Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 38
Hannes Hólmsteinn Gissurar-son spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíker- inn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólapróf- essornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarn- ar og eigi þar af leiðandi auðveld- ara með að skilja efnishyggju- manninn Marx. Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græð- ginnar. Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi hefur í dag „rangt fyrir sér“. Þetta er samkvæmt boðend- um fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju „röng lífsskoðun“. Getur lífsskoðun nokkurn tímann verið „röng“? Þegar allt kemur til alls snýst málið um hvernig lífi við viljum lifa. Um einmitt það snýst lífsskoðunin. Gryfjan sem frjálshyggjumenn falla í er sú, að þeir ganga út frá því að við lifum á brauði einu saman. Að framfarir séu eingöngu efnahagslegar. Að lífshamingju sé aðeins hægt að mæla í gulli. Ef við viljum lifa í gleði og sæmilegum jöfnuði, vilj- um gæta fjölskyldu okkar, hafa tíma fyrir börnin okkar, þá segja hinir sókndjörfu forystumenn græðginnar: Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Á sama hátt og læri- sveinar Jesú æmtu þegar hann bað þá að yfirgefa allt og fylgja honum. En herra, sögðu þeir, við viljum hlú að foreldrum okkar og fjölskyldu, við getum ekki yfir- gefið allt og alla. Þá sagði meistar- inn: Það er meira virði að boða fagnaðarerindið, allir sem það geta eiga að ganga með mér, þeir sem ekki geta það eru hvort eð er dauðir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Og það er þetta sem frjálshyggjumenn segja við mál- svara hófsemi og mannræktar. Við þá sem vilja fara varlega í nýtingu auðlinda. Við þá sem vilja ekki bíða með að sinna öldruð- um, þangað til lífeyris- sjóðirnir eru orðnir nógu stórir. Við þá sem trúa ekki á sæluríki sem ávallt kemur seinna. Frjáls- hyggjumennirnir segja: Þið eruð á móti öllu. Þið eruð dauð, þið verðið skil- in eftir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Fagnaðarerindi dags- ins er því miður ekki kær- leikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfir- taka á búlgarska síman- um, Storebrand og Har- rods. En hitt er í fullu gildi að aldraðir og sjúkir fá ekkert núna en mikið seinna. Tökum öll þátt í sókninni, dönsum í kringum gull- kálfinn. Hefur einhver heyrt þetta áður? Er þetta kannski þúsund ára gömul saga? Ég segi að hinir dauðu eru menn peninganna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki sjá lífið í kring- um sig. Hinir dauðu eru þeir sem ekki vilja hjúkra þeim sem eru sjúkir núna. Þeir sem eru aldraðir núna, fatlaðir núna, þurfandi núna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki skilja vefnaðinn í samfélaginu. Skilja ekki mikilvægi hvers og eins. Enginn þrífst án samfélags, allir eru einhvern tímann börn, öll eldumst við og margir verða gaml- ir. Allir geta lent í vanda. Hver sem er getur lent í að hús hans brennur. Allir þurfa að standa saman þegar vandi steðjar að. Auðmaður með botnlangakast, frumkvöðull sem fer á hausinn, listamaður sem þarf að mennta sig. Menn njóta hvers annars. Maður er manns gaman en ekki þjónn hvers annars. Söngvari, læknir, íþróttaþjálfari, leiðsögu- maður, kennari og þannig mætti áfram telja í samspili þjóðfélags- ins. Þarf að skýra út samfélag? Það hefur aldrei verið til auðstétt án samfélags en oft samfélag án auðstétt- ar. Í fyrrnefndri grein- ingu Hannesar Hólm- steins í Fréttablaðinu bendir hann á að stór hluti mannkynsins séu rómantíkerar. Og nið- urstaða hans er sú að þessi hópur hafi með einhverjum hætti rangt fyrir sér. Hann tekur sitt uppáhalds dæmi þar sem eignar- rétturinn trónir á toppnum: Það sem allir eiga saman er eyðilagt (sbr. t.d. Kárahnjúkar?) en einkaeignin er í góðu standi að mati Hannesar Hólmsteins (kvótakerfið?). Ind- jánar Norður Ameríku eru – sam- kvæmt greinarskrifinu – visku- lausir og samviskulausir eyðingarsinnar. Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna frjálshyggjan er fátæk af bókmenntum, söngvum, gleði? Hún er hins vegar rík af harðmúlaðri, samanbitinni púrít- anískri vinnuhörku. Lífsgleðin er vandfundin í hennar ranni. Nema sú sem er mæld á Gullvoginni. Öðru máli gegnir um samfélagið. Takmarkið með því að ganga inn í samfélag er ekki að hámarka tekj- ur heldur hámarka lífsgleði og láta þúsund blóm blómstra. Leyfa öllum að njóta sín. Félagshyggja er eins og Óskar Wilde orðaði það: Einstaklingshyggja fyrir alla. Frjálshyggja í sinni öfgafullu mynd er eins konar grámunka- regla sem vinnur að því dag og nótt, árið um kring, að kreista gleðisnauða hámarksnyt úr inn- fluttu kúakyni. Eins konar Amish- regla græðginnar þar sem aðeins ein mælistika er til: Gullvogin. Aðeins hún skiptir máli í málm- kenndum heimi Hannesar Hólm- steins; heimi þar sem enginn maður deyr og allir eru alltaf ungir. En hver mun annast Hannes Hólmstein þegar hann er orðinn gamall maður? David Friedman? Eða sjúkraliði á Landspítalanum? Hvað skyldi Hannes vilja sjálfur þegar á hólminn er komið? Höfundur er þingmaður vinstri grænna. Hver kemur til með að annast Hannes Hólmstein? Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboð- um er hagað hvort held- ur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðgin- um Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjáls- lynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vett- vang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Her- mannsson varð formaður flokks- ins. Þegar leið að alþingiskosn- ingum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraft- mikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guð- mundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverr- ir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guð- jóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverris- dóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytj- enda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magn- ússonar, Magnúsar Þórs Haf- steinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og for- mannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablað- ið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytj- enda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þing- flokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þing- flokksins og Jóns vera andstæð- ar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr mál- inu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sér- staklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Frétta- blaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagn- vart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúk- yrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Mar- gréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurft- arverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenn- inginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm. Höfundur kom að stofnun Frjálslynda flokksins. Flokkur í einkaeign? Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forustumönn- um Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverris- dóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Fagnaðarerindi dagsins er því miður ekki kærleikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfirtaka á búlgarska símanum, Store- brand og Harrods. Stefán skrifar á www.stebbifr.blog.is R V 62 20 Postulín sem gleður – Pillivuyt Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.