærðir af kössum. „Minni kassinn rúmar fimm kíló en flutningur á honum kostar 5.775 krónur. Stærri kassinn rúmar 9-14 kg en sending- arkostnaður hans er 9.775 krónur. Þess skal getið að sendingarkostn- aður er sá sami óháð áfangastað.“ Kristbjörn segir Fedex sækja pakkana til sendanda og að viðtak- andi fái þá síðan afhenta heim til sín. Þúsundir jólapakka til útlanda á ári hverju Atlantsolía - Vesturvör 29 - Sími 591 3100 atlantsolia@atlantsolia.is Engar tapaðar kvittanir Nú er hægt að tengja Dælulykilinn við netfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur sjálfkrafa pdf- kvittun með tölvupósti. Kvittun í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 6 0 7 0 6 RSK Skráning í síma: 591-3100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.